Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2023 15:07 Haraldur hér lengst til hægri ásamt félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum: Jóni Gunnarssyni, Ásmundi Friðrikssyni og Njáli Trausta Friðbertssyni. Haraldur er nú bæjarstjóri á Akranesi og hann segir þetta fyrirvaralausa bann við hvalveiðum reiðarslag fyrir Akranes. vísir/vilhelm Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. Vísir hefur talað við fjölda fólks innan Sjálfstæðisflokksins en þar á bæ telja menn að útspil Svandísar í morgun sé nánast skilnaðarbréf; að hún vilji slíta stjórnarsamstarfinu. Þeir hinir sömu gera fastlega ráð fyrir því að þingflokkurinn verið kallaður saman hið fyrsta til að fara yfir stöðuna. Haraldur Benediktsson var um árabil þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi settist í bæjarstjórastól Akranesskaupstaðar í mars mánuði og sagði sig þá frá þingmennsku. Hann segist faglega ráðinn, ópólitískur bæjarstjóri. Og geti ekki tjáð sig um hvað gengur á innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins en hins vegar komi þetta fyrirvaralausa bann afar illa við bæjarfélagið. Reiðarslag að fá svona fyrirvaralausa tilkynningu um bann „Óvænt og vont. Þetta skiptir samfélagið okkar heilmiklu máli og við vorum að reikna með að það væri að hefjast vertíð,“ segir Haraldur. Hann segir áhrifin víðtæk. Íbúar Akraness sem höfðu gert ráð fyrir því að vinna við veiðarnar og þeir sem hafa með þjónustu og vörukaup eigi heilmikið undir hvalvertíð. Vísir ræddi fyrir stundu við Vilhjálm Birgisson verkalýðsleiðtoga á Akranesi sem var ómyrkur í máli. Haraldur tekur í sama streng og segist binda vonir við að það leysist hratt og örugglega úr þessu langa banni sem boðað hefur verið að standi til 31. ágúst. Og það verði lagað sem þarf að laga, ef það er eitthvað. Haraldur segir að veiðar á þeim árstíma séu miklu erfiðari við að eiga en ef róið væri nú. „Þá er vafasamt að hefja vertíð. Við vitum að það er fólk búið að gera ráðstafanir ráða sig í vinnu, fyrirtæki kaupa aðföng og það sitja allir uppi með stóran skell ef þetta stendur svona.“ Óásættanleg vinnubrögð Haraldur segir bannið hafa verið óvænt og komið flatt upp á íbúa Akraness. Þau þar hafi vitaskuld fylgst með þeirri umræðu sem fram hefur farið um veiðarnar, sem eru umdeildar, en það hefði átt að vera hægt að komast að niðurstöðu áður en til þessa kom. Til þess hafi verið nægur tími. „Gera út um aðferðir við veiðar en ekki daginn áður en vertíðin hefst. Miklum verðmætum er kastað á glæ ef það á að standa.“ Haraldur telur vinnubrögðin vart ásættanleg. „Menn geta sett sig í spor þeirra sem stýra fyrirtæki sem hefur ráðið fullt af mannskap og gert skuldbindaandi samninga við önnur fyrirtæki. Að fá þetta fyrirvaralaust yfir sig er reiðarslag sem menn eiga ekki að þurfa að búa við í því stjórnkerfi sem við erum að reka. Þetta eru óvænt og vond tíðindi sem menn að vinda ofan af, og það verður að gerast fljótt, svo vertíðin geti hafist.“ Akranes Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Vísir hefur talað við fjölda fólks innan Sjálfstæðisflokksins en þar á bæ telja menn að útspil Svandísar í morgun sé nánast skilnaðarbréf; að hún vilji slíta stjórnarsamstarfinu. Þeir hinir sömu gera fastlega ráð fyrir því að þingflokkurinn verið kallaður saman hið fyrsta til að fara yfir stöðuna. Haraldur Benediktsson var um árabil þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi settist í bæjarstjórastól Akranesskaupstaðar í mars mánuði og sagði sig þá frá þingmennsku. Hann segist faglega ráðinn, ópólitískur bæjarstjóri. Og geti ekki tjáð sig um hvað gengur á innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins en hins vegar komi þetta fyrirvaralausa bann afar illa við bæjarfélagið. Reiðarslag að fá svona fyrirvaralausa tilkynningu um bann „Óvænt og vont. Þetta skiptir samfélagið okkar heilmiklu máli og við vorum að reikna með að það væri að hefjast vertíð,“ segir Haraldur. Hann segir áhrifin víðtæk. Íbúar Akraness sem höfðu gert ráð fyrir því að vinna við veiðarnar og þeir sem hafa með þjónustu og vörukaup eigi heilmikið undir hvalvertíð. Vísir ræddi fyrir stundu við Vilhjálm Birgisson verkalýðsleiðtoga á Akranesi sem var ómyrkur í máli. Haraldur tekur í sama streng og segist binda vonir við að það leysist hratt og örugglega úr þessu langa banni sem boðað hefur verið að standi til 31. ágúst. Og það verði lagað sem þarf að laga, ef það er eitthvað. Haraldur segir að veiðar á þeim árstíma séu miklu erfiðari við að eiga en ef róið væri nú. „Þá er vafasamt að hefja vertíð. Við vitum að það er fólk búið að gera ráðstafanir ráða sig í vinnu, fyrirtæki kaupa aðföng og það sitja allir uppi með stóran skell ef þetta stendur svona.“ Óásættanleg vinnubrögð Haraldur segir bannið hafa verið óvænt og komið flatt upp á íbúa Akraness. Þau þar hafi vitaskuld fylgst með þeirri umræðu sem fram hefur farið um veiðarnar, sem eru umdeildar, en það hefði átt að vera hægt að komast að niðurstöðu áður en til þessa kom. Til þess hafi verið nægur tími. „Gera út um aðferðir við veiðar en ekki daginn áður en vertíðin hefst. Miklum verðmætum er kastað á glæ ef það á að standa.“ Haraldur telur vinnubrögðin vart ásættanleg. „Menn geta sett sig í spor þeirra sem stýra fyrirtæki sem hefur ráðið fullt af mannskap og gert skuldbindaandi samninga við önnur fyrirtæki. Að fá þetta fyrirvaralaust yfir sig er reiðarslag sem menn eiga ekki að þurfa að búa við í því stjórnkerfi sem við erum að reka. Þetta eru óvænt og vond tíðindi sem menn að vinda ofan af, og það verður að gerast fljótt, svo vertíðin geti hafist.“
Akranes Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46