Slösuð kona sótt á skjálftasvæðið og margir á vappi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2023 14:50 Björgunarsveitin Þorbjörn fékk útkall að jarðskjálftasvæðinu vegna konu sem hafði slasað sig á göngu. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík fékk útkall klukkan 12:45 vegna konu sem hafði slasað sig á skjálftasvæðinu milli Keilis og Fagradalsfjalls. Aðgerðum lauk um klukkan tvö en mikil umferð ferðamanna er á svæðinu. Fólk er beðið að fara varlega á svæðinu. Sex björgunarsveitarmenn ásamt sjúkraflutningamönnum og lögreglu fóru á staðinn til að sækja konuna, sem hafði slasað sig við göngu. Guðni Oddgeirsson, björgunarsveitarmaður hjá slysavarnadeidinni Þorbirni í Grindavík, segir konuna ekki hafa verið mjög illa slasaða. Hægt hafi verið að flytja hana sitjandi niður. „Þegar þetta er utandyra er þetta alltaf hækkaður forgangur þó það sé svona gott veður,“ segir Guðni. Mikill fjöldi ferðamanna er á svæðinu og segir Guðni engar lokanir vera á svæðinu núna. Ekki komi til þess nema gjósi. „Ef við ætluðum að vera í því að stýra umferð þá myndum við ekki gera neitt annað,“ segir Guðni. „Það er búið að vera margt fólk á svæðinu síðan byrjaði að gjósa 2021 og hafa alltaf verið á hverjum tíma 30-50 bílar á svæðinu, sama hvernig viðrar. Miðað við hvernig veðrið er hérna í Grindavík, býst ég við allverulega mörgu fólki þarna uppfrá.“ Hann segir að allir sem komi inn á svæðið fái viðvörunarskilaboð í símann frá almannavörnum. „Það er bara viðvörun við því að það gæti eitthvað farið í gang og jarðskjálftar gætu losað um grjót í hlíðum. Þannig að fólk er beðið að vera ekki undir bröttum hlíðum og ef það fer eitthvað af stað þá að passa sig. Það er svo heldur ekki mikill vindur og þá getur gas safnast saman í lægðum. Það er það varhugaverða í þessu öllu núna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Sex björgunarsveitarmenn ásamt sjúkraflutningamönnum og lögreglu fóru á staðinn til að sækja konuna, sem hafði slasað sig við göngu. Guðni Oddgeirsson, björgunarsveitarmaður hjá slysavarnadeidinni Þorbirni í Grindavík, segir konuna ekki hafa verið mjög illa slasaða. Hægt hafi verið að flytja hana sitjandi niður. „Þegar þetta er utandyra er þetta alltaf hækkaður forgangur þó það sé svona gott veður,“ segir Guðni. Mikill fjöldi ferðamanna er á svæðinu og segir Guðni engar lokanir vera á svæðinu núna. Ekki komi til þess nema gjósi. „Ef við ætluðum að vera í því að stýra umferð þá myndum við ekki gera neitt annað,“ segir Guðni. „Það er búið að vera margt fólk á svæðinu síðan byrjaði að gjósa 2021 og hafa alltaf verið á hverjum tíma 30-50 bílar á svæðinu, sama hvernig viðrar. Miðað við hvernig veðrið er hérna í Grindavík, býst ég við allverulega mörgu fólki þarna uppfrá.“ Hann segir að allir sem komi inn á svæðið fái viðvörunarskilaboð í símann frá almannavörnum. „Það er bara viðvörun við því að það gæti eitthvað farið í gang og jarðskjálftar gætu losað um grjót í hlíðum. Þannig að fólk er beðið að vera ekki undir bröttum hlíðum og ef það fer eitthvað af stað þá að passa sig. Það er svo heldur ekki mikill vindur og þá getur gas safnast saman í lægðum. Það er það varhugaverða í þessu öllu núna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira