Níu milljónir ferna drukknar af Kókómjólk árlega Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2023 20:31 Kókómjólkin hefur alltaf verið framleidd í mjólkurbúinu á Selfossi eða í 50 ár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Því er núna fagnað að Kókómjólkin á fimmtíu ára afmæli en hún hefur alltaf verið framleidd í mjólkurbúinu á Selfossi. Í dag eru um níu milljónir ferna drukknar af Kókómjólk á ári en Kókómjólkin er eitt dýrmætasta vörumerki Mjólkursamsölunnar í dag. Það er mikið um allskonar heimsóknir í starfsstöð Mjólkursamsölunnar á Selfossi og þá er oftast boðið upp á Kókómjólk, ekki síst þegar börn eru á ferðinni. Nú er búið að merkja fernurnar sérstaklega með Klóa í tilefni af 50 ára afmælinu. Öll framleiðslan í þessi fimmtíu ár hefur farið fram í mjólkurbúinu á Selfossi. „Þetta er að mínu mati eitt verðmætasta vörumerki Mjólkursamsölunnar af því að salan í Kókómjólkinni er mjög góð og hefur verið stabíl í öll þessi ár. Við erum með traustan og góðan kúnnahóp, sem elskar Kókómjólkina og til að nefna þá er framleiðslan um þrjár milljónir lítra í ári í núverandi mynd, sem gefur okkur níu milljónir eininga,“ segir Ágúst Þór Jónsson mjólkurbússtjóri MS á Selfossi. Hvað er það við Kókómjólkina, sem er svona heillandi ? „Það er náttúrulega það að hún er mjög stabíl og góð vara, hún er bragðgóð og holl, orka í henni og gefur kraft, þannig að það þarf ekkert að tíunda meira um það,“ bætir Ágúst við. Klói verður í miklu afmælisskapi í sumar og ætlar að fara um landið og gleðja fólk á öllum aldri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Umbúðirnar hafa breyst heilmikið á þessari hálfu öld. Þær voru í hyrnum fyrstu tvö árin og svo kom Branda og 1990 kom Klói til sögunnar en hann er eitt af einkennismerkjum Kókómjólkurinnar og ætlar hann að vera á ferðinni um allt land í sumar til að gleðja unga sem aldna en það þýðir ekkert að tala við hann því hann kann ekki að tala. En á Kókómjólkin eftir að lifa í fimmtíu ár í viðbót? „Heldur betur ef við höldum áfram að vera með svona úrvalsmjólk eins og við erum með þá mun hún lifa fimmtíu ár í viðbót,“ segir Halldóra Arnardóttir, markaðs- og vöruflokkastjóri ferskvara hjá MS. Ágúst Þór, mjólkurbússtjóri á Selfossi og Halldóra, sem er markaðs- og vöruflokkastjóri ferskvara hjá MSMagnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Árborg Tímamót Neytendur Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Það er mikið um allskonar heimsóknir í starfsstöð Mjólkursamsölunnar á Selfossi og þá er oftast boðið upp á Kókómjólk, ekki síst þegar börn eru á ferðinni. Nú er búið að merkja fernurnar sérstaklega með Klóa í tilefni af 50 ára afmælinu. Öll framleiðslan í þessi fimmtíu ár hefur farið fram í mjólkurbúinu á Selfossi. „Þetta er að mínu mati eitt verðmætasta vörumerki Mjólkursamsölunnar af því að salan í Kókómjólkinni er mjög góð og hefur verið stabíl í öll þessi ár. Við erum með traustan og góðan kúnnahóp, sem elskar Kókómjólkina og til að nefna þá er framleiðslan um þrjár milljónir lítra í ári í núverandi mynd, sem gefur okkur níu milljónir eininga,“ segir Ágúst Þór Jónsson mjólkurbússtjóri MS á Selfossi. Hvað er það við Kókómjólkina, sem er svona heillandi ? „Það er náttúrulega það að hún er mjög stabíl og góð vara, hún er bragðgóð og holl, orka í henni og gefur kraft, þannig að það þarf ekkert að tíunda meira um það,“ bætir Ágúst við. Klói verður í miklu afmælisskapi í sumar og ætlar að fara um landið og gleðja fólk á öllum aldri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Umbúðirnar hafa breyst heilmikið á þessari hálfu öld. Þær voru í hyrnum fyrstu tvö árin og svo kom Branda og 1990 kom Klói til sögunnar en hann er eitt af einkennismerkjum Kókómjólkurinnar og ætlar hann að vera á ferðinni um allt land í sumar til að gleðja unga sem aldna en það þýðir ekkert að tala við hann því hann kann ekki að tala. En á Kókómjólkin eftir að lifa í fimmtíu ár í viðbót? „Heldur betur ef við höldum áfram að vera með svona úrvalsmjólk eins og við erum með þá mun hún lifa fimmtíu ár í viðbót,“ segir Halldóra Arnardóttir, markaðs- og vöruflokkastjóri ferskvara hjá MS. Ágúst Þór, mjólkurbússtjóri á Selfossi og Halldóra, sem er markaðs- og vöruflokkastjóri ferskvara hjá MSMagnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Árborg Tímamót Neytendur Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira