Segir FH vilja framherja Lyngby Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2023 20:31 Petur Knudsen fagnar einu af tveimur mörkum sínum á leiktíðinni. Lyngby Greint var frá því í síðasta þætti Þungavigtarinnar að FH vilji fá Petur Knudsen, framherja Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, í sínar raðir. FH leitar nú að arftaka Úlfs Ágústs Björnssonar sem heldur í nám vestanhafs á næstunni. Úlfur Ágúst er á leiðinni í Duke-háskólann í Bandaríkjunum og því er FH í leit að framherja til að leiða línu liðsins. Í síðasta þætti Þungavigtarinnar greindi Kristján Óli Sigurðsson frá því að Petur Knudsen væri á leiðinni í Hafnafjörð. Sá er 25 ára gamall og spilar undir stjórn Freys Alexanderssonar í danska úrvalsdeildarinnar liðinu Lyngby. Hann er að renna út á samningi þar á bæ og er því frjálst að semja við hvaða lið sem er eftir mánaðarmót. FH búnir að finna arftaka Úlfs sem heldur til Ameríkuhrepps í nám.72 ja mínútna krufning á helginni. Þátturinn mættur á https://t.co/QCdz171Jhy pic.twitter.com/uJRMy1Kdnb— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) June 12, 2023 Petur, sem er hluti af landsliðshóp Færeyja fyrir komandi leiki í undankeppni EM, er ekki á leið til FH samkvæmt heimildum Fótbolti.net. FH vildi upphaflega fá hann áður en tímabilið í Bestu deild karla hófst en meiðsli Alfreðs Finnbogasonar komu í veg fyrir að Lyngby léti hann fara. Færeyingurinn spilaði ekki með Lyngby fyrr en á síðari hluta tímabils. Á endanum tók hann þátt í 8 leikjum og skoraði 2 mörk er Lyngby hélt sér uppi á eftirminnilegan hátt. Fótbolti Íslenski boltinn Danski boltinn Besta deild karla FH Þungavigtin Tengdar fréttir Hrósar Frey eftir kraftaverkið mikla: „Aðrir hefðu misst klefann“ Sævar Atli Magnússon, atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu, hrósar þjálfara sínum hjá Lyngby, Frey Alexanderssyni hástert eftir að liðinu tókst að framkvæma kraftaverkið mikla og halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni. Sævari líður afar vel hjá Lyngby en framganga hans með liðinu hefur vakið áhuga annarra liða. 8. júní 2023 07:01 Freyr og félagar fá 200 milljónir til að spila úr Hollvinasamtök danska knattspyrnufélagsins Lyngby hafa styrkt félagið um rúmlega 10 milljónir danskra króna, eða yfir 200 milljónir íslenskra króna, til að efla liðið sem áfram mun spila í úrvalsdeild á næstu leiktíð. 7. júní 2023 14:31 „Fáir í kringum mig sem höfðu trú á þessu“ Freyr Alexandersson þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby, sem í gær vann kraftaverk sem tekið var eftir í Danmörku er liðið hélt sæti sínu í deildinni, segir afrek gærdagsins vera það stærsta á sínum þjálfaraferli. Hann hafði ávallt trú á því að liðinu tækist það sem margir töldu ómögulegt. 4. júní 2023 19:00 Freyr djúpt snortinn: „Höfum lagt allt í þessa vegferð“ Freyr Alexandersson, þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby í knattspyrnu, segist eiga erfitt með að lýsa kraftaverki dagsins þegar að Lyngby hélt sæti sínu í deild þeirra bestu í Danmörku. 3. júní 2023 17:38 Lyngby bjargaði sér eftir háspennu í lokaumferð Íslendingaliðið Lyngby heldur sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni eftir fádæma dramatík í lokaumferðinni. Horsens og Álaborg falla niður í næst efstu deild. 3. júní 2023 14:22 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Úlfur Ágúst er á leiðinni í Duke-háskólann í Bandaríkjunum og því er FH í leit að framherja til að leiða línu liðsins. Í síðasta þætti Þungavigtarinnar greindi Kristján Óli Sigurðsson frá því að Petur Knudsen væri á leiðinni í Hafnafjörð. Sá er 25 ára gamall og spilar undir stjórn Freys Alexanderssonar í danska úrvalsdeildarinnar liðinu Lyngby. Hann er að renna út á samningi þar á bæ og er því frjálst að semja við hvaða lið sem er eftir mánaðarmót. FH búnir að finna arftaka Úlfs sem heldur til Ameríkuhrepps í nám.72 ja mínútna krufning á helginni. Þátturinn mættur á https://t.co/QCdz171Jhy pic.twitter.com/uJRMy1Kdnb— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) June 12, 2023 Petur, sem er hluti af landsliðshóp Færeyja fyrir komandi leiki í undankeppni EM, er ekki á leið til FH samkvæmt heimildum Fótbolti.net. FH vildi upphaflega fá hann áður en tímabilið í Bestu deild karla hófst en meiðsli Alfreðs Finnbogasonar komu í veg fyrir að Lyngby léti hann fara. Færeyingurinn spilaði ekki með Lyngby fyrr en á síðari hluta tímabils. Á endanum tók hann þátt í 8 leikjum og skoraði 2 mörk er Lyngby hélt sér uppi á eftirminnilegan hátt.
Fótbolti Íslenski boltinn Danski boltinn Besta deild karla FH Þungavigtin Tengdar fréttir Hrósar Frey eftir kraftaverkið mikla: „Aðrir hefðu misst klefann“ Sævar Atli Magnússon, atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu, hrósar þjálfara sínum hjá Lyngby, Frey Alexanderssyni hástert eftir að liðinu tókst að framkvæma kraftaverkið mikla og halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni. Sævari líður afar vel hjá Lyngby en framganga hans með liðinu hefur vakið áhuga annarra liða. 8. júní 2023 07:01 Freyr og félagar fá 200 milljónir til að spila úr Hollvinasamtök danska knattspyrnufélagsins Lyngby hafa styrkt félagið um rúmlega 10 milljónir danskra króna, eða yfir 200 milljónir íslenskra króna, til að efla liðið sem áfram mun spila í úrvalsdeild á næstu leiktíð. 7. júní 2023 14:31 „Fáir í kringum mig sem höfðu trú á þessu“ Freyr Alexandersson þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby, sem í gær vann kraftaverk sem tekið var eftir í Danmörku er liðið hélt sæti sínu í deildinni, segir afrek gærdagsins vera það stærsta á sínum þjálfaraferli. Hann hafði ávallt trú á því að liðinu tækist það sem margir töldu ómögulegt. 4. júní 2023 19:00 Freyr djúpt snortinn: „Höfum lagt allt í þessa vegferð“ Freyr Alexandersson, þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby í knattspyrnu, segist eiga erfitt með að lýsa kraftaverki dagsins þegar að Lyngby hélt sæti sínu í deild þeirra bestu í Danmörku. 3. júní 2023 17:38 Lyngby bjargaði sér eftir háspennu í lokaumferð Íslendingaliðið Lyngby heldur sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni eftir fádæma dramatík í lokaumferðinni. Horsens og Álaborg falla niður í næst efstu deild. 3. júní 2023 14:22 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Hrósar Frey eftir kraftaverkið mikla: „Aðrir hefðu misst klefann“ Sævar Atli Magnússon, atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu, hrósar þjálfara sínum hjá Lyngby, Frey Alexanderssyni hástert eftir að liðinu tókst að framkvæma kraftaverkið mikla og halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni. Sævari líður afar vel hjá Lyngby en framganga hans með liðinu hefur vakið áhuga annarra liða. 8. júní 2023 07:01
Freyr og félagar fá 200 milljónir til að spila úr Hollvinasamtök danska knattspyrnufélagsins Lyngby hafa styrkt félagið um rúmlega 10 milljónir danskra króna, eða yfir 200 milljónir íslenskra króna, til að efla liðið sem áfram mun spila í úrvalsdeild á næstu leiktíð. 7. júní 2023 14:31
„Fáir í kringum mig sem höfðu trú á þessu“ Freyr Alexandersson þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby, sem í gær vann kraftaverk sem tekið var eftir í Danmörku er liðið hélt sæti sínu í deildinni, segir afrek gærdagsins vera það stærsta á sínum þjálfaraferli. Hann hafði ávallt trú á því að liðinu tækist það sem margir töldu ómögulegt. 4. júní 2023 19:00
Freyr djúpt snortinn: „Höfum lagt allt í þessa vegferð“ Freyr Alexandersson, þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby í knattspyrnu, segist eiga erfitt með að lýsa kraftaverki dagsins þegar að Lyngby hélt sæti sínu í deild þeirra bestu í Danmörku. 3. júní 2023 17:38
Lyngby bjargaði sér eftir háspennu í lokaumferð Íslendingaliðið Lyngby heldur sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni eftir fádæma dramatík í lokaumferðinni. Horsens og Álaborg falla niður í næst efstu deild. 3. júní 2023 14:22