Fyrirframákveðið gjald og stjörnugjöf í nýju leigubílaforriti Bjarki Sigurðsson skrifar 14. júní 2023 21:17 Smáforritið segir notanda nákvæmlega hvað ferðin mun kosta hann. Stöð 2 Samkeppni á leigubílamarkaði höfuðborgarsvæðisins jókst í dag þegar Hopp leigubílar hófu starfsemi. Fyrirtækið ætlar sér meðal annars að mæta mikilli eftirspurn eftir leigubílum í miðborginni um helgar. Hopp-leigubílana er einungis hægt að panta með smáforriti þeirra og fá notendur uppgefið verð og hversu langt er í að bíllinn mæti. Að taka venjulegan leigubíl frá Suðurlandsbraut að Efstaleiti kostaði fréttamann 2.190 krónur. Hins vegar kostaði ferðin með Hopp-leigubílnum til baka 1.850 krónur. 340 krónum ódýrari ferð. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, segir að þrátt fyrir að félagið reyni alltaf að vera ódýrara, líkt og raunin var í dag, sé tæknin á bak við fyrirkomulag Hopp-leigubíla það sem ætti að heilla fólk hvað mest. „Það er sérstaklega þjónustan og tæknin því það skilar nýtni. Það er hvers vegna kostaði bílinn þetta þig þessa leið og af hverju kostar hann annað hina leiðina. Það er eftir því hvar bíllinn er staðsettur, það er besti bíllinn að sækja besta notandann. Það er tæknin sem er þarna að hjálpa okkur,“ segir Sæunn. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp leigubíla.Stöð 2 Sæunn segir að eigi að komast jafnvægi á markaðinn með komu Hopp þurfi fleiri leigubílstjórar að skrá sig þar. Þá geta þeir orðið stjörnur innan Hopp en eftir að ferð í leigubíl er lokið gefa notendur bílstjóranum sínum einkunn fyrir ferðina og öfugt. Því er einnig um að gera að vera stilltur aftur í. „Það er enginn stöðvarskylda, það mega allir vinna með öllum. Ég trúi því að fleiri fari að vinna á fleiri stöðum og þá finnur fólk hvernig markaðurinn er búinn að velja sér. Við munum ekki leysa leigubílavandann, þennan föstudags- og laugardagsvanda á nokkrum dögum. Við erum að byrja með stóran hugbúnað og það tekur tíma að ná þessu jafnvægi. Við hvetjum alla leigubílstjóra til að hafa samband við okkur og fólk að skrá sig í leigubílstjóranám,“ segir Sæunn. Leigubílar Tækni Samgöngur Neytendur Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Hopp-leigubílana er einungis hægt að panta með smáforriti þeirra og fá notendur uppgefið verð og hversu langt er í að bíllinn mæti. Að taka venjulegan leigubíl frá Suðurlandsbraut að Efstaleiti kostaði fréttamann 2.190 krónur. Hins vegar kostaði ferðin með Hopp-leigubílnum til baka 1.850 krónur. 340 krónum ódýrari ferð. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, segir að þrátt fyrir að félagið reyni alltaf að vera ódýrara, líkt og raunin var í dag, sé tæknin á bak við fyrirkomulag Hopp-leigubíla það sem ætti að heilla fólk hvað mest. „Það er sérstaklega þjónustan og tæknin því það skilar nýtni. Það er hvers vegna kostaði bílinn þetta þig þessa leið og af hverju kostar hann annað hina leiðina. Það er eftir því hvar bíllinn er staðsettur, það er besti bíllinn að sækja besta notandann. Það er tæknin sem er þarna að hjálpa okkur,“ segir Sæunn. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp leigubíla.Stöð 2 Sæunn segir að eigi að komast jafnvægi á markaðinn með komu Hopp þurfi fleiri leigubílstjórar að skrá sig þar. Þá geta þeir orðið stjörnur innan Hopp en eftir að ferð í leigubíl er lokið gefa notendur bílstjóranum sínum einkunn fyrir ferðina og öfugt. Því er einnig um að gera að vera stilltur aftur í. „Það er enginn stöðvarskylda, það mega allir vinna með öllum. Ég trúi því að fleiri fari að vinna á fleiri stöðum og þá finnur fólk hvernig markaðurinn er búinn að velja sér. Við munum ekki leysa leigubílavandann, þennan föstudags- og laugardagsvanda á nokkrum dögum. Við erum að byrja með stóran hugbúnað og það tekur tíma að ná þessu jafnvægi. Við hvetjum alla leigubílstjóra til að hafa samband við okkur og fólk að skrá sig í leigubílstjóranám,“ segir Sæunn.
Leigubílar Tækni Samgöngur Neytendur Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent