„Mér er bara svo misboðið“ Máni Snær Þorláksson skrifar 28. júní 2023 10:05 Björn Leví, Vilhjálmur og Helga Vala eru á meðal þeirra sem tjá sig um málið. Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. Hinn 23 ára gamli Jakub Polkowski keypti lítið einbýlishús í Keflavík gegn staðgreiðslu árið 2018. Þá var Jakub nýorðinn átján ára gamall en hann keypti húsið fyrir bætur sem hann hlaut vega alvarlegra læknamistaka. Jakub borgaði ekki fasteignagjöld, vatnsgjöld eða tryggingar af eigninni og voru heildarskuldir komnar upp í tvær og hálfa milljón þegar farið var í innheimtu. Hann segist ekki hafa vitað af því að hann þyrfti að greiða slík gjöld þar sem hann staðgreiddi húsið. „Ég bara vissi ekki að maður þyrfti að borga af húsinu þegar maður er búinn að kaupa hús,“ útskýrir hann í samtali við RÚV sem fjallaði um málið í kvöldfréttum sínum í gær. Húsið var sett á nauðungaruppboð en Jakub vissi sjálfur ekki af uppboðinu. Aðeins eitt boð var í húsið og hljóðaði það einungis upp á þrjár milljónir. Þrátt fyrir að húsið sé verðmetið á 57 milljónir var því tilboði tekið og á nú að bera Jakub og fjölskyldu út næsta föstudag. Samkvæmt frétt RÚV kom tilboðið frá útgerðarmanni í Sandgerði. Þingmenn bregðast við Það er óhætt að segja að þetta mál hefur vakið töluverða athygli í samfélaginu. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem tjáir sig um málið. Í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni bendir hún á að það hvíli leiðbeiningarskylda á stjórnvöldum samkvæmt stjórnsýslulögum. Helga Vala furðar sig á því að aðstæðurnar hjá Jakub hafi ekki verið kannaðar betur.Vísir/Vilhelm „Nú er þetta ekki slíkt milljónasamfélag að ekki sé hægt að spyrjast fyrir um aðstæður. Hvernig geti til dæmis staðið á því að einstaklingur greiðir ekki orkureikninga og fasteignagjöld af skuldlausu húsi sínu og hvaða aðstæður valdi því að hann sinni í engu boðunum stjórnvalda. Hefði verið úr vegi að prófa að hringja? Spyrjast fyrir? Kanna hvort eitthvert bréfanna hefði borist? Hvort fólk væri yfirleitt búsett þarna eða mögulega ekki á lífi? Hvernig getur slíkt sinnuleysi átt sér stað í örsamfélagi?“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, furðar sig einnig á málinu. „Þetta er fáránlegt,“ segir hann á Facebook. „Þetta er það sem lyklalögin eiga að snúast um, meðal annars. Að fólk glati aldrei sínum eignarhluta.“ Björn Leví segir að það séu lög sem eigi að sjá til þess að fólkl glati ekki sínum hluta.Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, segir að Hagsmunasamtök heimilanna fordæmi framgöngu alla hlutaðeigandi í málinu en hún er formaður samtakanna. Hún segir að ef rétt hefði verið staðið að málum hefði aldrei átt að þurfa að koma til þess að svona langt yrði gengið. Þá segir Ásthildur að samtökin hafi ítrekað skorað á stjórnvöld að endurskoða lög um nauðungarsölu frá árinu 1991, þau séu fyrir löngu orðin barn síns tíma. „Dæmi sem þessi sýna fram á nauðsyn þess og er krafa samtakanna um endurskoðun viðkomandi laga því hér með ítrekuð.“ Ásthildur Lóa segir Hagsmunasamtök heimilanna fordæma framgöngu allra sem eiga hlut að málinu.Vísir/Vilhelm Vill að málið sé rannsakað Illugi Jökulsson rithöfundur tjáir sig einnig um málið. Hann segir að framganga sýslumanns sé glæpsamleg og að það verði að vinda ofan af þessu strax. Þá vill hann að Ásdísi Ármannsdóttur, sýslumanni á Suðurnesjum, sé vikið frá á meðan málið er rannsakað. „Þessi ungi maður hefur greinilega takmarkaða getu til að gæta hagsmuna sinna. Það hefði Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður átt að gera en hún lætur líðast að útgerðarmaður kaupi skuldlaust 50 milljón króna hús á 3 milljónir. Rannsaka verður tengsl sýslumannsins og útgerðarmannsins.“ Þá vill hann að farið sé í að rannsaka þetta mál tafarlaust. „Ef ráðuneyti, saksóknarar og ríkislögreglustjóri hefja ekki tafarlausa (strax í dag) rannsókn á því hvernig og hvers vegna Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður og önnur máttarvöld á Suðurnesjum gátu níðst svo á unga manninum með húsið í þágu útgerðarmanns í Sandgerði, þá eru öll þau yfirvöld einskis virði.“ Illugi Jökulsson vill að málið sé rannsakað og það strax.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, leggur einnig orð í belg á sinni Facebook-síðu „Svona gera menn ekki, enda blasir það við að þessi einstaklingur þarf hjálp og það er ekkert annað að gera en vinda ofan af þessari vitleysu,“ segir hann. Þá segist Vilhjálmur ekki trúa því að sá sem keypti eignina á þrjár milljónir hafi samvisku til að taka við henni. „Ef hægt er að láta þennan gjörning ganga til baka þá er spurning að einhver í Reykjanesbæ fái uppgefið hvað þessi einstaklingur skuldar og hefja söfnun fyrir hann til að komast á núllið.“ Vilhjálmur Birgisson segir að sér sé misboðið.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur segir svo að félagsþjónusta Reykjanesbæjar eigi að hjálpa Jakub með sín fjármál. Mikilvægt sé að hann fái alla þá aðstoð sem hann þarf. „Mér er bara svo misboðið,“ segir hann að lokum. Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Reykjanesbær Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Jakub Polkowski keypti lítið einbýlishús í Keflavík gegn staðgreiðslu árið 2018. Þá var Jakub nýorðinn átján ára gamall en hann keypti húsið fyrir bætur sem hann hlaut vega alvarlegra læknamistaka. Jakub borgaði ekki fasteignagjöld, vatnsgjöld eða tryggingar af eigninni og voru heildarskuldir komnar upp í tvær og hálfa milljón þegar farið var í innheimtu. Hann segist ekki hafa vitað af því að hann þyrfti að greiða slík gjöld þar sem hann staðgreiddi húsið. „Ég bara vissi ekki að maður þyrfti að borga af húsinu þegar maður er búinn að kaupa hús,“ útskýrir hann í samtali við RÚV sem fjallaði um málið í kvöldfréttum sínum í gær. Húsið var sett á nauðungaruppboð en Jakub vissi sjálfur ekki af uppboðinu. Aðeins eitt boð var í húsið og hljóðaði það einungis upp á þrjár milljónir. Þrátt fyrir að húsið sé verðmetið á 57 milljónir var því tilboði tekið og á nú að bera Jakub og fjölskyldu út næsta föstudag. Samkvæmt frétt RÚV kom tilboðið frá útgerðarmanni í Sandgerði. Þingmenn bregðast við Það er óhætt að segja að þetta mál hefur vakið töluverða athygli í samfélaginu. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem tjáir sig um málið. Í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni bendir hún á að það hvíli leiðbeiningarskylda á stjórnvöldum samkvæmt stjórnsýslulögum. Helga Vala furðar sig á því að aðstæðurnar hjá Jakub hafi ekki verið kannaðar betur.Vísir/Vilhelm „Nú er þetta ekki slíkt milljónasamfélag að ekki sé hægt að spyrjast fyrir um aðstæður. Hvernig geti til dæmis staðið á því að einstaklingur greiðir ekki orkureikninga og fasteignagjöld af skuldlausu húsi sínu og hvaða aðstæður valdi því að hann sinni í engu boðunum stjórnvalda. Hefði verið úr vegi að prófa að hringja? Spyrjast fyrir? Kanna hvort eitthvert bréfanna hefði borist? Hvort fólk væri yfirleitt búsett þarna eða mögulega ekki á lífi? Hvernig getur slíkt sinnuleysi átt sér stað í örsamfélagi?“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, furðar sig einnig á málinu. „Þetta er fáránlegt,“ segir hann á Facebook. „Þetta er það sem lyklalögin eiga að snúast um, meðal annars. Að fólk glati aldrei sínum eignarhluta.“ Björn Leví segir að það séu lög sem eigi að sjá til þess að fólkl glati ekki sínum hluta.Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, segir að Hagsmunasamtök heimilanna fordæmi framgöngu alla hlutaðeigandi í málinu en hún er formaður samtakanna. Hún segir að ef rétt hefði verið staðið að málum hefði aldrei átt að þurfa að koma til þess að svona langt yrði gengið. Þá segir Ásthildur að samtökin hafi ítrekað skorað á stjórnvöld að endurskoða lög um nauðungarsölu frá árinu 1991, þau séu fyrir löngu orðin barn síns tíma. „Dæmi sem þessi sýna fram á nauðsyn þess og er krafa samtakanna um endurskoðun viðkomandi laga því hér með ítrekuð.“ Ásthildur Lóa segir Hagsmunasamtök heimilanna fordæma framgöngu allra sem eiga hlut að málinu.Vísir/Vilhelm Vill að málið sé rannsakað Illugi Jökulsson rithöfundur tjáir sig einnig um málið. Hann segir að framganga sýslumanns sé glæpsamleg og að það verði að vinda ofan af þessu strax. Þá vill hann að Ásdísi Ármannsdóttur, sýslumanni á Suðurnesjum, sé vikið frá á meðan málið er rannsakað. „Þessi ungi maður hefur greinilega takmarkaða getu til að gæta hagsmuna sinna. Það hefði Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður átt að gera en hún lætur líðast að útgerðarmaður kaupi skuldlaust 50 milljón króna hús á 3 milljónir. Rannsaka verður tengsl sýslumannsins og útgerðarmannsins.“ Þá vill hann að farið sé í að rannsaka þetta mál tafarlaust. „Ef ráðuneyti, saksóknarar og ríkislögreglustjóri hefja ekki tafarlausa (strax í dag) rannsókn á því hvernig og hvers vegna Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður og önnur máttarvöld á Suðurnesjum gátu níðst svo á unga manninum með húsið í þágu útgerðarmanns í Sandgerði, þá eru öll þau yfirvöld einskis virði.“ Illugi Jökulsson vill að málið sé rannsakað og það strax.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, leggur einnig orð í belg á sinni Facebook-síðu „Svona gera menn ekki, enda blasir það við að þessi einstaklingur þarf hjálp og það er ekkert annað að gera en vinda ofan af þessari vitleysu,“ segir hann. Þá segist Vilhjálmur ekki trúa því að sá sem keypti eignina á þrjár milljónir hafi samvisku til að taka við henni. „Ef hægt er að láta þennan gjörning ganga til baka þá er spurning að einhver í Reykjanesbæ fái uppgefið hvað þessi einstaklingur skuldar og hefja söfnun fyrir hann til að komast á núllið.“ Vilhjálmur Birgisson segir að sér sé misboðið.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur segir svo að félagsþjónusta Reykjanesbæjar eigi að hjálpa Jakub með sín fjármál. Mikilvægt sé að hann fái alla þá aðstoð sem hann þarf. „Mér er bara svo misboðið,“ segir hann að lokum.
Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Reykjanesbær Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira