Kvikan það grunnt að ekki er hægt að styðjast lengur við GPS-gögn Eiður Þór Árnason skrifar 8. júlí 2023 16:57 Kvikan hefur ekki enn leitað upp á yfirborðið. Vísir/Vilhelm Lítið sem ekkert er að frétta af stöðu kvikunnar á Reykjanesi frá því í hádeginu í dag og staðan nokkuð óbreytt. Þá hefur skjálftavirknin á svæðinu verið með mjög svipuðu móti. „Í rauninni er staðan bara sú að kvikan virðist að öllum líkindum vera mjög grunnt og það er eiginlega ekki hægt að segja neitt meira eða nákvæmara heldur en það. Svo er bara að bíða og sjá hvort hún nái að brjótast upp þennan síðasta áfanga eða ekki,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Áfram sé miðað við að það geti ýmist tekið kvikuna klukkustundir eða daga að komast upp á yfirborðið. Áður var greint frá því að nýjustu GPS-gögn bendi til þess að kvikan sé á um kílómetra dýpi og jafnvel grynnra en það. Liggur hún nú það grunnt undir yfirborðinu að ekki er lengur hægt að styðjast við GPS-gögn til að átta sig á stöðunni. „Landsigið er að hægja á sér næst kvikuinnskotinu og við metum sem svo að kvikan er komin það nálægt yfirborði að GPS-stöðin, sem stendur þarna næst um einn til tvo kílómetra frá, að áhrifasvæðið nær ekki til hennar,“ bætir Lovísa við. Langt í næstu gervihnattarmyndir Sérfræðingar styðjast einnig við InSAR gervihnattarmyndir af Reykjanesskaga til að greina stöðu landsigsins en ekki er von á slíkum myndum næst fyrr en eftir tæpa viku þegar gervihnötturinn er aftur á sporbaug yfir Íslandi. Rúmir 1.100 jarðskjálftar hafa mælst í kringum kvikuinnskotið frá Fagradalsfjalli og út fyrir Keili frá því um miðnætti og mældist sá stærsti sem var 3,5 að stærð klukkan 11:30. Hægt hefur á jarðhræringum á svæðinu að undanförnu. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að breytingarnar væru ekki miklar á nýjustu gögnunum og að hugsanleg túlkun að kvikan sé komin verulega nærri yfirborði en að önnur túlkun sé að kvikan sé að hægja á sér. Hægt er að fylgjast með svæðinu með vefmyndavél Vísis. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Kvikan hugsanlega komin verulega nærri yfirborði Ný GPS gögn benda til þess að kvikan á Reykjanesi sé á kílómetra dýpi, eða jafnvel grynnra dýpi en það. Skjálftar mælast bæði á svæðinu á milli Keilis og Fagradalsfjalls og Eldey en þó færri en í upphafi hrinunnar. 8. júlí 2023 11:50 Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8. júlí 2023 07:37 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Í rauninni er staðan bara sú að kvikan virðist að öllum líkindum vera mjög grunnt og það er eiginlega ekki hægt að segja neitt meira eða nákvæmara heldur en það. Svo er bara að bíða og sjá hvort hún nái að brjótast upp þennan síðasta áfanga eða ekki,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Áfram sé miðað við að það geti ýmist tekið kvikuna klukkustundir eða daga að komast upp á yfirborðið. Áður var greint frá því að nýjustu GPS-gögn bendi til þess að kvikan sé á um kílómetra dýpi og jafnvel grynnra en það. Liggur hún nú það grunnt undir yfirborðinu að ekki er lengur hægt að styðjast við GPS-gögn til að átta sig á stöðunni. „Landsigið er að hægja á sér næst kvikuinnskotinu og við metum sem svo að kvikan er komin það nálægt yfirborði að GPS-stöðin, sem stendur þarna næst um einn til tvo kílómetra frá, að áhrifasvæðið nær ekki til hennar,“ bætir Lovísa við. Langt í næstu gervihnattarmyndir Sérfræðingar styðjast einnig við InSAR gervihnattarmyndir af Reykjanesskaga til að greina stöðu landsigsins en ekki er von á slíkum myndum næst fyrr en eftir tæpa viku þegar gervihnötturinn er aftur á sporbaug yfir Íslandi. Rúmir 1.100 jarðskjálftar hafa mælst í kringum kvikuinnskotið frá Fagradalsfjalli og út fyrir Keili frá því um miðnætti og mældist sá stærsti sem var 3,5 að stærð klukkan 11:30. Hægt hefur á jarðhræringum á svæðinu að undanförnu. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að breytingarnar væru ekki miklar á nýjustu gögnunum og að hugsanleg túlkun að kvikan sé komin verulega nærri yfirborði en að önnur túlkun sé að kvikan sé að hægja á sér. Hægt er að fylgjast með svæðinu með vefmyndavél Vísis.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Kvikan hugsanlega komin verulega nærri yfirborði Ný GPS gögn benda til þess að kvikan á Reykjanesi sé á kílómetra dýpi, eða jafnvel grynnra dýpi en það. Skjálftar mælast bæði á svæðinu á milli Keilis og Fagradalsfjalls og Eldey en þó færri en í upphafi hrinunnar. 8. júlí 2023 11:50 Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8. júlí 2023 07:37 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Kvikan hugsanlega komin verulega nærri yfirborði Ný GPS gögn benda til þess að kvikan á Reykjanesi sé á kílómetra dýpi, eða jafnvel grynnra dýpi en það. Skjálftar mælast bæði á svæðinu á milli Keilis og Fagradalsfjalls og Eldey en þó færri en í upphafi hrinunnar. 8. júlí 2023 11:50
Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8. júlí 2023 07:37