Stærsti skjálftinn 4,8 að stærð Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2023 08:40 Skjálftavirknin í Fagradalsfjalli hefur verið linnulaus í morgun. Vísir/Vilhelm Fjórir skjálftar við Fagradalsfjall hafa mælst stærri en 4 frá klukkan 7:30 í morgun. Stærsti skjálftinn hefur mælst 4,8 að stærð en hann varð klukkan 8:21. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að virknin sem hófst við Fagradalsfjall í gær hafi haldið linnulaust áfram í nótt og hafi yfir 1.600 jarðskjálftar mælst. „Alls hafa átta skjálftar mælst yfir þremur að stærð og hafa þeir fundist vel á Reykjanesskaganum, höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Frá um kl. 07:30 hafa fjórir skjálftar yfir fjórum að stærð mælst, sá stærsti kl. 08:21, 4,6 að stærð. Búast má við áframhaldandi jarðskjálftavirkni næstu daga og er fólki ráðlagt frá því að ferðast um á svæðinu þar sem auknar líkur eru á grjóthruni,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt yfirförnum niðurstöðum á vef Veðurstofunnar er skjálftinn þó staðfestur sem 4,8 að stærð. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, er nú á leið til Grindavíkur en hann hefur verið í sumarfríi á Suðurlandi. Vísir/Arnar Grindvíkingar rólegir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir Grindvíkinga rólega vegna stöðuna enda öllu vanir. „Það er rólegt yfir fólkinu í bænum. Það voru einhverjir sem fundu fyrir skjálftunum í nótt og í morgun en aðrir sem sváfu þetta af sér.“ Fannar hefur sjálfur verið í fríi á Suðurlandi síðustu daga en er nú á leiðinni til Grindavíkur vegna stöðunnar. „Ég er búinn að heyra í nokkrum og fólk er rólegt. Við þekkjum þetta orðið og erum með allt klárt ef þarf. Almannavarnateymið fundar og samskipti eru mikil. Búast má við miklum straumi ferðamanna, en það er auðvitað þannig að það er ekki gott að vera þarna um þessar mundir þegar staðan er þessi,“ segir Fannar. Kvikuinnskot Í byrjun apríl á þessu ári hófst landris við Fagradalsfjall og er talið að virknin nú stafi af völdum kvikuinnskots á um fimm kílómetradýpi. Í tilkynningunni frá Veðurstofunni segir að sólarhringsvakt Veðurstofunnar muni halda áfram að vakta svæðið náið. „Vísindamenn Veðurstofunnar og Háskóla Íslands munu funda með Almannavörnum kl. 9 og fara yfir frekari gögn,“ segir í tilkynningunni. Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar klukkan 7:30 í morgun. Stórir skjálftar urðu einnig klukkan 7:42 og 7:46. Klukkan 8:21 varð skjálfti í kringum 4 að stærð. 5. júlí 2023 07:38 Almannavarnir funda með vísindamönnum klukkan 9 Yfir 1.600 jarðskjálftar hafa mælst við Fagradalsfjall frá því að hrina hófst í gær. Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð og frá klukkan 7.30 fjórir yfir fjórum, sá stærsti 4,6 stig. 5. júlí 2023 06:09 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að virknin sem hófst við Fagradalsfjall í gær hafi haldið linnulaust áfram í nótt og hafi yfir 1.600 jarðskjálftar mælst. „Alls hafa átta skjálftar mælst yfir þremur að stærð og hafa þeir fundist vel á Reykjanesskaganum, höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Frá um kl. 07:30 hafa fjórir skjálftar yfir fjórum að stærð mælst, sá stærsti kl. 08:21, 4,6 að stærð. Búast má við áframhaldandi jarðskjálftavirkni næstu daga og er fólki ráðlagt frá því að ferðast um á svæðinu þar sem auknar líkur eru á grjóthruni,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt yfirförnum niðurstöðum á vef Veðurstofunnar er skjálftinn þó staðfestur sem 4,8 að stærð. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, er nú á leið til Grindavíkur en hann hefur verið í sumarfríi á Suðurlandi. Vísir/Arnar Grindvíkingar rólegir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir Grindvíkinga rólega vegna stöðuna enda öllu vanir. „Það er rólegt yfir fólkinu í bænum. Það voru einhverjir sem fundu fyrir skjálftunum í nótt og í morgun en aðrir sem sváfu þetta af sér.“ Fannar hefur sjálfur verið í fríi á Suðurlandi síðustu daga en er nú á leiðinni til Grindavíkur vegna stöðunnar. „Ég er búinn að heyra í nokkrum og fólk er rólegt. Við þekkjum þetta orðið og erum með allt klárt ef þarf. Almannavarnateymið fundar og samskipti eru mikil. Búast má við miklum straumi ferðamanna, en það er auðvitað þannig að það er ekki gott að vera þarna um þessar mundir þegar staðan er þessi,“ segir Fannar. Kvikuinnskot Í byrjun apríl á þessu ári hófst landris við Fagradalsfjall og er talið að virknin nú stafi af völdum kvikuinnskots á um fimm kílómetradýpi. Í tilkynningunni frá Veðurstofunni segir að sólarhringsvakt Veðurstofunnar muni halda áfram að vakta svæðið náið. „Vísindamenn Veðurstofunnar og Háskóla Íslands munu funda með Almannavörnum kl. 9 og fara yfir frekari gögn,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar klukkan 7:30 í morgun. Stórir skjálftar urðu einnig klukkan 7:42 og 7:46. Klukkan 8:21 varð skjálfti í kringum 4 að stærð. 5. júlí 2023 07:38 Almannavarnir funda með vísindamönnum klukkan 9 Yfir 1.600 jarðskjálftar hafa mælst við Fagradalsfjall frá því að hrina hófst í gær. Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð og frá klukkan 7.30 fjórir yfir fjórum, sá stærsti 4,6 stig. 5. júlí 2023 06:09 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar klukkan 7:30 í morgun. Stórir skjálftar urðu einnig klukkan 7:42 og 7:46. Klukkan 8:21 varð skjálfti í kringum 4 að stærð. 5. júlí 2023 07:38
Almannavarnir funda með vísindamönnum klukkan 9 Yfir 1.600 jarðskjálftar hafa mælst við Fagradalsfjall frá því að hrina hófst í gær. Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð og frá klukkan 7.30 fjórir yfir fjórum, sá stærsti 4,6 stig. 5. júlí 2023 06:09