Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. júlí 2023 12:08 Höfnin í Barcelona. Þar spúa skemmtiferðaskip út mestri mengun af öllum höfnum Evrópu. Paco Freire/Getty Images Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar. Fleiri en Akureyringar sótreiðir Í sumar hefur orðið vart við talsverða gremju Akureyringa þegar skemmtiferðaskip leggja þar að bryggju og ósa svo blágráum reyk yfir bæinn eins og enginn sé morgundagurinn. En það eru ekki bara Akureyringar sem anda að sér óþverranum frá skemmtiferðaskipum. Skemmtiferðaskip í Evrópu menga meira en milljarður bíla Ný skýrsla umhverfisverndarsamtakanna Transport & Environment fullyrðir að þau rúmlega 200 skemmtiferðaskip sem sigli á milli hafna í Evrópu mengi meira en einn milljarður bifreiða. Alls losuðu þessi 214 skip sem sigldu um álfuna í fyrrasumar 509 tonn af brennisteinsdíoxíði út í andrúmsloftið. Mesta mengunin á sér stað í höfninni í Barcelona, en samtals er Ítalía það land þar skipin losa mest af brennisteinsdíoxíði. Löndin við Miðjarðarhafið skera sig úr, kannski eins og við var að búast, vegna þess fjölda skipa sem er í reglubundnum siglingum eins og strætisvagnar á milli borga við Miðjarðarhafið. Engu að síður kemur Noregur í 4. sæti listans. Nokkrar borgir grípa til aðgerða Nokkrar borgir hafa gripið til aðgerða, til að stemma stigu við þessari mengun, engin þó eins og Feneyjar sem fyrir tveimur árum innleiddi bann við því að skemmiferðaskip legðust þar að bryggju. Síðan þá hefur mengun í borginni vegna losunar eiturefna minnkað um 80%. Höfnin þar hefur á fjórum árum fallið frá því að vera mest mengandi höfn Evrópu niður í 41. sæti. Talsmaður Transport & Environment, Constance Dijkstra, segir að stjórnvöld í Feneyjum hafi sýnt og sannað að hægt sé að draga úr mengun vegna þessara skipa, en að bann sé ekki eina leiðin. Ein áhrifarík leið sé til að mynda að skylda skipin til að tengjast rafmagni þegar þær eru við bryggju. Í Cartagena á suðausturodda Spánar leggja skemmtiferðaskip að bryggju um 200 sinnum á ári hverju og með þeim heimsækja rúmlega 600.000 manns borgina. Borgaryfirvöld hafa nú ákveðið að innan tveggja ára verður öllum skipum sem leggja að bryggju gert skylt að stinga í samband við rafmagn. Loftslagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. 12. júlí 2023 16:50 Met í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar Algengt er að ferðamenn sem heimsækja Ísafjörð á góðum degi séu nærri tvöfalt fleiri en fólkið sem býr í bænum. Stærstu skemmtiferðaskipin hafa þó afbókað komu sína á þessu sumri vegna tafa á stækkun Sundahafnar. 11. júlí 2023 20:22 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Fleiri en Akureyringar sótreiðir Í sumar hefur orðið vart við talsverða gremju Akureyringa þegar skemmtiferðaskip leggja þar að bryggju og ósa svo blágráum reyk yfir bæinn eins og enginn sé morgundagurinn. En það eru ekki bara Akureyringar sem anda að sér óþverranum frá skemmtiferðaskipum. Skemmtiferðaskip í Evrópu menga meira en milljarður bíla Ný skýrsla umhverfisverndarsamtakanna Transport & Environment fullyrðir að þau rúmlega 200 skemmtiferðaskip sem sigli á milli hafna í Evrópu mengi meira en einn milljarður bifreiða. Alls losuðu þessi 214 skip sem sigldu um álfuna í fyrrasumar 509 tonn af brennisteinsdíoxíði út í andrúmsloftið. Mesta mengunin á sér stað í höfninni í Barcelona, en samtals er Ítalía það land þar skipin losa mest af brennisteinsdíoxíði. Löndin við Miðjarðarhafið skera sig úr, kannski eins og við var að búast, vegna þess fjölda skipa sem er í reglubundnum siglingum eins og strætisvagnar á milli borga við Miðjarðarhafið. Engu að síður kemur Noregur í 4. sæti listans. Nokkrar borgir grípa til aðgerða Nokkrar borgir hafa gripið til aðgerða, til að stemma stigu við þessari mengun, engin þó eins og Feneyjar sem fyrir tveimur árum innleiddi bann við því að skemmiferðaskip legðust þar að bryggju. Síðan þá hefur mengun í borginni vegna losunar eiturefna minnkað um 80%. Höfnin þar hefur á fjórum árum fallið frá því að vera mest mengandi höfn Evrópu niður í 41. sæti. Talsmaður Transport & Environment, Constance Dijkstra, segir að stjórnvöld í Feneyjum hafi sýnt og sannað að hægt sé að draga úr mengun vegna þessara skipa, en að bann sé ekki eina leiðin. Ein áhrifarík leið sé til að mynda að skylda skipin til að tengjast rafmagni þegar þær eru við bryggju. Í Cartagena á suðausturodda Spánar leggja skemmtiferðaskip að bryggju um 200 sinnum á ári hverju og með þeim heimsækja rúmlega 600.000 manns borgina. Borgaryfirvöld hafa nú ákveðið að innan tveggja ára verður öllum skipum sem leggja að bryggju gert skylt að stinga í samband við rafmagn.
Loftslagsmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. 12. júlí 2023 16:50 Met í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar Algengt er að ferðamenn sem heimsækja Ísafjörð á góðum degi séu nærri tvöfalt fleiri en fólkið sem býr í bænum. Stærstu skemmtiferðaskipin hafa þó afbókað komu sína á þessu sumri vegna tafa á stækkun Sundahafnar. 11. júlí 2023 20:22 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. 12. júlí 2023 16:50
Met í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar Algengt er að ferðamenn sem heimsækja Ísafjörð á góðum degi séu nærri tvöfalt fleiri en fólkið sem býr í bænum. Stærstu skemmtiferðaskipin hafa þó afbókað komu sína á þessu sumri vegna tafa á stækkun Sundahafnar. 11. júlí 2023 20:22