Lindarhvolsskýrslan komin á borð héraðssaksóknara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2023 16:26 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari hefur sent bréf Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, ásamt fylgigögnum á borð við skýrslu hans frá 2018, til embættis héraðssaksóknara til viðeigandi meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, birti greinargerð Sigurðar í síðustu viku. Birtingin er umdeild og hefur Sigurður kallað eftir því lengi að hún yrði birt. Forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar lagðist gegn því að greinargerðin yrði birt og ríkisendurskoðandi hefur sömuleiðis verið harðorður og mælt gegn birtingu hennar. Félagið Lindarhvoll var stofnað árið 2016 af Bjarna Benediktssyni, þáverandi og núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, til þess að halda utan um þær eignir sem ríkið eignaðist vegna stöðugleikaframlaga. Svokallaðar stöðugleikaeignir komust í eigu ríkissjóðs eftir bankahrunið árið 2008. Umtalsverðar eignir voru í búum stóru viðskiptabankanna þriggja sem ríkið tók yfir. Þar má til að mynda nefna Klakka ehf., Lyfju hf., hluti í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. og hluti í Reitum fasteignafélagi hf. Félaginu var slitið snemma árs 2018 eftir að síðasta stöðugleikaeignin, Lyfja hf., var seld félaginu SID ehf. fyrir um 4,2 milljarða króna. Nú er Festi í viðræðum um kaup á Lyfju og í viðskiptunum er lyfsölukeðjan metin á 7,8 milljarða króna. Greinargerð bendir til þess að pottur hafi víða verið brotinn Lengi hefur verið deilt um bæði starfsemi félagsins sem og upplýsingagjöf til almennings um hana. Nú liggur fyrir greinargerð setts ríkisendurskoðanda í málinu. Í greinargerðinni fer Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi, hörðum orðum um starfsemina og segir til að mynda að vinnubrögð stjórnar og framkvæmdastjórnar hafi verið ábótavant. Þá greinir hann frá því að fjöldi óútskýrðra greiðslna hafi fundist þegar rýnt var í bókhald Lindarhvols og að samskipti við stjórn og framkvæmdastjórn hafi gert honum vinnuna erfiðari. Opinber skýrsla ríkisendurskoðanda frá árinu 2020, sem unnin var af þáverandi ríkisendurskoðanda Skúla Eggerti Þórðarsyni, bendir aftur á móti til þess að starfsemin hafi verið með allra besta móti. Sigurður Þórðarson sendi ríkissaksóknara bréf með gögnum, þar á meðal greinargerð hans, sem nú er svo komin á borð héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. Vegna sumarleyfa má telja líklegt að einhver tími líði áður en málið verður tekið til skoðunar hjá embættinu. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að þing verði kallað saman á næstunni meðal annars vegna Lindarhvolsmálsins. Auk þess vill stjórnarandstaðan ræða bann við hvalveiðum og sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson hefur gripið þann bolta á lofti og gert grín að því að þingmenn Miðflokksins og Pírata geti verið sammála um einstök mál, sama hversu vitlaust málið sé. Starfsemi Lindarhvols Alþingi Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, birti greinargerð Sigurðar í síðustu viku. Birtingin er umdeild og hefur Sigurður kallað eftir því lengi að hún yrði birt. Forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar lagðist gegn því að greinargerðin yrði birt og ríkisendurskoðandi hefur sömuleiðis verið harðorður og mælt gegn birtingu hennar. Félagið Lindarhvoll var stofnað árið 2016 af Bjarna Benediktssyni, þáverandi og núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, til þess að halda utan um þær eignir sem ríkið eignaðist vegna stöðugleikaframlaga. Svokallaðar stöðugleikaeignir komust í eigu ríkissjóðs eftir bankahrunið árið 2008. Umtalsverðar eignir voru í búum stóru viðskiptabankanna þriggja sem ríkið tók yfir. Þar má til að mynda nefna Klakka ehf., Lyfju hf., hluti í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. og hluti í Reitum fasteignafélagi hf. Félaginu var slitið snemma árs 2018 eftir að síðasta stöðugleikaeignin, Lyfja hf., var seld félaginu SID ehf. fyrir um 4,2 milljarða króna. Nú er Festi í viðræðum um kaup á Lyfju og í viðskiptunum er lyfsölukeðjan metin á 7,8 milljarða króna. Greinargerð bendir til þess að pottur hafi víða verið brotinn Lengi hefur verið deilt um bæði starfsemi félagsins sem og upplýsingagjöf til almennings um hana. Nú liggur fyrir greinargerð setts ríkisendurskoðanda í málinu. Í greinargerðinni fer Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi, hörðum orðum um starfsemina og segir til að mynda að vinnubrögð stjórnar og framkvæmdastjórnar hafi verið ábótavant. Þá greinir hann frá því að fjöldi óútskýrðra greiðslna hafi fundist þegar rýnt var í bókhald Lindarhvols og að samskipti við stjórn og framkvæmdastjórn hafi gert honum vinnuna erfiðari. Opinber skýrsla ríkisendurskoðanda frá árinu 2020, sem unnin var af þáverandi ríkisendurskoðanda Skúla Eggerti Þórðarsyni, bendir aftur á móti til þess að starfsemin hafi verið með allra besta móti. Sigurður Þórðarson sendi ríkissaksóknara bréf með gögnum, þar á meðal greinargerð hans, sem nú er svo komin á borð héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. Vegna sumarleyfa má telja líklegt að einhver tími líði áður en málið verður tekið til skoðunar hjá embættinu. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að þing verði kallað saman á næstunni meðal annars vegna Lindarhvolsmálsins. Auk þess vill stjórnarandstaðan ræða bann við hvalveiðum og sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson hefur gripið þann bolta á lofti og gert grín að því að þingmenn Miðflokksins og Pírata geti verið sammála um einstök mál, sama hversu vitlaust málið sé.
Starfsemi Lindarhvols Alþingi Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira