Spyr hver beri ábyrgð á bílhræi Árni Sæberg skrifar 11. júní 2023 21:59 Bíllinn er ansi illa farinn. Facebook/Ólöf Hallgrímsdóttir Kona sem rekur ferðaþjónustufyrirtæki spyr sig hver beri ábyrgð á bílhræi, sem legið hefur í vegkanti í sveitinni síðan á aðfaranótt laugardags. Hún segir vegfarendur um fjölfarinn veginn stöðva við hræið og það valdi þannig slysahættu. „Aðfaranótt laugardags varð hér í sveit, nálægt einum af vinsælli ferðamannastöðum sveitarinnar, bílslys. Fjórir voru í bílnum og sluppu ótrúlega vel. Bíllinn er á hvolfi, mjög illa farinn,“ svo hefst færsla Ólafar Hallgrímsdóttur á Facebook. Ólöf rekur ferðaþjónustufyrirtæki í Mývatnssveit. Hún segir að búið sé að hafa samband við lögregluna og biðja um að bíllinn verði fjarlægður, þar sem hann liggi í klessu við fjölfarinn veginn og valdi því að ökumenn stoppa við hann, sem einnig valdi slysahættu. „Þegar slysið varð mætti lögreglan a staðinn og gulur borði settur á hræið. Fróðlegt væri að vita á hvers ábyrgð er bílhræið þarna umvafið gulum löregluborða. Ég bara get ekki skilið afhverju er ekki drifið í að fjarlægja bílinn sem allra fyrst. Er þetta Ísland í dag, allir án ábyrgðar og allt gerist á hraða snigilsins?“ spyr Ólöf. Ökumaður og farþegar heppnir með bjargvætti Ríkisútvarpið greindi frá bílslysinu í gærkvöldi. Í frétt Rúv segir að vinahópur úr Reykjahlíð hafi fundið bílinn eftir að hafa heyrt lágt suð í fjarska. Vinirnir hafi verið nýkomnir heim eftir langan vinnudag en samt ákveðið að renna á hljóðið. Hljóðið hafi beint þeim í átt að Grjótagjá, þar sem bíllinn lá í klessu. Allir sem voru um borð í bílnum hafi verið komnir út úr honum og svo vel hafi viljað til að í vinahópnum úr Reykjahlíð voru tveir björgunarsveitarmenn og einn slökkviliðsmaður. Þeir hafi því hlúð að fólkinu og ekið því til móts við sjúkraflutningamenn, sem fluttu það á spítala tið skoðunar. Lögreglumál Þingeyjarsveit Samgönguslys Umhverfismál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
„Aðfaranótt laugardags varð hér í sveit, nálægt einum af vinsælli ferðamannastöðum sveitarinnar, bílslys. Fjórir voru í bílnum og sluppu ótrúlega vel. Bíllinn er á hvolfi, mjög illa farinn,“ svo hefst færsla Ólafar Hallgrímsdóttur á Facebook. Ólöf rekur ferðaþjónustufyrirtæki í Mývatnssveit. Hún segir að búið sé að hafa samband við lögregluna og biðja um að bíllinn verði fjarlægður, þar sem hann liggi í klessu við fjölfarinn veginn og valdi því að ökumenn stoppa við hann, sem einnig valdi slysahættu. „Þegar slysið varð mætti lögreglan a staðinn og gulur borði settur á hræið. Fróðlegt væri að vita á hvers ábyrgð er bílhræið þarna umvafið gulum löregluborða. Ég bara get ekki skilið afhverju er ekki drifið í að fjarlægja bílinn sem allra fyrst. Er þetta Ísland í dag, allir án ábyrgðar og allt gerist á hraða snigilsins?“ spyr Ólöf. Ökumaður og farþegar heppnir með bjargvætti Ríkisútvarpið greindi frá bílslysinu í gærkvöldi. Í frétt Rúv segir að vinahópur úr Reykjahlíð hafi fundið bílinn eftir að hafa heyrt lágt suð í fjarska. Vinirnir hafi verið nýkomnir heim eftir langan vinnudag en samt ákveðið að renna á hljóðið. Hljóðið hafi beint þeim í átt að Grjótagjá, þar sem bíllinn lá í klessu. Allir sem voru um borð í bílnum hafi verið komnir út úr honum og svo vel hafi viljað til að í vinahópnum úr Reykjahlíð voru tveir björgunarsveitarmenn og einn slökkviliðsmaður. Þeir hafi því hlúð að fólkinu og ekið því til móts við sjúkraflutningamenn, sem fluttu það á spítala tið skoðunar.
Lögreglumál Þingeyjarsveit Samgönguslys Umhverfismál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira