Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2023 11:09 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur áður sagt að hún muni líklega ekki kalla þing saman á nýjan leik. Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. Fyrsta málið snýr að sölu eignarhluta ríkisins á Íslandsbanka. Annað snýr að stöðvun veiða á langreyðum við Ísland Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í gær að hún ætti ekki von á því að hún myndi kalla saman þing aftur vegna greinargerðar um starfsemi Lindarhvols. Það var eftir að þingmenn Miðflokksins sendu henni erindi en nú hafa aðrir þingflokkar tekið undir beiðnina. Sjá einnig: „Á ekki von á að kalla saman þing“ Íslandsbanki var nýverið sektaður vegna sölu 22,5 prósenta eignarhluts bankans og vankanta á framkvæmd sölunnar. Seðlabankinn á enn eftir að skila úttekt á öðrum söluaðilum útboðsins og þá hefur Ríkisendurskoðandi tilkynnt framhaldsúttekt vegna söluferlisins, eins og fram kemur í yfirlýsingu frá þingflokksformönnunum. Sjá einnig: Brot bankans mögulega rakin til brotalama hjá Bankasýslunni Svandís Svavarsdóttir ,matvælaráðherra, stöðvaði hvalveiði tímabundið í síðasta mánuði, rétt áður en veiðarnar áttu að hefjast. Mikið hefur verið deilt um þá ákvörðun. Sjá einnig: „SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“ Þá var nýverið birt greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols en það er félag sem stofnað var árið 2016 af Bjarna Benediktssyni, þáverandi og núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, til þess að halda utan um þær eignir sem ríkið eignaðist vegna stöðugleikaframlaga. Alþingi Salan á Íslandsbanka Hvalveiðar Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka fyrr en í september. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Það verði gert þegar þing kemur saman aftur þar sem einungis sé hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Fyrsta málið snýr að sölu eignarhluta ríkisins á Íslandsbanka. Annað snýr að stöðvun veiða á langreyðum við Ísland Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í gær að hún ætti ekki von á því að hún myndi kalla saman þing aftur vegna greinargerðar um starfsemi Lindarhvols. Það var eftir að þingmenn Miðflokksins sendu henni erindi en nú hafa aðrir þingflokkar tekið undir beiðnina. Sjá einnig: „Á ekki von á að kalla saman þing“ Íslandsbanki var nýverið sektaður vegna sölu 22,5 prósenta eignarhluts bankans og vankanta á framkvæmd sölunnar. Seðlabankinn á enn eftir að skila úttekt á öðrum söluaðilum útboðsins og þá hefur Ríkisendurskoðandi tilkynnt framhaldsúttekt vegna söluferlisins, eins og fram kemur í yfirlýsingu frá þingflokksformönnunum. Sjá einnig: Brot bankans mögulega rakin til brotalama hjá Bankasýslunni Svandís Svavarsdóttir ,matvælaráðherra, stöðvaði hvalveiði tímabundið í síðasta mánuði, rétt áður en veiðarnar áttu að hefjast. Mikið hefur verið deilt um þá ákvörðun. Sjá einnig: „SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“ Þá var nýverið birt greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols en það er félag sem stofnað var árið 2016 af Bjarna Benediktssyni, þáverandi og núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, til þess að halda utan um þær eignir sem ríkið eignaðist vegna stöðugleikaframlaga.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Hvalveiðar Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka fyrr en í september. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Það verði gert þegar þing kemur saman aftur þar sem einungis sé hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka fyrr en í september. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Það verði gert þegar þing kemur saman aftur þar sem einungis sé hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38