Segir borgina brjóta lög með verklagi sínu sem snerti á annað hundrað manns Helena Rós Sturludóttir skrifar 11. júní 2023 21:00 Flóki Ásgeirsson lögmaður segir borgina brjóta lög í tengslum við biðlista um sértæk húsnæðisúrræði. Vísir/Arnar Reykjavíkurborg brýtur lög með verklagi sínu í kringum biðlista einstaklinga eftir sértækum húsnæðisúrræðum að sögn lögmanns Landssamtakanna Þroskahjálp. Á annað hundrað manns eru á biðlista og enginn veit hvenær röðin kemur að honum. Í gær greindum við frá því að Landsamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Bæturnar gætu numið hundruðum milljóna króna. Faðir einhverfs ungs manns sem beðið hefur á biðlista í um fimm ár sagði verklagi með öllu óskiljanlegt og að erfitt væri að skipuleggja framtíðina. Hafa ekki breytt verklaginu Lögmaður Þroskahjálpar kallaði eftir svörum frá borginni í mars síðastliðnum. „Staðan eins og hún er í dag er sú að þessi svör hafa ekki ennþá fengist þá virðist hvorki hafa verið gerðar þær nauðsynlegu breytingar á verklaginu við biðlistina sem leiða af niðurstöðu dómsins og síðan virðist ekkert hafa verið gert í því að gera upp gagnvart öðrum einstaklingum en þeim sem átti aðild að þessu dómsmáli,“ segir Flóki Ásgeirsson lögmaður. Niðurstaða héraðsdóms hafi verið skýr. „Það var ekki nægjanlegt eins og sveitarfélögin framkvæmdu þetta og Reykjavíkurborg í þessu tilviki að vera eingöngu með í raun og veru svona safn af þeim sem voru á biðlista án þess að raða þeim innbyrðis og án þess að það lægi þá fyrir fyrir hvern og einn einstakling hvar hann stæði í röðinni og hvenær hann gæti svona vænst þess að biðinni lyki,“ segir Flóki. Bíða svara frá borginni Verklagið sé enn viðhaft hjá borginni og fyrir utan þennan eina einstakling sem fór í mál við borgina á þessum tíma þá hafi aðrir einstaklingar ekki fengið neina leiðréttingu og engar bætur. Að sögn Flóka hefur Þoskahjálp fengið þær upplýsingar frá borginni að málið snúi að á annað hundrað einstaklinga, það eigi þó aðeins við um þá sem búi í Reykjavík. Við þá tölu bætist svo við einstaklingar í sömu stöðu um land allt. Þroskahjálp bíður nú svara frá borginni um það hvort borgin ætli sé að leiðbeina þeim einstaklingum sem eru í þessari stöðu og gefa þeim tækifæri til að leita réttar síns.„Eða þá ef borgin hyggst ekki gera það að hún upplýsi þá Þroskahjálp um hvaða einstaklingar þetta eru þannig að Þroskahjálp geti þá haft milligöngu um að koma þessum upplýsingum á framfæri.“ Reykjavíkurborg hefur lýst því yfir að hún muni svara einhverju 1. júlí næstkomandi í samskiptum sínum við Þroskahjálp en hvað það verður, liggur ekki fyrir. Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Tengdar fréttir „Vinnubrögð borgarinnar vonandi einsdæmi“ Lögmaður fjölfatlaðs manns sem hefur síðan í vor verið neitað um heimaþjónustu vonar að vinnubrögð Reykjavíkurborgar í málinu séu einsdæmi. Maðurinn missti pláss á hjúkrunarheimili aldraðra í gær og var vísað á spítala. Hann segir skrítið að liggja án veikinda á stofnun sem sé á neyðarstigi. 3. janúar 2022 19:00 Borgin greiði fötluðum manni miskabætur Reykjavíkurborg var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fötluðum manni á þrítugsaldri miskabætur að fjárhæð 1,1 milljón króna. 16. júní 2021 15:43 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Í gær greindum við frá því að Landsamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Bæturnar gætu numið hundruðum milljóna króna. Faðir einhverfs ungs manns sem beðið hefur á biðlista í um fimm ár sagði verklagi með öllu óskiljanlegt og að erfitt væri að skipuleggja framtíðina. Hafa ekki breytt verklaginu Lögmaður Þroskahjálpar kallaði eftir svörum frá borginni í mars síðastliðnum. „Staðan eins og hún er í dag er sú að þessi svör hafa ekki ennþá fengist þá virðist hvorki hafa verið gerðar þær nauðsynlegu breytingar á verklaginu við biðlistina sem leiða af niðurstöðu dómsins og síðan virðist ekkert hafa verið gert í því að gera upp gagnvart öðrum einstaklingum en þeim sem átti aðild að þessu dómsmáli,“ segir Flóki Ásgeirsson lögmaður. Niðurstaða héraðsdóms hafi verið skýr. „Það var ekki nægjanlegt eins og sveitarfélögin framkvæmdu þetta og Reykjavíkurborg í þessu tilviki að vera eingöngu með í raun og veru svona safn af þeim sem voru á biðlista án þess að raða þeim innbyrðis og án þess að það lægi þá fyrir fyrir hvern og einn einstakling hvar hann stæði í röðinni og hvenær hann gæti svona vænst þess að biðinni lyki,“ segir Flóki. Bíða svara frá borginni Verklagið sé enn viðhaft hjá borginni og fyrir utan þennan eina einstakling sem fór í mál við borgina á þessum tíma þá hafi aðrir einstaklingar ekki fengið neina leiðréttingu og engar bætur. Að sögn Flóka hefur Þoskahjálp fengið þær upplýsingar frá borginni að málið snúi að á annað hundrað einstaklinga, það eigi þó aðeins við um þá sem búi í Reykjavík. Við þá tölu bætist svo við einstaklingar í sömu stöðu um land allt. Þroskahjálp bíður nú svara frá borginni um það hvort borgin ætli sé að leiðbeina þeim einstaklingum sem eru í þessari stöðu og gefa þeim tækifæri til að leita réttar síns.„Eða þá ef borgin hyggst ekki gera það að hún upplýsi þá Þroskahjálp um hvaða einstaklingar þetta eru þannig að Þroskahjálp geti þá haft milligöngu um að koma þessum upplýsingum á framfæri.“ Reykjavíkurborg hefur lýst því yfir að hún muni svara einhverju 1. júlí næstkomandi í samskiptum sínum við Þroskahjálp en hvað það verður, liggur ekki fyrir.
Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Tengdar fréttir „Vinnubrögð borgarinnar vonandi einsdæmi“ Lögmaður fjölfatlaðs manns sem hefur síðan í vor verið neitað um heimaþjónustu vonar að vinnubrögð Reykjavíkurborgar í málinu séu einsdæmi. Maðurinn missti pláss á hjúkrunarheimili aldraðra í gær og var vísað á spítala. Hann segir skrítið að liggja án veikinda á stofnun sem sé á neyðarstigi. 3. janúar 2022 19:00 Borgin greiði fötluðum manni miskabætur Reykjavíkurborg var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fötluðum manni á þrítugsaldri miskabætur að fjárhæð 1,1 milljón króna. 16. júní 2021 15:43 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
„Vinnubrögð borgarinnar vonandi einsdæmi“ Lögmaður fjölfatlaðs manns sem hefur síðan í vor verið neitað um heimaþjónustu vonar að vinnubrögð Reykjavíkurborgar í málinu séu einsdæmi. Maðurinn missti pláss á hjúkrunarheimili aldraðra í gær og var vísað á spítala. Hann segir skrítið að liggja án veikinda á stofnun sem sé á neyðarstigi. 3. janúar 2022 19:00
Borgin greiði fötluðum manni miskabætur Reykjavíkurborg var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fötluðum manni á þrítugsaldri miskabætur að fjárhæð 1,1 milljón króna. 16. júní 2021 15:43