Hvalveiðar við Íslandsstrendur Sigurður Þórðarson skrifar 3. júlí 2023 14:53 Eitt lítið dæmi, eða kannski ekki, um afleiðingu ákvörðunar matvælaráðherra um frestun hvalveiða. Er nú svo komið, að ríkjandi stjórnvöld geti ekki unað því, að enn búi hér í landi Íslendingar sem hafi alist upp við það, að einn megintilgangur hins daglega lífs sé að sjá sjálfum sér og sínu fólki fyrir lífsviðurværi með því að ganga til vinnu og afla fjárɁ Það hefur fólk gert um aldir, m.a. með því að sækja sjóinn og starfa til sveita. Þótt tæknin, hugvitið og almenn þjónusta á sviði heilbrigðis-, félags= og menntamála taki stærri hluta af vinnandi fólki til sín frá því sem áður var, má ekki gleyma því hvað skiptir meginmáli við að viðhalda því samfélagi sem við höfum búið til og er grundvöllur þeirra lífsgæða sem til staðar eru hér á eylandinu norður í höfum. Svo háttar til, að afabarn mitt hefur stundað nám erlendis síðustu þrjú árin. Komið heim hvert sumar til að vinna og afla fjár til að geta haldið áfram námi án þess að steypa sér í skuldir. Í sjálfu sér ekkert merkilegt við það, það hafa margir gert alla tíð. Á síðasta ári var unnið hjá Hvali hf. í Hvalfirði og var gert ráð fyrir að vinna þetta sumar líka í Hvalfirðinum. Flogið heim, tveimur dögum áður enn vertíðin átti að hefjast og gert ráð fyrir að starfa fram í septembermánuð. Á þessum tíma var að öllu óbreyttu séð fram á, að búið væri að afla fjár að mestu leyti fyrir uppihaldi og námskostnaði erlendis næsta skólaár og horfur nokkuð bjartar. Þegar lent var á Keflavíkurflugvelli, í sólarleysi en hressandi hreinu lofti, voru afabarninu sagðar þær fréttir, að vonir, sem bundnar hefðu verið við vinnu hér heima, væru að engu orðnar og ekki séð á þeirri stund hvað yrði um lokaár námsins erlendis. Svo væri talsmanni dýranna, matvælaráðherranum, fyrir að þakka. Nú væru það dýrin en ekki maðurinn sem réðu ferðinni. Nú er afabarnið að leita sér að vinnu út sumarið en ljóst er, að afrakstur sumarvinnunnar verður helmingi minni en búist var við með því að vinna í hvalstöðinni. Síðan matvælaráðherra tók ákvörðun um að stöðva hvalveiðar til septembermánaðar í ár, hafa formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins lýst sig mótfallna þeirri ákvörðun. Þeir lögðu áherslu á, að ákvörðun um stöðvun hvalveiða yrði endurskoðuð. Það þarf sennilega ekki að gera sér vonir um, að nokkur breyting verði á afstöðu matvælaráðherra í þessu máli en hvað svo? Ég skora á þá Vílhjálm Birgisson verkalýðsforingja og Kristján Loftsson, forstjóra Hvals, að snúa bökum saman og láta stjórnmálin og æðstu stjórnsýslu landsins standa frammi fyrir dómsvaldinu og réttlæta gerðir sínar í þessu máli. Einnig að sækja fébætur til ríkisins fyrir þá einstaklinga og fyrirtækið Hval sem urðu af miklum fjármunum vegna ákvörðunar matvælaráðherrans, sem skattgreiðendur landsins þurfa að endingu að inna af hendi þ.m.t. ég. Höfundur er afi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Eitt lítið dæmi, eða kannski ekki, um afleiðingu ákvörðunar matvælaráðherra um frestun hvalveiða. Er nú svo komið, að ríkjandi stjórnvöld geti ekki unað því, að enn búi hér í landi Íslendingar sem hafi alist upp við það, að einn megintilgangur hins daglega lífs sé að sjá sjálfum sér og sínu fólki fyrir lífsviðurværi með því að ganga til vinnu og afla fjárɁ Það hefur fólk gert um aldir, m.a. með því að sækja sjóinn og starfa til sveita. Þótt tæknin, hugvitið og almenn þjónusta á sviði heilbrigðis-, félags= og menntamála taki stærri hluta af vinnandi fólki til sín frá því sem áður var, má ekki gleyma því hvað skiptir meginmáli við að viðhalda því samfélagi sem við höfum búið til og er grundvöllur þeirra lífsgæða sem til staðar eru hér á eylandinu norður í höfum. Svo háttar til, að afabarn mitt hefur stundað nám erlendis síðustu þrjú árin. Komið heim hvert sumar til að vinna og afla fjár til að geta haldið áfram námi án þess að steypa sér í skuldir. Í sjálfu sér ekkert merkilegt við það, það hafa margir gert alla tíð. Á síðasta ári var unnið hjá Hvali hf. í Hvalfirði og var gert ráð fyrir að vinna þetta sumar líka í Hvalfirðinum. Flogið heim, tveimur dögum áður enn vertíðin átti að hefjast og gert ráð fyrir að starfa fram í septembermánuð. Á þessum tíma var að öllu óbreyttu séð fram á, að búið væri að afla fjár að mestu leyti fyrir uppihaldi og námskostnaði erlendis næsta skólaár og horfur nokkuð bjartar. Þegar lent var á Keflavíkurflugvelli, í sólarleysi en hressandi hreinu lofti, voru afabarninu sagðar þær fréttir, að vonir, sem bundnar hefðu verið við vinnu hér heima, væru að engu orðnar og ekki séð á þeirri stund hvað yrði um lokaár námsins erlendis. Svo væri talsmanni dýranna, matvælaráðherranum, fyrir að þakka. Nú væru það dýrin en ekki maðurinn sem réðu ferðinni. Nú er afabarnið að leita sér að vinnu út sumarið en ljóst er, að afrakstur sumarvinnunnar verður helmingi minni en búist var við með því að vinna í hvalstöðinni. Síðan matvælaráðherra tók ákvörðun um að stöðva hvalveiðar til septembermánaðar í ár, hafa formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins lýst sig mótfallna þeirri ákvörðun. Þeir lögðu áherslu á, að ákvörðun um stöðvun hvalveiða yrði endurskoðuð. Það þarf sennilega ekki að gera sér vonir um, að nokkur breyting verði á afstöðu matvælaráðherra í þessu máli en hvað svo? Ég skora á þá Vílhjálm Birgisson verkalýðsforingja og Kristján Loftsson, forstjóra Hvals, að snúa bökum saman og láta stjórnmálin og æðstu stjórnsýslu landsins standa frammi fyrir dómsvaldinu og réttlæta gerðir sínar í þessu máli. Einnig að sækja fébætur til ríkisins fyrir þá einstaklinga og fyrirtækið Hval sem urðu af miklum fjármunum vegna ákvörðunar matvælaráðherrans, sem skattgreiðendur landsins þurfa að endingu að inna af hendi þ.m.t. ég. Höfundur er afi.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar