Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2023 07:57 Carlson var látinn fara frá Fox í apríl. AP/Richard Drew Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. Samsæriskenningin gengur út á að maður að nafni Ray Epps, sem tók þátt í árásinni á þinghúsið í Washington en fór ekki inn í bygginguna, sé í raun útsendari innan stjórnkerfisins sem hafi hvatt fólk til óeirða til að koma óorði á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Vitað er að Epps, sem hefur sjálfur sagst vera stuðningsmaður Trump, tók þátt í mótmælum í aðdraganda innrásarinnar í þinghúsið og hvatti fólk til að ganga með sér að þinghúsinu. Síðar sést hann hins vegar á myndskeiðum hvetja til friðar þegar ástandið var að fara úr böndunum. Epps hefur ekki verið ákærður í tengslum við árásina en yfirvöld segja það aðallega vegna þess að áherslan hefur hingað til verið á þá einstalinga sem fóru inn í þinghúsið og/eða frömdu ofbeldisverk. Rannsókn málsins stendur enn yfir og ekki útilokað að hann verði ákærður síðar. Carlson gerði hins vegar mikið úr þessu í þætti sínum á Fox og sagði að það að Epps hefði ekki verið ákærður þýddi aðeins eitt; að hann væri útsendari innan stjórnkerfisins. Carlson endurtók nafn Epps í nærri 20 þáttum og Epps og eiginkona hans neyddust í kjölfarið til að selja fyrirtækið sitt og flýja heimili sitt í Arizona vegna hótana frá áhorfendum sjónvarpsmannsins. Þau eru nú í felum. Lögmenn Epps segja að þeir hafi sett sig í samband við Fox í mars síðastliðnum og óskað eftir formlegri og opinberri afsökunarbeiðni. Þar sem ekki hafi verið orðið við því hyggist þeir nú höfða mál á hendur fjölmiðlinum. Hvorki Fox né Epps vildu tjá sig um málið við New York Times þegar eftir því var leitað. Þá neitaði Carlson að tjá sig. Hann hefur hins vegar haldið áfram, í nýju hlaðvarpi sínu, að fullyrða að meðal mótmælenda við þinghúsið hafi verið fjöldi útsendara stjórnvalda. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Fjölmiðlar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Samsæriskenningin gengur út á að maður að nafni Ray Epps, sem tók þátt í árásinni á þinghúsið í Washington en fór ekki inn í bygginguna, sé í raun útsendari innan stjórnkerfisins sem hafi hvatt fólk til óeirða til að koma óorði á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Vitað er að Epps, sem hefur sjálfur sagst vera stuðningsmaður Trump, tók þátt í mótmælum í aðdraganda innrásarinnar í þinghúsið og hvatti fólk til að ganga með sér að þinghúsinu. Síðar sést hann hins vegar á myndskeiðum hvetja til friðar þegar ástandið var að fara úr böndunum. Epps hefur ekki verið ákærður í tengslum við árásina en yfirvöld segja það aðallega vegna þess að áherslan hefur hingað til verið á þá einstalinga sem fóru inn í þinghúsið og/eða frömdu ofbeldisverk. Rannsókn málsins stendur enn yfir og ekki útilokað að hann verði ákærður síðar. Carlson gerði hins vegar mikið úr þessu í þætti sínum á Fox og sagði að það að Epps hefði ekki verið ákærður þýddi aðeins eitt; að hann væri útsendari innan stjórnkerfisins. Carlson endurtók nafn Epps í nærri 20 þáttum og Epps og eiginkona hans neyddust í kjölfarið til að selja fyrirtækið sitt og flýja heimili sitt í Arizona vegna hótana frá áhorfendum sjónvarpsmannsins. Þau eru nú í felum. Lögmenn Epps segja að þeir hafi sett sig í samband við Fox í mars síðastliðnum og óskað eftir formlegri og opinberri afsökunarbeiðni. Þar sem ekki hafi verið orðið við því hyggist þeir nú höfða mál á hendur fjölmiðlinum. Hvorki Fox né Epps vildu tjá sig um málið við New York Times þegar eftir því var leitað. Þá neitaði Carlson að tjá sig. Hann hefur hins vegar haldið áfram, í nýju hlaðvarpi sínu, að fullyrða að meðal mótmælenda við þinghúsið hafi verið fjöldi útsendara stjórnvalda.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Fjölmiðlar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira