Enginn alvöru lofthjúpur utan um lofandi fjarreikistjörnur Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2023 10:09 Trappist-1 c er líklega berskjaldaður berghnöttur sem snýr alltaf sömu hliðinni að móðurstjörnunni. Hitinn á daghliðinni mældist um 107 gráður á Celsíus. NASA, ESA, CSA, Joseph Olmsted (STScI) Líkur á að lífvænlegar aðstæður finnist í Trappist-sólkerfinu fara þverrandi eftir að rannsóknir James Webb-geimsjónaukans bentu til þess að þykkan lofthjúp sé ekki að finna á tveimur af sjö bergreikistjörnum þar. Fundur reikistjarnanna vakti athygli á sínum tíma þar sem þær eru nær allar á stærð við Venus. Trappist-1 c er ein sjö bergreikistjarna í Trappist-1-sólkerfinu í um fjörutíu ljósára fjarlægð frá jörðinni. Stærð þeirra og fjarlægð frá móðurstjörnunni gerðu það mögulegt að aðstæður gætu verið þar fyrir fljótandi vatn og þá mögulega líf eins og við þekkjum það. Til þess að fljótandi vatn geti verið til staðar þarf lofthjúp. Webb-geimsjónaukinn hefur fylgst með Trappist-kerfinu undanfarið. Rannsóknir á hans á Trappist-1 b sem greint var frá í mars bentu ekki til þess að lofthjúp væri að finna þar. Sömu sögðu virðist nú að segja af Trappist-1 c. Niðurstöður hans benda til þess að þykkan lofthjúp sé ekki að finna um reikistjörnuna, í mesta lagi næfurþunnan og skýlausan hjúp koltvísýrings, enn þynnri en reikistjörnunnar Mars. Ólíklegt er því að reikistjarnan líkist Venusi eða jörðinni að öðru leyti en stærðinni. Talið er að möndulsnúningur Trappist-1 c sé bundinn, það er að segja að sama hliðin snúi alltaf að stjörnunni á meðan hin hliðin er í eilífu myrkri. Mælingar Webb benda til að hitastigið á daghliðinni sé um 107 gráður á Celsíus. Þykkur lofthjúpur myndi jafna út hitann á milli nætur- og daghliðarinnar og hitinn á daghliðinni mældist því lægri en ella. Eins og koma auga á fjórar dauðar perur af tíu þúsund Þrátt fyrir að Webb sé öflugasti geimsjónauki mannkynsins var ekki hlaupið að því að gera mælingarnar sem þurfti til að leita að að lofthjúpi utan um Trappist-1 c. Sjónaukanum var beint að sólkerfinu fjórum sinnum á meðan reikistjarnan gekk á bak við stjörnuna frá jörðinni séð. Varmageislun frá sólkerfinu var svo borin saman fyrir og eftir að reikistjarnan hvarf á bak við stjörnuna til þess að reikna úr hversu mikil geislun stafaði frá daghlið reikistjörnunnar. Birtumunurinn var aðeins um 0,04 prósent. Það er sagt sambærilegt við því að horfa á tíu þúsund litlar ljósaperur og taka eftir því að slökknað sé á fjórum þeirra í tilkynningu frá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA. Niðurstöðurnar gefa vísbendingu um að tiltölulega lítið vatn hafi verið á Trappist-1 c þegar reikistjarnan myndaðist. Hafi ytri og svalari reikistjörnurnar myndast við svipaðar aðstæður gæti vatn og önnur nauðsynlegt efni lífs verið af skornum skammti þar sömuleiðis. Stjörnufræðingar mældu birtubreytingar þegar Trappist-1 c gekk á bak við móðurstjörnu sína. Þegar reikistjarnan er á bak við stjörnuna mælist birta sólkerfisins minni en þegar hún er við hliðina á stjörnunni.NASA, ESA, CSA, Joseph Olmsted (STScI) Getur strípað lofthjúp af frumreikistjörnum Trappist-1 er svokallaður rauður dvergur, algengasta tegund stjörnu í Vetrarbrautinni. Rannsóknir Webb hjálpa stjörnufræðingum að átta sig á hvort að líklegt sé að reikistjörnur sem ganga um slíkar stjörnur séu líklegar til að hafa lofthjúp og geta hýst líf. Rauðir dvergar eru dimmari og svalari en sólin okkar og því er lífbelti þeirra nær þeim. Þessi tegund stjarna gefur frá sér sterka röntgen- og útfjólublá geilsun fyrsta milljarð árin eftir myndun. Sú geislun getur hæglegt „feykt“ lofthjúpi utan um frumreikistjörnur í burtu. Geislunin getur í reynd dauðhreinsað yfirborð reikistjarnanna og komið í veg fyrir að líf geti kviknað þar. Webb ætlar að halda áfram að rannsaka Trappist-1 b og c á þessu ári til þess að fylgjast með muninum á hitanum á dag- og næturhlið þeirra. Þær athuganir eiga að gefa enn skýrari mynd af því hvort að reikistjörnurnar geti haft lofthjúp. Vísindi Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Trappist-sólkerfið talið ríkt af vatni Vatn er talið vera um 5% af massa einnar reikistjörnunnar í Trappist-1-sólkerfinu. Það er um 250 sinnum meira en á jörðinni. 5. febrúar 2018 16:38 Trappist-1 mögulega tvisvar sinnum eldri en sólin Ekki liggur fyrir hvað þessi mikli aldur mun þýða fyrir mögulegt líf í sólkerfinu. 11. ágúst 2017 19:53 Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Trappist-1 c er ein sjö bergreikistjarna í Trappist-1-sólkerfinu í um fjörutíu ljósára fjarlægð frá jörðinni. Stærð þeirra og fjarlægð frá móðurstjörnunni gerðu það mögulegt að aðstæður gætu verið þar fyrir fljótandi vatn og þá mögulega líf eins og við þekkjum það. Til þess að fljótandi vatn geti verið til staðar þarf lofthjúp. Webb-geimsjónaukinn hefur fylgst með Trappist-kerfinu undanfarið. Rannsóknir á hans á Trappist-1 b sem greint var frá í mars bentu ekki til þess að lofthjúp væri að finna þar. Sömu sögðu virðist nú að segja af Trappist-1 c. Niðurstöður hans benda til þess að þykkan lofthjúp sé ekki að finna um reikistjörnuna, í mesta lagi næfurþunnan og skýlausan hjúp koltvísýrings, enn þynnri en reikistjörnunnar Mars. Ólíklegt er því að reikistjarnan líkist Venusi eða jörðinni að öðru leyti en stærðinni. Talið er að möndulsnúningur Trappist-1 c sé bundinn, það er að segja að sama hliðin snúi alltaf að stjörnunni á meðan hin hliðin er í eilífu myrkri. Mælingar Webb benda til að hitastigið á daghliðinni sé um 107 gráður á Celsíus. Þykkur lofthjúpur myndi jafna út hitann á milli nætur- og daghliðarinnar og hitinn á daghliðinni mældist því lægri en ella. Eins og koma auga á fjórar dauðar perur af tíu þúsund Þrátt fyrir að Webb sé öflugasti geimsjónauki mannkynsins var ekki hlaupið að því að gera mælingarnar sem þurfti til að leita að að lofthjúpi utan um Trappist-1 c. Sjónaukanum var beint að sólkerfinu fjórum sinnum á meðan reikistjarnan gekk á bak við stjörnuna frá jörðinni séð. Varmageislun frá sólkerfinu var svo borin saman fyrir og eftir að reikistjarnan hvarf á bak við stjörnuna til þess að reikna úr hversu mikil geislun stafaði frá daghlið reikistjörnunnar. Birtumunurinn var aðeins um 0,04 prósent. Það er sagt sambærilegt við því að horfa á tíu þúsund litlar ljósaperur og taka eftir því að slökknað sé á fjórum þeirra í tilkynningu frá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA. Niðurstöðurnar gefa vísbendingu um að tiltölulega lítið vatn hafi verið á Trappist-1 c þegar reikistjarnan myndaðist. Hafi ytri og svalari reikistjörnurnar myndast við svipaðar aðstæður gæti vatn og önnur nauðsynlegt efni lífs verið af skornum skammti þar sömuleiðis. Stjörnufræðingar mældu birtubreytingar þegar Trappist-1 c gekk á bak við móðurstjörnu sína. Þegar reikistjarnan er á bak við stjörnuna mælist birta sólkerfisins minni en þegar hún er við hliðina á stjörnunni.NASA, ESA, CSA, Joseph Olmsted (STScI) Getur strípað lofthjúp af frumreikistjörnum Trappist-1 er svokallaður rauður dvergur, algengasta tegund stjörnu í Vetrarbrautinni. Rannsóknir Webb hjálpa stjörnufræðingum að átta sig á hvort að líklegt sé að reikistjörnur sem ganga um slíkar stjörnur séu líklegar til að hafa lofthjúp og geta hýst líf. Rauðir dvergar eru dimmari og svalari en sólin okkar og því er lífbelti þeirra nær þeim. Þessi tegund stjarna gefur frá sér sterka röntgen- og útfjólublá geilsun fyrsta milljarð árin eftir myndun. Sú geislun getur hæglegt „feykt“ lofthjúpi utan um frumreikistjörnur í burtu. Geislunin getur í reynd dauðhreinsað yfirborð reikistjarnanna og komið í veg fyrir að líf geti kviknað þar. Webb ætlar að halda áfram að rannsaka Trappist-1 b og c á þessu ári til þess að fylgjast með muninum á hitanum á dag- og næturhlið þeirra. Þær athuganir eiga að gefa enn skýrari mynd af því hvort að reikistjörnurnar geti haft lofthjúp.
Vísindi Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Trappist-sólkerfið talið ríkt af vatni Vatn er talið vera um 5% af massa einnar reikistjörnunnar í Trappist-1-sólkerfinu. Það er um 250 sinnum meira en á jörðinni. 5. febrúar 2018 16:38 Trappist-1 mögulega tvisvar sinnum eldri en sólin Ekki liggur fyrir hvað þessi mikli aldur mun þýða fyrir mögulegt líf í sólkerfinu. 11. ágúst 2017 19:53 Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Trappist-sólkerfið talið ríkt af vatni Vatn er talið vera um 5% af massa einnar reikistjörnunnar í Trappist-1-sólkerfinu. Það er um 250 sinnum meira en á jörðinni. 5. febrúar 2018 16:38
Trappist-1 mögulega tvisvar sinnum eldri en sólin Ekki liggur fyrir hvað þessi mikli aldur mun þýða fyrir mögulegt líf í sólkerfinu. 11. ágúst 2017 19:53
Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent