Umdeildi forsetinn sagður ráða því hvort Ísland fari á HM Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2023 12:30 Örlög stelpnanna okkar virðast vera í höndum Hassan Moustafa, forseta IHF. SAMSETT/HULDA MARGRÉT/Jan Woitas Þrátt fyrir að aðeins rétt rúm vika sé í að dregið verði í riðla fyrir heimsmeistaramót kvenna í handbolta þá hefur IHF, alþjóða handknattleikssambandið, ekki enn gefið út hvort að Ísland fái sæti á mótinu. Ísland er á meðal þeirra þjóða sem að sóst hafa eftir þeim tveimur boðsætum (e. Wild Card) sem enn eru laus á mótinu, sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð 29. nóvember til 17. desember. Samkvæmt upplýsingum frá HSÍ er reiknað með svari frá IHF í þessari viku, eða strax eftir helgi, enda verður dregið í riðla í Gautaborg á fimmtudaginn í næstu viku. RÚV fjallar um þetta mál á vef sínum í dag og segir að svo virðist sem að ákvörðunin um sætin tvö sé háð geðþótta Hassan Moustafa, forseta IHF. Hinn 78 ára gamli Moustafa hefur verið forseti IHF frá aldamótum og verið vægast sagt umdeildur, og skoraði sambandið ekki hátt í greiningu fyrir samtökin Play The Game, sem vinna að því að uppræta spillingu í íþróttum, varðandi gagnsæi, lýðræðislega ferla og fleira. Íslenska landsliðið tapaði í umspili um HM-sæti gegn Ungverjalandi, samtals 59-49, en aðeins Austurríki tapaði með minni mun í umspilinu. Í grein RÚV segir að engar upplýsingar hafi fengist frá IHF um það hvaða þjóðir fái boðskortin tvö og hvenær ákvörðun liggi fyrir. Sérstakt ráð innan sambandsins, IHF Council, eigi að taka ákvörðunina en að samkvæmt heimildum RÚV komi það ráð ekki saman næst fyrr en í ágúst. Moustafa muni í raun taka ákvörðunina og bera undir nefndarfólk til samþykktar, með tölvupóstsamskiptum. Þá hefur RÚV einnig heimildir fyrir því að forysta HSÍ hafi hitt Moustafa í Köln fyrr í þessum mánuði, þegar úrslitin réðust í Meistaradeild Evrópu, og ítrekað umsókn sína um að komast á HM. Íslenska kvennalandsliðið hefur einu sinni komist á HM en það var árið 2011 í Brasilíu, þar sem liðið hafnaði í 12. sæti. HM 2023 í handbolta Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Ísland er á meðal þeirra þjóða sem að sóst hafa eftir þeim tveimur boðsætum (e. Wild Card) sem enn eru laus á mótinu, sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð 29. nóvember til 17. desember. Samkvæmt upplýsingum frá HSÍ er reiknað með svari frá IHF í þessari viku, eða strax eftir helgi, enda verður dregið í riðla í Gautaborg á fimmtudaginn í næstu viku. RÚV fjallar um þetta mál á vef sínum í dag og segir að svo virðist sem að ákvörðunin um sætin tvö sé háð geðþótta Hassan Moustafa, forseta IHF. Hinn 78 ára gamli Moustafa hefur verið forseti IHF frá aldamótum og verið vægast sagt umdeildur, og skoraði sambandið ekki hátt í greiningu fyrir samtökin Play The Game, sem vinna að því að uppræta spillingu í íþróttum, varðandi gagnsæi, lýðræðislega ferla og fleira. Íslenska landsliðið tapaði í umspili um HM-sæti gegn Ungverjalandi, samtals 59-49, en aðeins Austurríki tapaði með minni mun í umspilinu. Í grein RÚV segir að engar upplýsingar hafi fengist frá IHF um það hvaða þjóðir fái boðskortin tvö og hvenær ákvörðun liggi fyrir. Sérstakt ráð innan sambandsins, IHF Council, eigi að taka ákvörðunina en að samkvæmt heimildum RÚV komi það ráð ekki saman næst fyrr en í ágúst. Moustafa muni í raun taka ákvörðunina og bera undir nefndarfólk til samþykktar, með tölvupóstsamskiptum. Þá hefur RÚV einnig heimildir fyrir því að forysta HSÍ hafi hitt Moustafa í Köln fyrr í þessum mánuði, þegar úrslitin réðust í Meistaradeild Evrópu, og ítrekað umsókn sína um að komast á HM. Íslenska kvennalandsliðið hefur einu sinni komist á HM en það var árið 2011 í Brasilíu, þar sem liðið hafnaði í 12. sæti.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira