Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2023 10:23 Niðurstaða áfrýjunardómstólsins er áfall fyrir Suellu Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, og bresku ríkisstjórnina. AP Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. Hælisleitendur og samtök sem styðja þá áfrýjuðu dómi lægra dómstigs um að Rúanda teldist öruggt ríki. Tveir dómarar af þremur við áfrýjunardómstólinn sneru úrskurðinum við og vísuðu til galla á hælisleitendakerfinu í Rúanda sem þýddi að veruleg hætta væri á því að hælisleitendum væri snúið aftur til landsins sem þeir flúðu upphaflega. Á meðan ekki er bætt úr þeim göllum megi bresk stjórnvöld ekki senda hælisleitendur þangað. Dómararnir tóku fram að þeir létu ekki í ljós neina efnislega skoðun á þeirri stefnu að senda hælisleitendur til þriðja ríkis. Það væri algerlega á hendi ríkisstjórnar landsins, ekki dómstóla. Bresk stjórnvöld greindu frá því í fyrra að þau hefðu náð samkomulagi við ríkisstjórn Rúanda um að senda hælisleitendur þangað og greiða milljónir punda fyrir. Sú stefna á meðal annars að koma í veg fyrir að flóttafólk freistist til þess að reyna að sigla yfir Ermarsund til Bretlands. Enn hefur þó ekkert orðið af því að hælisleitendur séu sendir til Rúanda, að sögn Politico. Dómstóll hafnaði því að stöðva áætlun stjórnvalda í fyrra. Suella Bravermen, innanríkisráðherra Bretlands, er sögð ætla að ávarpa breska þingið og lýsa næstu skrefum eftir niðurstöðu áfrýjunardómstólsins á eftir. Talsmaður rúandskara stjórnvalda mótmælti því að landið teldist ekki öruggt fyrir hælisleitendur og flóttafólk. Þvert á móti væri Rúanda eitt öruggasta ríki í heimi og flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefði viðurkennt að meðferð þess á flóttafólki væri til fyrirmyndar. Danir hafa einnig gert samkomulag við Rúanda um flutning hælisleitenda þangað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur lýst áhuga á að fara að fordæmi þeirra. Bretland Flóttamenn Rúanda Tengdar fréttir Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Hælisleitendur og samtök sem styðja þá áfrýjuðu dómi lægra dómstigs um að Rúanda teldist öruggt ríki. Tveir dómarar af þremur við áfrýjunardómstólinn sneru úrskurðinum við og vísuðu til galla á hælisleitendakerfinu í Rúanda sem þýddi að veruleg hætta væri á því að hælisleitendum væri snúið aftur til landsins sem þeir flúðu upphaflega. Á meðan ekki er bætt úr þeim göllum megi bresk stjórnvöld ekki senda hælisleitendur þangað. Dómararnir tóku fram að þeir létu ekki í ljós neina efnislega skoðun á þeirri stefnu að senda hælisleitendur til þriðja ríkis. Það væri algerlega á hendi ríkisstjórnar landsins, ekki dómstóla. Bresk stjórnvöld greindu frá því í fyrra að þau hefðu náð samkomulagi við ríkisstjórn Rúanda um að senda hælisleitendur þangað og greiða milljónir punda fyrir. Sú stefna á meðal annars að koma í veg fyrir að flóttafólk freistist til þess að reyna að sigla yfir Ermarsund til Bretlands. Enn hefur þó ekkert orðið af því að hælisleitendur séu sendir til Rúanda, að sögn Politico. Dómstóll hafnaði því að stöðva áætlun stjórnvalda í fyrra. Suella Bravermen, innanríkisráðherra Bretlands, er sögð ætla að ávarpa breska þingið og lýsa næstu skrefum eftir niðurstöðu áfrýjunardómstólsins á eftir. Talsmaður rúandskara stjórnvalda mótmælti því að landið teldist ekki öruggt fyrir hælisleitendur og flóttafólk. Þvert á móti væri Rúanda eitt öruggasta ríki í heimi og flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefði viðurkennt að meðferð þess á flóttafólki væri til fyrirmyndar. Danir hafa einnig gert samkomulag við Rúanda um flutning hælisleitenda þangað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur lýst áhuga á að fara að fordæmi þeirra.
Bretland Flóttamenn Rúanda Tengdar fréttir Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43