Um leikskólamál. Erum við á þriðju vaktinni í vinnunni? Hildur Sveinsdóttir skrifar 28. júní 2023 09:00 Nú hefur verið fjallað talsvert um þriðju vaktina og þá ábyrgð sem henni fylgir. Það er staðreynd að þriðja vaktin er til og oftar en ekki eru þetta verkefni sem konur sinna á sínum heimilum. Það er bara þannig að við konur sinnum þessum verkefnum oft stundum á okkar eigin kostnað. Hver þekkir ekki það að setja sjálfan sig á hakann til þess að aðrir í fjölskyldunni geti gert sitt og að allt gangi upp. En förum við konur í þetta hlutverk líka þegar kemur að vinnuframlagi, launum og álagi ? Nú tilheyri ég vinnustétt sem er talin til kvennavinnustéttar og eru meiri hluti starfsmanna konur á mínum vinnustað. Það er nú þannig að við sem vinnum með börnum og störfum í leikskólum erum einstaklega sveigjanleg, tökum á okkur allskonar auka álag og erum alltaf tilbúin að leggja á okkur meira til að halda uppi faglegu starfi og að börnunum líði sem best. En við fáum það ekki alltaf metið til launa eða þá ábyrgð sem við stöndum undir. Hvað er meiri ábyrgð en að stuðla að öryggi og vellíðan barnanna okkar ? Það er staðreynd að margir upplifa kulnun í starfi þegar kemur að störfum sem tilheyra kennslu, uppeldi og umönnun. En af hverju er það ? Erum við á þriðju vaktinni líka þar ? Erum við að leggja meira til starfsins en launaseðillin og starfalýsing segir til um ? Erum við að starfa undir of miklu álagi ? Erum við að taka hagsmuni annara fram yfir okkar eigin ? Það er staðreynd að víða í leikskólum landsins er mannekla, starfsfólk endist ekki í starfi og langtíma veikindaorlof eru algeng. Það gengur illa að endurnýja leikskólakennarastéttina og starfsfólk leikskólanna fer í önnur störf. En af hverju er þetta svona ? Af hverju er þessi staða komin upp ? Jú því við erum alltaf að redda, láta allt ganga upp og erum að taka á okkur meira en góðu hófi gegnir. Við erum starfstétt sem erum á fyrstu, annarri og þriðju vaktinni. Við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt, við þurfum að hugsa þetta út frá því hvað er börnunum fyrir bestu og starfsfólkinu líka. Við þurfum að hætta að hugsa um hvað komast mörg börn inn á hvern leikskóla óháð fermetrafjölda og starfsgildum. Við þurfum að fara að hugsa um hvað komast mörg börn inn á leikskólann þannig að allir fái það sem þeir þurfa, bæði að starfið sé faglegt og að börn fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda. Við þurfum að geta komið á móts við þarfir allra barna og hafa tækifæri til þess að nýta rétt þann góða mannauð sem inn á leikskólum starfar. Vilja ekki allir að leikskólarnir séu menntastofnanir með faglegt starf að leiðarljósi en ekki geymslupláss ? Við starfsfólk leikskólanna verðum líka að hætta að taka endalaust á okkur meira álag, sætta okkur við að starfa í umhverfi þar sem okkur finnst við ekki ráða við starfið, þar sem álagið er einfaldlega of mikið og við erum að brenna út. Við verðum að hætta að vera líka á þriðju vaktinni í vinnunni okkar. Það er komin tími á að breyta þessu og gera leikskólanna að stað þar sem allir fá notið sín, bæði starfsfólk og börn. Höfundur er starfandi leikskólaliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Nú hefur verið fjallað talsvert um þriðju vaktina og þá ábyrgð sem henni fylgir. Það er staðreynd að þriðja vaktin er til og oftar en ekki eru þetta verkefni sem konur sinna á sínum heimilum. Það er bara þannig að við konur sinnum þessum verkefnum oft stundum á okkar eigin kostnað. Hver þekkir ekki það að setja sjálfan sig á hakann til þess að aðrir í fjölskyldunni geti gert sitt og að allt gangi upp. En förum við konur í þetta hlutverk líka þegar kemur að vinnuframlagi, launum og álagi ? Nú tilheyri ég vinnustétt sem er talin til kvennavinnustéttar og eru meiri hluti starfsmanna konur á mínum vinnustað. Það er nú þannig að við sem vinnum með börnum og störfum í leikskólum erum einstaklega sveigjanleg, tökum á okkur allskonar auka álag og erum alltaf tilbúin að leggja á okkur meira til að halda uppi faglegu starfi og að börnunum líði sem best. En við fáum það ekki alltaf metið til launa eða þá ábyrgð sem við stöndum undir. Hvað er meiri ábyrgð en að stuðla að öryggi og vellíðan barnanna okkar ? Það er staðreynd að margir upplifa kulnun í starfi þegar kemur að störfum sem tilheyra kennslu, uppeldi og umönnun. En af hverju er það ? Erum við á þriðju vaktinni líka þar ? Erum við að leggja meira til starfsins en launaseðillin og starfalýsing segir til um ? Erum við að starfa undir of miklu álagi ? Erum við að taka hagsmuni annara fram yfir okkar eigin ? Það er staðreynd að víða í leikskólum landsins er mannekla, starfsfólk endist ekki í starfi og langtíma veikindaorlof eru algeng. Það gengur illa að endurnýja leikskólakennarastéttina og starfsfólk leikskólanna fer í önnur störf. En af hverju er þetta svona ? Af hverju er þessi staða komin upp ? Jú því við erum alltaf að redda, láta allt ganga upp og erum að taka á okkur meira en góðu hófi gegnir. Við erum starfstétt sem erum á fyrstu, annarri og þriðju vaktinni. Við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt, við þurfum að hugsa þetta út frá því hvað er börnunum fyrir bestu og starfsfólkinu líka. Við þurfum að hætta að hugsa um hvað komast mörg börn inn á hvern leikskóla óháð fermetrafjölda og starfsgildum. Við þurfum að fara að hugsa um hvað komast mörg börn inn á leikskólann þannig að allir fái það sem þeir þurfa, bæði að starfið sé faglegt og að börn fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda. Við þurfum að geta komið á móts við þarfir allra barna og hafa tækifæri til þess að nýta rétt þann góða mannauð sem inn á leikskólum starfar. Vilja ekki allir að leikskólarnir séu menntastofnanir með faglegt starf að leiðarljósi en ekki geymslupláss ? Við starfsfólk leikskólanna verðum líka að hætta að taka endalaust á okkur meira álag, sætta okkur við að starfa í umhverfi þar sem okkur finnst við ekki ráða við starfið, þar sem álagið er einfaldlega of mikið og við erum að brenna út. Við verðum að hætta að vera líka á þriðju vaktinni í vinnunni okkar. Það er komin tími á að breyta þessu og gera leikskólanna að stað þar sem allir fá notið sín, bæði starfsfólk og börn. Höfundur er starfandi leikskólaliði.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun