Ætla að gera tilraunir með göngugötu á Ísafirði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. júní 2023 08:46 Veitingahúsagestir í sól og sumaryl á Ísafirði. Vísir/Vilhelm Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vill gera tilraunir með að gera Hafnarstræti í Skutulsfirði að göngugötu á þeim dögum sem margir farþegar skemmtiskipa eru í bænum. Formaður bæjarráðs vonast til þess að hægt verði að prófa nýtt fyrirkomulag nokkra daga strax í sumar. „Við höfum aldrei prófað þetta áður,“ segir Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í samtali við Vísi en um er að ræða hans eigin tillögu. Hugmyndin er að Hafnarstræti, frá gatnamótum við Austurveg verði göngugata milli kl. 09:00 og 15:00, að teknu tilliti til vörulosunar og aksturs fatlaðra. Í minnisblaði sínu til bæjarstjórnar vegna málsins leggur Gylfi til að miðað verði við samanlagt 3000 farþega skemmtiskipa. Það myndi þýða að gatan yrði að göngugötu 30 daga á ári en það þótti full bratt fyrst um sinn. Gylfi segir áherslu lagða á að göngugatan verði prófuð í sátt við íbúa.Vísir Fimm til sex dagar á ári „Það var upprunalega hugmyndin en okkur langar fyrst til þess að prófa þetta með íbúum og datt þá í hug að miða frekar við 5000 farþega sem eru fimm til sex dagar á ári og verður þetta því tilraun í sumar,“ segir Gylfi sem segir að lögð verði áhersla á að gera þetta í sátt við íbúa. Vonast er til þess að þetta bæti bæjarbrag og auki umferðaröryggi gangandi, styðji við verslun í miðbænum, í húsnæði eða söluvögnum og hvetji íbúa til þess að fara erinda sinna hjólandi eða gangandi þá daga sem margir farþegar eru í höfn, að því er fram kemur í minnisblaðinu. „Ég er að vona að við náum nokkrum dögum í sumar til þess að prufukeyra þetta og þá getum við æft okkur enn frekar í vetur og komið fílefld til baka næsta sumar,“ segir Gylfi. Ísafjarðarbær Samgöngur Göngugötur Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
„Við höfum aldrei prófað þetta áður,“ segir Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í samtali við Vísi en um er að ræða hans eigin tillögu. Hugmyndin er að Hafnarstræti, frá gatnamótum við Austurveg verði göngugata milli kl. 09:00 og 15:00, að teknu tilliti til vörulosunar og aksturs fatlaðra. Í minnisblaði sínu til bæjarstjórnar vegna málsins leggur Gylfi til að miðað verði við samanlagt 3000 farþega skemmtiskipa. Það myndi þýða að gatan yrði að göngugötu 30 daga á ári en það þótti full bratt fyrst um sinn. Gylfi segir áherslu lagða á að göngugatan verði prófuð í sátt við íbúa.Vísir Fimm til sex dagar á ári „Það var upprunalega hugmyndin en okkur langar fyrst til þess að prófa þetta með íbúum og datt þá í hug að miða frekar við 5000 farþega sem eru fimm til sex dagar á ári og verður þetta því tilraun í sumar,“ segir Gylfi sem segir að lögð verði áhersla á að gera þetta í sátt við íbúa. Vonast er til þess að þetta bæti bæjarbrag og auki umferðaröryggi gangandi, styðji við verslun í miðbænum, í húsnæði eða söluvögnum og hvetji íbúa til þess að fara erinda sinna hjólandi eða gangandi þá daga sem margir farþegar eru í höfn, að því er fram kemur í minnisblaðinu. „Ég er að vona að við náum nokkrum dögum í sumar til þess að prufukeyra þetta og þá getum við æft okkur enn frekar í vetur og komið fílefld til baka næsta sumar,“ segir Gylfi.
Ísafjarðarbær Samgöngur Göngugötur Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira