„Enn annar metmánuðurinn hjá Play“ Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2023 09:51 Birgir Jónsson, forstjóri Play, er ánægður með árangurinn í júní. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flutti 160.979 farþega í júnímánuði, sem er langmesti farþegafjöldi sem fluttur hefur verið á einum mánuði hjá félaginu. Þetta segir í fréttatilkynningu frá félaginu um farþegatölur júnímánaðar. Þar segir einnig að fjöldi farþega hafi verið nærri fjórðungi meiri en í maí, þegar félagið flutti 128.894 farþega, en það hafi einnig verið metmánuður. Sætanýting í júní hafi verið 87,2 prósent og stundvísi félagsins 81,2 prósent. Af öllum farþegum sem flugu með félaginu í júní 2023, hafi 29,8 prósent verið á leið frá Íslandi, 25,8 prósent á leið til Íslands og 44,4 prósent verið tengifarþegar. Gríðarleg aukning milli ára Í tilkynningu segir að alls hafi 604.670 farþegar flogið með Play á fyrstu sex mánuðum ársins 2023, sem sé aukning um 154 prósent frá sama tímabili árið 2022 þegar 238.053 farþegar flugu með Play. Á öðrum ársfjórðungi 2023 hafi 392.325 farþegar flogið með Play, sem sé aukning um 117 prósent frá sama tímabili árið 2022 þegar 181.202 farþegar flugu með Play. „Árangurinn í metmánuðinum júní er að því leyti markverður að flugferðir félagsins til Toronto í Kanada hófust ekki fyrr en 22. júní. Það var því ekki nema í síðustu viku mánaðarins sem sú fjölfarna leið bættist inn í tölfræðina en eftirspurn hefur ekki látið á sér standa heldur er hún nú þegar mjög sterk beggja vegna Atlantshafs. Þá hefur Play bætt við tuttugu áfangastöðum við leiðakerfið á síðustu þremur mánuðum.“ Forstjórinn í skýjunum Birgir Jónsson forstjóri Play er ánægður með árangurinn í mánuðinum sem leið. „Júní var enn annar metmánuðurinn hjá Play. Þessi mánuður markaði upphaf sumarvertíðarinnar á lykilmörkuðum félagsins og við náðum þeim mikilvæga áfanga að bæta við tíundu flugvélinni í flotann. Það gekk frábærlega að hefja flug til nýrra staða sem og að endurræsa eldri áfangastaði, en fyrir sumarið bættum við um tuttugu áfangastöðum við leiðakerfið,“ er haft eftir honum í fréttatilkynningu. Þá segir hann að samstarfsfólki sínu hafi tekist mikið afrek með því að halda vel utan um starfsemi flugfélagsins og að á sama tíma hafi tvö hundruð nýir starfsmenn bæst í hópinn. Heilbrigðar rekstrartekjur ná jafnvægi „Eftir brattan vaxtarfasa að undanförnu, héldum við upp á það í mánuðinum að tvö ár eru liðin frá jómfrúarflugi félagsins. Þá var sérstakt gleðiefni að líta til þess að nú eru tíu vélar félagsins farnar að skapa slíkar rekstrartekjur, að þær ná heilbrigðu jafnvægi við grunnkostnað félagsins. Erfitt var að ná sama jafnvægi meðan á helsta vaxtartímabilinu stóð á síðustu tveimur árum,“ er haft eftir Birgi. Þá séu mikilvægurstu sumarmánuðurnir fram undan og horfurnar mjög bjartar; eftirspurnin sé mjög sterk og tekjur og arðsemi aukist. „Að lokum vil ég nefna hve stolt við erum af þeirri miklu viðurkenningu sem felst í útnefningu PLAY sem besta lággjaldaflugfélags í Norður-Evrópu og tíunda besta lággjaldaflugfélags í Evrópu. Þetta ber því vitni hve hart starfsfólk PLAY hefur lagt að sér við að gera félagið að því besta á markaðnum - og því ætlum við að halda áfram.“ Play Fréttir af flugi Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá félaginu um farþegatölur júnímánaðar. Þar segir einnig að fjöldi farþega hafi verið nærri fjórðungi meiri en í maí, þegar félagið flutti 128.894 farþega, en það hafi einnig verið metmánuður. Sætanýting í júní hafi verið 87,2 prósent og stundvísi félagsins 81,2 prósent. Af öllum farþegum sem flugu með félaginu í júní 2023, hafi 29,8 prósent verið á leið frá Íslandi, 25,8 prósent á leið til Íslands og 44,4 prósent verið tengifarþegar. Gríðarleg aukning milli ára Í tilkynningu segir að alls hafi 604.670 farþegar flogið með Play á fyrstu sex mánuðum ársins 2023, sem sé aukning um 154 prósent frá sama tímabili árið 2022 þegar 238.053 farþegar flugu með Play. Á öðrum ársfjórðungi 2023 hafi 392.325 farþegar flogið með Play, sem sé aukning um 117 prósent frá sama tímabili árið 2022 þegar 181.202 farþegar flugu með Play. „Árangurinn í metmánuðinum júní er að því leyti markverður að flugferðir félagsins til Toronto í Kanada hófust ekki fyrr en 22. júní. Það var því ekki nema í síðustu viku mánaðarins sem sú fjölfarna leið bættist inn í tölfræðina en eftirspurn hefur ekki látið á sér standa heldur er hún nú þegar mjög sterk beggja vegna Atlantshafs. Þá hefur Play bætt við tuttugu áfangastöðum við leiðakerfið á síðustu þremur mánuðum.“ Forstjórinn í skýjunum Birgir Jónsson forstjóri Play er ánægður með árangurinn í mánuðinum sem leið. „Júní var enn annar metmánuðurinn hjá Play. Þessi mánuður markaði upphaf sumarvertíðarinnar á lykilmörkuðum félagsins og við náðum þeim mikilvæga áfanga að bæta við tíundu flugvélinni í flotann. Það gekk frábærlega að hefja flug til nýrra staða sem og að endurræsa eldri áfangastaði, en fyrir sumarið bættum við um tuttugu áfangastöðum við leiðakerfið,“ er haft eftir honum í fréttatilkynningu. Þá segir hann að samstarfsfólki sínu hafi tekist mikið afrek með því að halda vel utan um starfsemi flugfélagsins og að á sama tíma hafi tvö hundruð nýir starfsmenn bæst í hópinn. Heilbrigðar rekstrartekjur ná jafnvægi „Eftir brattan vaxtarfasa að undanförnu, héldum við upp á það í mánuðinum að tvö ár eru liðin frá jómfrúarflugi félagsins. Þá var sérstakt gleðiefni að líta til þess að nú eru tíu vélar félagsins farnar að skapa slíkar rekstrartekjur, að þær ná heilbrigðu jafnvægi við grunnkostnað félagsins. Erfitt var að ná sama jafnvægi meðan á helsta vaxtartímabilinu stóð á síðustu tveimur árum,“ er haft eftir Birgi. Þá séu mikilvægurstu sumarmánuðurnir fram undan og horfurnar mjög bjartar; eftirspurnin sé mjög sterk og tekjur og arðsemi aukist. „Að lokum vil ég nefna hve stolt við erum af þeirri miklu viðurkenningu sem felst í útnefningu PLAY sem besta lággjaldaflugfélags í Norður-Evrópu og tíunda besta lággjaldaflugfélags í Evrópu. Þetta ber því vitni hve hart starfsfólk PLAY hefur lagt að sér við að gera félagið að því besta á markaðnum - og því ætlum við að halda áfram.“
Play Fréttir af flugi Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Sjá meira