Ísland í riðli með Frökkum og spilað í Stavanger Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2023 13:30 Íslenska landsliðið er á leið á HM í annað sinn, í lok þessa árs. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslenska kvennalandsliðið í handbolta dróst í riðil með Frakklandi, Slóveníu og Angóla, þegar dregið var í riðla fyrir heimsmeistaramótið í dag. HM fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð dagana 29. nóvember til 17. desember. Frakkar eru langsterkasta liðið í riðli Íslands en liðið er ríkjandi ólympíumeistari, silfurlið síðasta HM og varð í 4. sæti á EM í fyrra. Slóvenar urðu í 8. sæti á EM í fyrra og í 17. sæti á HM fyrir tveimur árum. Angóla er margfaldur Afríkumeistari og hefur átt fast sæti á HM en varð í 25. sæti á mótinu fyrir tveimur árum. Dregið var í Gautaborg í dag. Ísland er á meðal þeirra 32 þjóða sem spila á HM eftir að IHF tilkynnti á mánudag að Ísland og Austurríki hefðu fengið boðssætin tvö sem sambandið sér um að úthluta. Spila á sama stað og meistarar Þóris og gætu mætt þeim Riðill Íslands verður spilaður í Stavanger í Noregi. Ef Ísland verður í hópi þeirra þriggja liða sem komast upp úr D-riðli fer liðið í milliriðil með þremur liðum úr C-riðli, og verður milliriðillinn spilaður í Þrándheimi. Þar bíða ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, sem spila á heimavelli í Stavanger í C-riðli með Suður-Kóreu, Grænlandi og Austurríki. A-riðill í Gautaborg Svíþjóð Króatía Kína Senegal B-riðill í Helsingborg Svartfjallaland Ungverjaland Kamerún Paragvæ C-riðill í Stavanger Noregur Suður-Kórea Grænland Austurríki D-riðill í Stavanger Frakkland Slóvenía Angóla Ísland E-riðill í Herning Danmörk Rúmenía Serbía Síle F-riðill í Herning Þýskaland Pólland Japan Íran G-riðill í Fredrikshavn Brasilía Spánn Úkraína Kasakstan H-riðill í Fredrikshavn Holland Tékkland Argentína Kongó Þetta verður í annað sinn sem Ísland spilar á HM kvenna í handbolta en liðið varð í 12. sæti á HM í Brasilíu árið 2011. Leikstaðirnir á HM eru Herning og Frederikshavn í Danmörku, Stavanger og Þrándheimur í Noregi og Gautaborg og Helsingborg í Svíþjóð. Eins og fyrr segir taka 32 þjóðir þátt á HM og verður spilað í átta fjögurra liða riðlum. Þrjú efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram í milliriðla, þar sem tveir og tveir riðlar blandast saman, og verða milliriðlarnir því fjórir með samtals sex liðum í hverjum riðli. Tvö efstu liðin í hverjum milliriðli komast svo áfram í 8-liða úrslit. Liðin sem komast í 8-liða úrslit eiga möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári, því liðið sem verður heimsmeistari kemst beint þangað og liðin í 2.-7. sæti fá öruggt sæti í ólympíuumspilinu. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Frakkar eru langsterkasta liðið í riðli Íslands en liðið er ríkjandi ólympíumeistari, silfurlið síðasta HM og varð í 4. sæti á EM í fyrra. Slóvenar urðu í 8. sæti á EM í fyrra og í 17. sæti á HM fyrir tveimur árum. Angóla er margfaldur Afríkumeistari og hefur átt fast sæti á HM en varð í 25. sæti á mótinu fyrir tveimur árum. Dregið var í Gautaborg í dag. Ísland er á meðal þeirra 32 þjóða sem spila á HM eftir að IHF tilkynnti á mánudag að Ísland og Austurríki hefðu fengið boðssætin tvö sem sambandið sér um að úthluta. Spila á sama stað og meistarar Þóris og gætu mætt þeim Riðill Íslands verður spilaður í Stavanger í Noregi. Ef Ísland verður í hópi þeirra þriggja liða sem komast upp úr D-riðli fer liðið í milliriðil með þremur liðum úr C-riðli, og verður milliriðillinn spilaður í Þrándheimi. Þar bíða ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, sem spila á heimavelli í Stavanger í C-riðli með Suður-Kóreu, Grænlandi og Austurríki. A-riðill í Gautaborg Svíþjóð Króatía Kína Senegal B-riðill í Helsingborg Svartfjallaland Ungverjaland Kamerún Paragvæ C-riðill í Stavanger Noregur Suður-Kórea Grænland Austurríki D-riðill í Stavanger Frakkland Slóvenía Angóla Ísland E-riðill í Herning Danmörk Rúmenía Serbía Síle F-riðill í Herning Þýskaland Pólland Japan Íran G-riðill í Fredrikshavn Brasilía Spánn Úkraína Kasakstan H-riðill í Fredrikshavn Holland Tékkland Argentína Kongó Þetta verður í annað sinn sem Ísland spilar á HM kvenna í handbolta en liðið varð í 12. sæti á HM í Brasilíu árið 2011. Leikstaðirnir á HM eru Herning og Frederikshavn í Danmörku, Stavanger og Þrándheimur í Noregi og Gautaborg og Helsingborg í Svíþjóð. Eins og fyrr segir taka 32 þjóðir þátt á HM og verður spilað í átta fjögurra liða riðlum. Þrjú efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram í milliriðla, þar sem tveir og tveir riðlar blandast saman, og verða milliriðlarnir því fjórir með samtals sex liðum í hverjum riðli. Tvö efstu liðin í hverjum milliriðli komast svo áfram í 8-liða úrslit. Liðin sem komast í 8-liða úrslit eiga möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári, því liðið sem verður heimsmeistari kemst beint þangað og liðin í 2.-7. sæti fá öruggt sæti í ólympíuumspilinu.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira