Verndum vatnið okkar Sigrún Tómasdóttir og Olgeir Örlygsson skrifa 16. júní 2023 10:31 Það má segja að 16.júní sé afmælisdagur vatnsveitu í Reykjavík en þann dag árið 1909 var vatni fyrst hleypt á vatnsleiðsluna til Reykjavíkur. Lagning vatnsveitunnar var stærsta einstaka framkvæmd sem ráðist hafði verið í á þessum tíma en allt að 250 manns unnu við verkið haustið 1908 en þetta var fyrir almenna vélvæðingu. Tilkoma vatnsveitu var gríðarlegt framfaraskref fyrir borgina. Vatnsgæðum var ábótavant í þeim brunnum sem notaðir voru fyrir stofnun vatnsveitunnar og sem dæmi frá þessum tíma veiktust margir af taugaveiki í Skuggahverfi árið 1906 vegna mengaðs drykkjarvatns. Brunnarnir gáfu lítið vatn þannig að vatnsskortur var viðvarandi og orðinn takmarkandi fyrir þróun borgarinnar. Þó að vatnið úr Gvendarbrunnum, og síðar vatn úr lokuðum borholum á svæðinu, væri alla jafna af mjög góðum gæðum var það ekki gallalaust og sýndu rannsóknir að óhreinindi gætu komist í vatnið í leysingum og flóðum og vegna dýralífs og annarra athafna á svæðinu. Frá upphafi var ljóst að takmarka yrði umferð við vatnsbólin til þess að tryggja vatnsgæði þeirra. Vatnsbólin liggja í opnum og sprungnum hraunum þar sem mengun getur átt greiða leið niður í grunnvatnið. Mikilvægt skref til að tryggja vatnsgæði framtíðarinnar var stigið þegar vatnsverndarsvæði voru skilgreind utan um vatnsbólin og aðrennslissvæði þeirra árið 1967 og staðfest 1969. Afmörkun vatnsverndarsvæðanna hefur síðan verið endurskoðuð nokkrum sinnum, seinast árið 2015. Vatnsnotkun ekki aukist þrátt fyrir íbúafjölgun Fá svæði geta talið sig jafn heppin og höfuðborgarsvæðið þegar það kemur að aðgengi að hreinu og góðu drykkjarvatni. Öflun heilnæms drykkjarvatns er víða erfið og kostnaðarsöm. Það er því mikilvægt að við áttum okkur á því hve lánsöm við erum og nýtum vatnið á ábyrgan hátt. Það er skemmtilegt að segja frá því að vatnsnotkun í Reykjavík hefur ekkert aukist síðustu 15 árin þrátt fyrir töluverða íbúafjölgun. Nýleg rannsókn sýndi fram á að íbúanotkun á höfuðborgarsvæðinu af köldu vatni er um 140 lítrar á dag sem er sambærilegt við notkun í nágrannalöndum. Við förum því almennt vel með vatnið okkar og megum vera stolt af því. Á þéttbýlum svæðum er algengt að neysluvatn hafi farið í gegnum umfangsmikla, margra þrepa meðhöndlun áður en fullnægjandi gæði nást. Vatnsforði er gjarnan staðsettur mjög nærri byggð, stórum landbúnaðarsvæðum eða mengandi iðnaði. Ekki er þörf fyrir neina meðhöndlun á vatninu frá Heiðmörk almennt. Í kjölfar örverumengunar vegna leysinga árið 2018 var þó ákveðið að lýsa vatn af neðra svæði Heiðmerkur með útfjólubláu ljósi til að óvirkja örverur. Rétt er að taka fram að lýsingartæki veita enga vörn gegn efna- eða olíumengun. Nýjar áskoranir með aukinni umferð Árið 1909 voru Gvendarbrunnar í töluverðri fjarlægð frá mannabyggðum. Samhliða því sem við stækkum sem samfélag þá nálgumst við þetta dýrmæta svæði og umferð ökutækja um svæðið og í nálægð þess eykst. Mikilvægt er að vera vakandi og gera sér grein fyrir því að aukinni umferð fylgir mengunarhætta en efna- eða olíuslys gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir vatnsbólin. Þessa hættu má lágmarka með því að leggja bílnum neðan við vatnsbólin eða skilja hann eftir heima þegar útivist er stunduð í Heiðmörk. Útivist og vatnsvernd geta sannarlega farið saman. Gnægð af góðu vatni hefur jákvæð áhrif á heilsu okkar og efnahag. Það er okkar sameiginlega ábyrgð að passa uppá vatnsverndarsvæðin okkar, ganga vel um þau og hafa vatnsvernd sem útgangspunkt í öllum framkvæmdum og skipulagsákvörðunum til þess að þessi mikilvæga auðlind verði sama fjöregg fyrir framtíðarkynslóðir eins og hún hefur verið fyrir okkur. Sigrún Tómasdóttir er sérfræðingur í jarðvísindum hjá OR. Olgeir Örlygsson er sérfræðingur vatnsveitu í öryggi og rekstri hjá Veitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Umhverfismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það má segja að 16.júní sé afmælisdagur vatnsveitu í Reykjavík en þann dag árið 1909 var vatni fyrst hleypt á vatnsleiðsluna til Reykjavíkur. Lagning vatnsveitunnar var stærsta einstaka framkvæmd sem ráðist hafði verið í á þessum tíma en allt að 250 manns unnu við verkið haustið 1908 en þetta var fyrir almenna vélvæðingu. Tilkoma vatnsveitu var gríðarlegt framfaraskref fyrir borgina. Vatnsgæðum var ábótavant í þeim brunnum sem notaðir voru fyrir stofnun vatnsveitunnar og sem dæmi frá þessum tíma veiktust margir af taugaveiki í Skuggahverfi árið 1906 vegna mengaðs drykkjarvatns. Brunnarnir gáfu lítið vatn þannig að vatnsskortur var viðvarandi og orðinn takmarkandi fyrir þróun borgarinnar. Þó að vatnið úr Gvendarbrunnum, og síðar vatn úr lokuðum borholum á svæðinu, væri alla jafna af mjög góðum gæðum var það ekki gallalaust og sýndu rannsóknir að óhreinindi gætu komist í vatnið í leysingum og flóðum og vegna dýralífs og annarra athafna á svæðinu. Frá upphafi var ljóst að takmarka yrði umferð við vatnsbólin til þess að tryggja vatnsgæði þeirra. Vatnsbólin liggja í opnum og sprungnum hraunum þar sem mengun getur átt greiða leið niður í grunnvatnið. Mikilvægt skref til að tryggja vatnsgæði framtíðarinnar var stigið þegar vatnsverndarsvæði voru skilgreind utan um vatnsbólin og aðrennslissvæði þeirra árið 1967 og staðfest 1969. Afmörkun vatnsverndarsvæðanna hefur síðan verið endurskoðuð nokkrum sinnum, seinast árið 2015. Vatnsnotkun ekki aukist þrátt fyrir íbúafjölgun Fá svæði geta talið sig jafn heppin og höfuðborgarsvæðið þegar það kemur að aðgengi að hreinu og góðu drykkjarvatni. Öflun heilnæms drykkjarvatns er víða erfið og kostnaðarsöm. Það er því mikilvægt að við áttum okkur á því hve lánsöm við erum og nýtum vatnið á ábyrgan hátt. Það er skemmtilegt að segja frá því að vatnsnotkun í Reykjavík hefur ekkert aukist síðustu 15 árin þrátt fyrir töluverða íbúafjölgun. Nýleg rannsókn sýndi fram á að íbúanotkun á höfuðborgarsvæðinu af köldu vatni er um 140 lítrar á dag sem er sambærilegt við notkun í nágrannalöndum. Við förum því almennt vel með vatnið okkar og megum vera stolt af því. Á þéttbýlum svæðum er algengt að neysluvatn hafi farið í gegnum umfangsmikla, margra þrepa meðhöndlun áður en fullnægjandi gæði nást. Vatnsforði er gjarnan staðsettur mjög nærri byggð, stórum landbúnaðarsvæðum eða mengandi iðnaði. Ekki er þörf fyrir neina meðhöndlun á vatninu frá Heiðmörk almennt. Í kjölfar örverumengunar vegna leysinga árið 2018 var þó ákveðið að lýsa vatn af neðra svæði Heiðmerkur með útfjólubláu ljósi til að óvirkja örverur. Rétt er að taka fram að lýsingartæki veita enga vörn gegn efna- eða olíumengun. Nýjar áskoranir með aukinni umferð Árið 1909 voru Gvendarbrunnar í töluverðri fjarlægð frá mannabyggðum. Samhliða því sem við stækkum sem samfélag þá nálgumst við þetta dýrmæta svæði og umferð ökutækja um svæðið og í nálægð þess eykst. Mikilvægt er að vera vakandi og gera sér grein fyrir því að aukinni umferð fylgir mengunarhætta en efna- eða olíuslys gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir vatnsbólin. Þessa hættu má lágmarka með því að leggja bílnum neðan við vatnsbólin eða skilja hann eftir heima þegar útivist er stunduð í Heiðmörk. Útivist og vatnsvernd geta sannarlega farið saman. Gnægð af góðu vatni hefur jákvæð áhrif á heilsu okkar og efnahag. Það er okkar sameiginlega ábyrgð að passa uppá vatnsverndarsvæðin okkar, ganga vel um þau og hafa vatnsvernd sem útgangspunkt í öllum framkvæmdum og skipulagsákvörðunum til þess að þessi mikilvæga auðlind verði sama fjöregg fyrir framtíðarkynslóðir eins og hún hefur verið fyrir okkur. Sigrún Tómasdóttir er sérfræðingur í jarðvísindum hjá OR. Olgeir Örlygsson er sérfræðingur vatnsveitu í öryggi og rekstri hjá Veitum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun