Hollenskir túristar gapandi hissa á snjókomu í júlí Máni Snær Þorláksson skrifar 4. júlí 2023 16:55 Erla Sigurlaug notaði hveragufuna til að hlýja sér á puttunum. Hún segir túristana í hópnum hafa verið hissa á veðrinu. Eric de Poiter Túristar á Norðurlandi voru heldur betur hissa þegar það byrjaði að snjóa á þau í dag. Leiðsögumaður sem er í hringferð með túristana segir að þeir hafi verið kátir þrátt fyrir að þeir hafi þurft að klæða sig í öll fötin sín. „Það var brjálað, það var bara snjór og hvítt,“ segir Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, leiðsögumaður sem starfar fyrir hollenska ferðaþjónustufyrirtækið Sawadee, í samtali við fréttastofu. Erla er í tólf daga hringferð með Hollendingum og eru þau þessa stundina stödd á Norðurlandi. Þar voru þau að skoða jarðhitasvæðin við Víti þegar þau lentu í snjókomu. „Aumingja túristarnir okkar voru bara gapandi hissa,“ segir Erla. Klippa: Snjókoma í júlí „Enginn bjóst við þessu, þau eru bara í öllum fötunum sínum og samt að krókna. Fjöllin voru bara hvít en þetta var áhugavert, að vera á jarðhitasvæði í jólasnjó í júlí.“ Erla segir að fólkið hafi auðvitað verið rosalega hissa. Hún hafi þó verið búin að sýna þeim veðurspána. „Ég var ekki alveg að trúa því að þetta myndi ganga eftir,“ segir hún. „Ég sem Íslendingur er gapandi hissa.“ Enginn pirringur í hópnum Þegar komið var að Víti var allt hvítt í fjöllunum þar í kring. Erla segir að túristarnir hafi ekki viljað eyða miklum tíma þar. „Þau rétt stukku út úr rútunni, kíktu og fóru aftur inn og sögðu: „Nei þetta er ekki hægt.“ Það var líka snjór og hávaðarok, ískalt. Það voru bara núll gráður.“ Erla segir að túristarnir viti af góða veðrinu fyrir sunnan og að þau skilji ekki hvað sé í gangi. Það sé þó enginn pirringur í því. „Það eru allir kátir, það er enginn sem hefði búist við þessu og ekki ég heldur,“ segir hún. Hér má sjá snjókomuna og snævi þakin fjöllin í bakgrunni.Erla Sigurlaug „Þau eru svo glöð með allt. En auðvitað allir í sjokki yfir deginum í dag og það var ekki mikið skoðað.“ Erla segist ekki hafa upplifað svona lagað á þessum tíma árs áður. „Í fyrra var ég sjálf hérna í júlí í stuttbuxum á fjallahjólinu að leika mér á sama svæði.“ Túristarnir voru kátir þrátt fyrir veðrið.Erla Sigurlaug Veður Þingeyjarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Sjá meira
„Það var brjálað, það var bara snjór og hvítt,“ segir Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, leiðsögumaður sem starfar fyrir hollenska ferðaþjónustufyrirtækið Sawadee, í samtali við fréttastofu. Erla er í tólf daga hringferð með Hollendingum og eru þau þessa stundina stödd á Norðurlandi. Þar voru þau að skoða jarðhitasvæðin við Víti þegar þau lentu í snjókomu. „Aumingja túristarnir okkar voru bara gapandi hissa,“ segir Erla. Klippa: Snjókoma í júlí „Enginn bjóst við þessu, þau eru bara í öllum fötunum sínum og samt að krókna. Fjöllin voru bara hvít en þetta var áhugavert, að vera á jarðhitasvæði í jólasnjó í júlí.“ Erla segir að fólkið hafi auðvitað verið rosalega hissa. Hún hafi þó verið búin að sýna þeim veðurspána. „Ég var ekki alveg að trúa því að þetta myndi ganga eftir,“ segir hún. „Ég sem Íslendingur er gapandi hissa.“ Enginn pirringur í hópnum Þegar komið var að Víti var allt hvítt í fjöllunum þar í kring. Erla segir að túristarnir hafi ekki viljað eyða miklum tíma þar. „Þau rétt stukku út úr rútunni, kíktu og fóru aftur inn og sögðu: „Nei þetta er ekki hægt.“ Það var líka snjór og hávaðarok, ískalt. Það voru bara núll gráður.“ Erla segir að túristarnir viti af góða veðrinu fyrir sunnan og að þau skilji ekki hvað sé í gangi. Það sé þó enginn pirringur í því. „Það eru allir kátir, það er enginn sem hefði búist við þessu og ekki ég heldur,“ segir hún. Hér má sjá snjókomuna og snævi þakin fjöllin í bakgrunni.Erla Sigurlaug „Þau eru svo glöð með allt. En auðvitað allir í sjokki yfir deginum í dag og það var ekki mikið skoðað.“ Erla segist ekki hafa upplifað svona lagað á þessum tíma árs áður. „Í fyrra var ég sjálf hérna í júlí í stuttbuxum á fjallahjólinu að leika mér á sama svæði.“ Túristarnir voru kátir þrátt fyrir veðrið.Erla Sigurlaug
Veður Þingeyjarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Sjá meira