Costner krefst þess að Baumgartner flytji út Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2023 07:44 Hin 49 ára Christine Baumgartner og hinn 68 ára Costner voru gift í átján ár og eiga saman þrjú börn – tólf, fjórtán og fimmtán ára. Getty Christine Baumgartner fór í síðasta mánuði fram á skilnað við bandaríska leikarann Kevin Costner. Nú segist Costner sjálfur eiga í vandræðum með að fá Baumgartner til að flytja út af heimilinu. Hin 49 ára Baumgartner skilaði fyrir nokkrum vikum inn skilnaðargögnum en hún og Costner höfðu verið saman í um átján ár. Sagði hún ástæðuna vera „óleysanlegan ágreining“. Bandaríska slúðursíðan TMZ greinir nú frá því að í nýjum gögnum komi fram að Costner fullyrði að í kaupmála þeirra komi skýrt fram að hún eigi að yfirgefa húsið og taka með sér eigur sínar innan þrjátíu daga frá því að skilnaðarpappírum sé skilað inn. Það var gert 1. maí síðastliðinn. Fjölmiðlar segja nú að Baumgartner hafi enn ekki flutt út úr húsinu sem sé skráð á Costner og því hafi hann ákveðið að leita til dómstóla til að tryggja að það verði gert. Í nýju gögnunum kemur einnig fram að Costner hafi þegar greitt fyrrverandi konu sinni 1,2 milljónir dala í samræmi við áðurnefndan kaupmála. Þá segist hann reiðubúinn að greiða henni 30 þúsund dali í mánuði til að Baumgartner geti leigt sér húsnæði, auk þess að leggja til 10 þúsund dali til að standa straum af sjálfum flutningnum. Baumgartner hefur ekki tjáð sig um nýju gögnin sem Costner hafi skilað inn til yfirvalda. Baumgartner og hinn 68 ára Costner voru gift í átján ár og eiga saman þrjú börn – tólf, fjórtán og fimmtán ára. Kevin Costner var áður giftur Cindy Silva og eiga þau sömuleiðis þrjú börn saman. Þau giftust árið 1978 en skildu árið 1994. Costner á einnig son með Bridget Rooney sem fæddist árið 1996. Costner hefur á ferli sínum leikið í fjölda stórmynda, meðal annars Unforgiven, The Bodyguard og JFK. Hann er þó líklega þekktastur fyrir kvikmyndina Dansar við úlfa frá árinu 1990. Hann vann þá Óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn, auk þess að myndin var valin besta mynd ársins. Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Eiginkona Kevin Costner fer fram á skilnað Christine Costner, eiginkona stórleikarans Kevin Costner, hefur farið fram á skilnað. Þau hafa verið gift í átján ár og eiga saman þrjú börn. 3. maí 2023 08:31 Kevin Costner afhjúpar 27 ára gamalt leyndarmál á bak við hið fræga Bodyguard-plakat Plakatið sem fylgdi rómantísku spennumyndinni Bodyguard frá árinu 1992 er þekktasta kvikmyndaplakat sögunnar. Flestir héldu að þar mætti sjá Kevin Costner halda á Whitney Houston en Costner leiðrétti þann misskilning á dögunum. 23. júní 2019 13:49 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Hin 49 ára Baumgartner skilaði fyrir nokkrum vikum inn skilnaðargögnum en hún og Costner höfðu verið saman í um átján ár. Sagði hún ástæðuna vera „óleysanlegan ágreining“. Bandaríska slúðursíðan TMZ greinir nú frá því að í nýjum gögnum komi fram að Costner fullyrði að í kaupmála þeirra komi skýrt fram að hún eigi að yfirgefa húsið og taka með sér eigur sínar innan þrjátíu daga frá því að skilnaðarpappírum sé skilað inn. Það var gert 1. maí síðastliðinn. Fjölmiðlar segja nú að Baumgartner hafi enn ekki flutt út úr húsinu sem sé skráð á Costner og því hafi hann ákveðið að leita til dómstóla til að tryggja að það verði gert. Í nýju gögnunum kemur einnig fram að Costner hafi þegar greitt fyrrverandi konu sinni 1,2 milljónir dala í samræmi við áðurnefndan kaupmála. Þá segist hann reiðubúinn að greiða henni 30 þúsund dali í mánuði til að Baumgartner geti leigt sér húsnæði, auk þess að leggja til 10 þúsund dali til að standa straum af sjálfum flutningnum. Baumgartner hefur ekki tjáð sig um nýju gögnin sem Costner hafi skilað inn til yfirvalda. Baumgartner og hinn 68 ára Costner voru gift í átján ár og eiga saman þrjú börn – tólf, fjórtán og fimmtán ára. Kevin Costner var áður giftur Cindy Silva og eiga þau sömuleiðis þrjú börn saman. Þau giftust árið 1978 en skildu árið 1994. Costner á einnig son með Bridget Rooney sem fæddist árið 1996. Costner hefur á ferli sínum leikið í fjölda stórmynda, meðal annars Unforgiven, The Bodyguard og JFK. Hann er þó líklega þekktastur fyrir kvikmyndina Dansar við úlfa frá árinu 1990. Hann vann þá Óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn, auk þess að myndin var valin besta mynd ársins.
Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Eiginkona Kevin Costner fer fram á skilnað Christine Costner, eiginkona stórleikarans Kevin Costner, hefur farið fram á skilnað. Þau hafa verið gift í átján ár og eiga saman þrjú börn. 3. maí 2023 08:31 Kevin Costner afhjúpar 27 ára gamalt leyndarmál á bak við hið fræga Bodyguard-plakat Plakatið sem fylgdi rómantísku spennumyndinni Bodyguard frá árinu 1992 er þekktasta kvikmyndaplakat sögunnar. Flestir héldu að þar mætti sjá Kevin Costner halda á Whitney Houston en Costner leiðrétti þann misskilning á dögunum. 23. júní 2019 13:49 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Eiginkona Kevin Costner fer fram á skilnað Christine Costner, eiginkona stórleikarans Kevin Costner, hefur farið fram á skilnað. Þau hafa verið gift í átján ár og eiga saman þrjú börn. 3. maí 2023 08:31
Kevin Costner afhjúpar 27 ára gamalt leyndarmál á bak við hið fræga Bodyguard-plakat Plakatið sem fylgdi rómantísku spennumyndinni Bodyguard frá árinu 1992 er þekktasta kvikmyndaplakat sögunnar. Flestir héldu að þar mætti sjá Kevin Costner halda á Whitney Houston en Costner leiðrétti þann misskilning á dögunum. 23. júní 2019 13:49