Gísli gat ekki lyft höndinni: „Með svo mikið af verkjalyfjum og dóti í mér“ Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2023 10:31 Gísli Þorgeir Kristjánsson með verðlaunagripinn eftir að hafa orðið Evrópumeistari í gær, degi eftir að hafa farið úr hægri axlarlið. Getty/Marius Becker Gísli Þorgeir Kristjánsson náði á einhvern ótrúlegan hátt að spila úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gær, degi eftir að hafa farið úr axlarlið, og skora sex mörk í sigri Magdeburg á Kielce í Köln í gær. Hann segir verkjalyf hafa hjálpað sér en gat þó aldrei lyft skothendinni með eðlilegum hætti. Gísli hefur hlotið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína og verið líkt við Tortímandann, vélmenni og uppvakning, þar sem hann lét meiðslin ekki stöðva sig í gær. Maschine https://t.co/P2UB9CT0bQ— Stefan Kretzschmar (@73Kretzschmar) June 18, 2023 „Mig langaði auðvitað svo mikið að spila hérna, í þessu andrúmslofti og með þessa stuðningsmenn. Ég fann það [í fyrradag] hvað við vildum mikið vinna þessa keppni en ég var ekki viss [í gærmorgun] hvort að ég myndi geta spilað. Öxlin mín... ég er með svo mikið af verkjalyfjum og dóti í mér, sem draga úr sársaukanum, en það er allt þess virði,“ sagði Gísli á Twitch-rás EHF eftir leikinn. Everyone be quiet when the MVP is talking #EHFFINAL4 Join the Show LIVE on Twitch: https://t.co/V9my6qPDBV pic.twitter.com/r3PnLehMck— EHF Home of Handball (@HomeofHandball) June 18, 2023 Spyrillinn benti á að Gísli hefði aldrei getað beitt skothendinni með eðlilegum hætti, en samt náð að skora sex mörk. „Ég gat ekki lyft henni hærra. Jafnvel með þessi verkjalyf þá gat ég ekki lyft öxlinni ofar en 90 gráður en þetta er allt þess virði og mér gæti ekki verið meira sama um hvernig ég skoraði mörkin. Við unnum og þetta er eitt besta augnablik lífs míns. Ég man ekki eftir að hafa fundið svona mikla gleði,“ sagði Gísli. Gísli var eftir leikinn valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar, í bestu félagsliðadeild í heimi, rétt eftir að hafa verið valinn besti leikmaður tímabilsins í Þýskalandi. Gísli tók undir það að hann tilheyrði liði sem hreinlega neitaði að gefast upp, sama hvaða staða kæmi upp. „Já, svo sannarlega. Þegar ég fór úr axlarlið í gær þá þjöppuðu strákarnir sér allir enn meira saman. Það eru allir tilbúnir að taka af skarið. Í gær var Marko Bezjak með kennslustund í því að vera leikstjórnandi og það var svo gaman fyrir mig að sjá þennan frábæra náunga, og gaman fyrir mig að við næðum að kveðja hann svona. Hugarfarið í þessu liði er svo frábært að ég get ekki lýst því,“ sagði Gísli. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Tengdar fréttir Gísli Þorgeir beit fast á jaxlinn og Magdeburg vann Meistaradeildina Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk úr átta skotum þegar lið hans, Magdeburg, vann Meistaradeild Evrópu í handbolta með 30-28 sigri sínum gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. Gísli Þorgeir spilaði lungann úr leiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitaleik Magdeburgar og Barcelona í gær. 18. júní 2023 18:13 Það fyrsta sem Gísli Þorgeir sagði: „Vinnið þetta fyrir mig“ Gísli Þorgeir Kristjánsson bað liðsfélaga sína hjá Magdeburg vinsamlega um að vinna leik liðsins á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta karla eftir að ljóst varð að hann gæti ekki haldið áfram í þessum mikilvæga leik vegna meiðsla á öxl. 18. júní 2023 07:03 Gísli Þorgeir fór úr axlarlið Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, fór úr axlarlið þegar lið hans Magdeburg tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta með sigri gegn Barcelona fyrr í Lanxess Arena í Köln í dag. 17. júní 2023 18:25 Gísli Þorgeir valinn besti leikmaður tímabilsins Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur verið valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Hann spilar með Magdeburg sem endaði í öðru sæti, einungis tveimur stigum á eftir Kiel. 16. júní 2023 18:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Gísli hefur hlotið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína og verið líkt við Tortímandann, vélmenni og uppvakning, þar sem hann lét meiðslin ekki stöðva sig í gær. Maschine https://t.co/P2UB9CT0bQ— Stefan Kretzschmar (@73Kretzschmar) June 18, 2023 „Mig langaði auðvitað svo mikið að spila hérna, í þessu andrúmslofti og með þessa stuðningsmenn. Ég fann það [í fyrradag] hvað við vildum mikið vinna þessa keppni en ég var ekki viss [í gærmorgun] hvort að ég myndi geta spilað. Öxlin mín... ég er með svo mikið af verkjalyfjum og dóti í mér, sem draga úr sársaukanum, en það er allt þess virði,“ sagði Gísli á Twitch-rás EHF eftir leikinn. Everyone be quiet when the MVP is talking #EHFFINAL4 Join the Show LIVE on Twitch: https://t.co/V9my6qPDBV pic.twitter.com/r3PnLehMck— EHF Home of Handball (@HomeofHandball) June 18, 2023 Spyrillinn benti á að Gísli hefði aldrei getað beitt skothendinni með eðlilegum hætti, en samt náð að skora sex mörk. „Ég gat ekki lyft henni hærra. Jafnvel með þessi verkjalyf þá gat ég ekki lyft öxlinni ofar en 90 gráður en þetta er allt þess virði og mér gæti ekki verið meira sama um hvernig ég skoraði mörkin. Við unnum og þetta er eitt besta augnablik lífs míns. Ég man ekki eftir að hafa fundið svona mikla gleði,“ sagði Gísli. Gísli var eftir leikinn valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar, í bestu félagsliðadeild í heimi, rétt eftir að hafa verið valinn besti leikmaður tímabilsins í Þýskalandi. Gísli tók undir það að hann tilheyrði liði sem hreinlega neitaði að gefast upp, sama hvaða staða kæmi upp. „Já, svo sannarlega. Þegar ég fór úr axlarlið í gær þá þjöppuðu strákarnir sér allir enn meira saman. Það eru allir tilbúnir að taka af skarið. Í gær var Marko Bezjak með kennslustund í því að vera leikstjórnandi og það var svo gaman fyrir mig að sjá þennan frábæra náunga, og gaman fyrir mig að við næðum að kveðja hann svona. Hugarfarið í þessu liði er svo frábært að ég get ekki lýst því,“ sagði Gísli.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Tengdar fréttir Gísli Þorgeir beit fast á jaxlinn og Magdeburg vann Meistaradeildina Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk úr átta skotum þegar lið hans, Magdeburg, vann Meistaradeild Evrópu í handbolta með 30-28 sigri sínum gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. Gísli Þorgeir spilaði lungann úr leiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitaleik Magdeburgar og Barcelona í gær. 18. júní 2023 18:13 Það fyrsta sem Gísli Þorgeir sagði: „Vinnið þetta fyrir mig“ Gísli Þorgeir Kristjánsson bað liðsfélaga sína hjá Magdeburg vinsamlega um að vinna leik liðsins á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta karla eftir að ljóst varð að hann gæti ekki haldið áfram í þessum mikilvæga leik vegna meiðsla á öxl. 18. júní 2023 07:03 Gísli Þorgeir fór úr axlarlið Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, fór úr axlarlið þegar lið hans Magdeburg tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta með sigri gegn Barcelona fyrr í Lanxess Arena í Köln í dag. 17. júní 2023 18:25 Gísli Þorgeir valinn besti leikmaður tímabilsins Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur verið valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Hann spilar með Magdeburg sem endaði í öðru sæti, einungis tveimur stigum á eftir Kiel. 16. júní 2023 18:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Gísli Þorgeir beit fast á jaxlinn og Magdeburg vann Meistaradeildina Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk úr átta skotum þegar lið hans, Magdeburg, vann Meistaradeild Evrópu í handbolta með 30-28 sigri sínum gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. Gísli Þorgeir spilaði lungann úr leiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitaleik Magdeburgar og Barcelona í gær. 18. júní 2023 18:13
Það fyrsta sem Gísli Þorgeir sagði: „Vinnið þetta fyrir mig“ Gísli Þorgeir Kristjánsson bað liðsfélaga sína hjá Magdeburg vinsamlega um að vinna leik liðsins á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta karla eftir að ljóst varð að hann gæti ekki haldið áfram í þessum mikilvæga leik vegna meiðsla á öxl. 18. júní 2023 07:03
Gísli Þorgeir fór úr axlarlið Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, fór úr axlarlið þegar lið hans Magdeburg tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta með sigri gegn Barcelona fyrr í Lanxess Arena í Köln í dag. 17. júní 2023 18:25
Gísli Þorgeir valinn besti leikmaður tímabilsins Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur verið valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Hann spilar með Magdeburg sem endaði í öðru sæti, einungis tveimur stigum á eftir Kiel. 16. júní 2023 18:30