Dæmi um að fólk leiti sér matar í ruslatunnum í Reykjanesbæ Bjarki Sigurðsson skrifar 23. júní 2023 19:35 Anna Valdís Jónsdóttir er varaformaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Vísir/Dúi Allt að fimm hundruð manns mæta í hverri viku til að fá matargjöf hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ en stór hluti þeirra eru hælisleitendur. Verkefnastjóri hjálparsamtakanna segir stjórnvöld verða að aðstoða fólk betur fyrst því er boðið að koma hingað til lands. Fjölskylduhjálp Íslands er með matarúthlutanir bæði í Reykjavík og í Keflavík. Í Keflavík er starfsemin algjörlega sprungin að sögn Önnu Valdísar Jónsdóttur, varaformanns og verkefnastjóra félagsins. Í síðustu viku komu til að mynda fimm hundruð manns en einungis var til matur fyrir fjögur hundruð manns. Því voru um hundrað manns sem þurftu að fara heim án matar. Í dag var aftur úthlutun og mættu þá 350 manns og biðu úti í rokinu eftir því að fá mat. Anna segir fjölgun fólks sem þarf á aðstoð Fjölskylduhjálpar að halda vera gífurlega og vill að stjórnvöld byrji að standa í lappirnar. Til að mynda hafi hún heyrt dæmi um fólk sem mætti til landsins í leit að skjóli en þurfti að leita í ruslatunnum eftir mat. „Ég frétti af kunningjafólki mínu um daginn að það var hópur fólks sem kom, að ég held, frá Venesúela. Því var keyrt á hótel hér í bænum og þetta fólk vaknaði um nóttina og fólkið var að gramsa í ruslatunnunum eftir mat. Þetta fólk er að leita að betra lífi, við erum búin að bjóða þetta fólk velkomið svo verðum að standa okkur í því sem við erum að gera. Þetta fólk er að leita að betra lífi, við erum búin að bjóða þetta fólk velkomið svo verðum að standa okkur í því sem við erum að gera,“ segir Anna. Ekki er mikið pláss á bak við hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ fyrir matinn sem er gefinn.Vísir/Dúi Hún vill meina að Íslendingar kunni ekki að búa í fjölmenningarsamfélögum. „Við Íslendingar kunnum ekki á þetta, við kunnum ekki að lifa með þessu. Ég veit að fólk setur mikið út á það en þetta er bara fólk. Það má aldrei gleyma því. Það vill girða hér um fjölskylduhjálpina, það vill enginn sjá þetta. En þetta er ekki svona. Ef við þyrftum að flýja okkar land, værum við ekki ánægð ef okkur yrði tekið með opnum örmum og okkur hjálpað,“ segir Anna. Þá þurfi Reykjanesbær að styðja við starfsemina. „Reykjanesbær á að bera smá ábyrgð með okkur. Við höfum gert eins vel og við getum og þau eiga að gera það líka. Þeir sköffuðu okkur húsnæði í Covid og þar var gott að vinna, fólk gat staðið inni. Núna er það hræðilegt að bjóða fólki upp á þessu,“ segir Anna að lokum. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Hjálparstarf Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands er með matarúthlutanir bæði í Reykjavík og í Keflavík. Í Keflavík er starfsemin algjörlega sprungin að sögn Önnu Valdísar Jónsdóttur, varaformanns og verkefnastjóra félagsins. Í síðustu viku komu til að mynda fimm hundruð manns en einungis var til matur fyrir fjögur hundruð manns. Því voru um hundrað manns sem þurftu að fara heim án matar. Í dag var aftur úthlutun og mættu þá 350 manns og biðu úti í rokinu eftir því að fá mat. Anna segir fjölgun fólks sem þarf á aðstoð Fjölskylduhjálpar að halda vera gífurlega og vill að stjórnvöld byrji að standa í lappirnar. Til að mynda hafi hún heyrt dæmi um fólk sem mætti til landsins í leit að skjóli en þurfti að leita í ruslatunnum eftir mat. „Ég frétti af kunningjafólki mínu um daginn að það var hópur fólks sem kom, að ég held, frá Venesúela. Því var keyrt á hótel hér í bænum og þetta fólk vaknaði um nóttina og fólkið var að gramsa í ruslatunnunum eftir mat. Þetta fólk er að leita að betra lífi, við erum búin að bjóða þetta fólk velkomið svo verðum að standa okkur í því sem við erum að gera. Þetta fólk er að leita að betra lífi, við erum búin að bjóða þetta fólk velkomið svo verðum að standa okkur í því sem við erum að gera,“ segir Anna. Ekki er mikið pláss á bak við hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ fyrir matinn sem er gefinn.Vísir/Dúi Hún vill meina að Íslendingar kunni ekki að búa í fjölmenningarsamfélögum. „Við Íslendingar kunnum ekki á þetta, við kunnum ekki að lifa með þessu. Ég veit að fólk setur mikið út á það en þetta er bara fólk. Það má aldrei gleyma því. Það vill girða hér um fjölskylduhjálpina, það vill enginn sjá þetta. En þetta er ekki svona. Ef við þyrftum að flýja okkar land, værum við ekki ánægð ef okkur yrði tekið með opnum örmum og okkur hjálpað,“ segir Anna. Þá þurfi Reykjanesbær að styðja við starfsemina. „Reykjanesbær á að bera smá ábyrgð með okkur. Við höfum gert eins vel og við getum og þau eiga að gera það líka. Þeir sköffuðu okkur húsnæði í Covid og þar var gott að vinna, fólk gat staðið inni. Núna er það hræðilegt að bjóða fólki upp á þessu,“ segir Anna að lokum.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Hjálparstarf Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira