Stal líkum barna sem fæddust andvana Samúel Karl Ólason skrifar 15. júní 2023 14:46 Denise Lodge, sem er til vinstri, er ein þeirra sem hafa verið ákærð vegna stulds og sölu líkamsparta og líka í Massachusets, Pennsylvaníu Minnesota og Arkansas í Bandaríkjunum. AP/Steven Porter Alríkissaksóknarar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum segja umsjónarmann líkhúss læknadeildar Harvard skólans hafa selt líkamsparta líka sem gefin voru skólanum. Hann er sakaður um að hafa leyft kaupendum að koma í líkhúsið og velja sér líkamsparta til að kaupa en kaupendur hans og aðrir hafa verið ákærðir vegna málsins. Hinn 55 ára gamli Cedric Lodge, Denise Lodge eiginkona hans og þrír aðrir hafa verið ákærð vegna sölunnar. Einn maður til viðbótar hefur verið ákærður í öðru tengdu máli og sá sjöundi var ákærður fyrir nokkru í Arkansas. Fólkið er sagt hafa komið að landlægri glæpastarfsemi sem gekk út á að stela líkum í Harvard og Little Rock í Arkansas og selja þau, samkvæmt frétt New York Times. Brotin munu hafa staðið yfir frá 2018 til 2022. Saksóknarar segja Lodge hafa stolið líkamshlutum sem búið var að nota við kennslu, áður en þeir voru brenndir, og senda þá til annarra sem seldu þá svo. Lodge er einnig sagður hafa hleypt kaupendum sínum inn í líkhúsið svo þeir gætu valið líkamsparta. Á meðal þess sem Lodge stal voru höfuð, heilar, húð og bein. Lodge var ákærður í gær en deildarforseti læknadeildar Harvard sendi þá út frá sér yfirlýsingu um málið þar sem hann sagði umsjónarmanninn vera sakaðan um viðbjóðslegt framferði. Fyrirsögn yfirlýsingarinnar var: „Viðurstyggileg svik“ Bað um leður úr húð Ein þeirra sem keypti af Lodge heitir Katrina Maclean (44) en hún rekur verslun í Salem í Massachusets, sem heitir Kat‘s Creepy Creations og selur hún óhugnanlegar dúkkur, bein og annað. Um sumarið 2021 sendi hún húð af manneskju til eins af þeim ákærðu og bað hann um að vinna leður úr húðinni. Annar þeirra sem var ákærður í gær er einnig sakaður um að hafa keypt líkamshluta af konu frá Little Rock í Arkansas. Sú kona heitir Candace Chapman Scott og vann í líkhúsi og líkbrennslu í Little Rock. Hún er sökuð um að hafa stolið líkum og líkamshlutum þaðan og selt. Meðal annars stal hún líkum tveggja barna sem fæddust andvana, sem áttu að vera brennd og askan send aftur til fjölskyldu þeirra. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Sjá meira
Hinn 55 ára gamli Cedric Lodge, Denise Lodge eiginkona hans og þrír aðrir hafa verið ákærð vegna sölunnar. Einn maður til viðbótar hefur verið ákærður í öðru tengdu máli og sá sjöundi var ákærður fyrir nokkru í Arkansas. Fólkið er sagt hafa komið að landlægri glæpastarfsemi sem gekk út á að stela líkum í Harvard og Little Rock í Arkansas og selja þau, samkvæmt frétt New York Times. Brotin munu hafa staðið yfir frá 2018 til 2022. Saksóknarar segja Lodge hafa stolið líkamshlutum sem búið var að nota við kennslu, áður en þeir voru brenndir, og senda þá til annarra sem seldu þá svo. Lodge er einnig sagður hafa hleypt kaupendum sínum inn í líkhúsið svo þeir gætu valið líkamsparta. Á meðal þess sem Lodge stal voru höfuð, heilar, húð og bein. Lodge var ákærður í gær en deildarforseti læknadeildar Harvard sendi þá út frá sér yfirlýsingu um málið þar sem hann sagði umsjónarmanninn vera sakaðan um viðbjóðslegt framferði. Fyrirsögn yfirlýsingarinnar var: „Viðurstyggileg svik“ Bað um leður úr húð Ein þeirra sem keypti af Lodge heitir Katrina Maclean (44) en hún rekur verslun í Salem í Massachusets, sem heitir Kat‘s Creepy Creations og selur hún óhugnanlegar dúkkur, bein og annað. Um sumarið 2021 sendi hún húð af manneskju til eins af þeim ákærðu og bað hann um að vinna leður úr húðinni. Annar þeirra sem var ákærður í gær er einnig sakaður um að hafa keypt líkamshluta af konu frá Little Rock í Arkansas. Sú kona heitir Candace Chapman Scott og vann í líkhúsi og líkbrennslu í Little Rock. Hún er sökuð um að hafa stolið líkum og líkamshlutum þaðan og selt. Meðal annars stal hún líkum tveggja barna sem fæddust andvana, sem áttu að vera brennd og askan send aftur til fjölskyldu þeirra.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Sjá meira