„Ég neita að trúa að Alþingi Íslendinga ætli að vera svona smátt“ Jakob Bjarnar og Magnús Jochum Pálsson skrifa 7. júní 2023 14:03 Þorgerður Katrin, Hanna Katrín og Helga Vala... allar hafa þær gagnrýnt það hversu brátt þinglokin bera að og að fjöldi mikilvægra mála liggi óafgreidd. Vísir/Vilhelm Harðar umræður urðu á Alþingi í dag vegna erindis er varðar undanþágu vegna tollfrjáls innflutnings frá Úkraínu. Þingmenn Viðreisnar flykktust í pontu til að gagnrýna máttleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart hagsmunaöflum íslensks landbúnaðar. Vísir hefur greint frá því að hastarleg þinglok hafa komið ýmsum innan þings sem utan í opna skjöldu. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar hefur sagt að ýmis afar mikilvæg mál séu óafgreidd. Helst var á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að skilja, í viðtali á Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun, að það væri verðugt markmið í sjálfu sér að þinglok yrðu „Það sem er nú kannski merkilegast er að við séum að klára á áætluðum tíma,“ sagði Katrín og taldi ekki vert að keyra inn í erfiða umræðu um ýmis mál á þessum tímapunkti. Þrýstingur frá hagsmunaaðilum stjórnvöldum erfiður En það breytir ekki því, eða er kannski öllu heldur ástæðan fyrir því að fjölmargir eru ósáttir með vinnubrögðin. Einn þeirra er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sem barist hefur fyrir máli sem varðar tollfrelsi á úkraínskum vörum. Hann rak í rogastans og telur fyrir neðan allar hellur að málið brenni inni vegna þess að mikilvægt sé að þingmenn komist í sumarfrí á áætluðum tíma. Hann taldi málið stranda á þrýstingi lobbíista tengdum landbúnaðinum. Að sögn Ólafs metur matvælaráðuneytið það svo að innflutningur á úkraínskum kjúklingi án tolla nemi um tveimur til þremur prósentum af markaðnum. „Þannig að hér er verið að hverfa frá stuðningi við Úkraínu til að verja minniháttar hagsmuni nokkurra fyrirtækja í alifuglaframleiðslu. Þessi vinnubrögð eru íslenskum stjórnvöldum til fullkominnar skammar.“ Smáir Íslendingar í ókræsilegum flokki Þingmenn Viðreisnar tóku lobbíista-þátt málsins upp á þinginu í dag undir fundarstjóralið og voru þung orð látin falla. Þess ber að geta að þingmenn Viðreisnar tóku einir þátt í umræðum um málið. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir opnaði umræðuna. Hún sagði óásættanlegt að framlengingu á tollfrjálsum innflutningi úkraínskra vara væri hvergi að sjá á dagskrá þingsins þrátt fyrir eindreginn stuðning forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fleiri ráðherra. Þorgerður Katrín hefur, ásamt samflokksfólki sínu, gagnrýnt ákvörðun ríkisstjórnarinnar að framlengja ekki tollfrjálsan innflutning á vörum frá Úkraínu.Vísir/Vilhelm „Við vitum það alveg að það er einn flokkur fyrst og fremst og eitthvað brot úr Sjálfstæðisflokknum sem er að stoppa þetta. Framsóknarflokkurinn vill ekki að þetta mál njóti framgangs eða forgangs hér. Herkvaðning hagsmunaaflanna hefur náð hingað til þess að stoppa þetta mál, sem er mjög táknrænt.“ „Það er ekki margt sem við Íslendingar getum gert til að styðja Úkraínu, við höfum gert það vel fram að þessu. Við eigum að sjá sóma okkar í því að halda áfram, í þann tíma meðan stríðið í Úkraínu varir, að framlengja þessa undanþágu,“ sagði Þorgerður sem sagði þessa ákvörðun ofvaxna sínum skilningi. Hanna Katrín Friðriksson fór einnig í pontu og sagði Íslendinga setja sig í lítt eftirsóknarverðan sérflokk þegar kæmi að aðstoð við Úkraínu og sagðist ekki vilja trúa því fyrr en hún reyndi að þingið ætlaði að reynast svo smátt. Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði Íslendinga setja sig í sérflokk sem eina vestræna ríkið sem ætlaði ekki að halda áfram stuðningi við Úkraínu.Vísir/Vilhelm „Það virðist sem íslensk stjórnvöld ætli að setja sig í sérflokk þegar kemur að aðstoð við Úkraínu. Og það ekkert sérlega eftirsóknarverðan sérflokk. Eina vestræna ríkið sem ekki virðist ætla að framlengja táknræna en þó mikilvæga aðstoð við Úkraínu. Sem, svo ég vitni í vinsælt orðalag flestra í ríkisstjórninni, berst fyrir okkar gildum við afturhaldsöfl Putíns,“ sagði Hanna Katrín í ræðupúlti þingsins. Hún sagði þetta mikilvægt mál, sem hefði verið að velkjast um í stjórnkerfinu í nokkrar vikur og undanþágan sé nú runnin út. „Undanþága til að flytja inn tollfrjálsa alifugla! En það truflar. Við getum ekki veitt þá aðstoð. Og ég neita að trúa því að Alþingi Íslendinga ætli að vera svona smátt.“ Hanna Katrín segist í samtali við Vísi, líkt og Ólafur, vonast til að umræðan verði til að hreyfa við málinu. „Þetta er til háborinnar skammar ef fram fer sem horfir.“ „Hversu smá ætlum við að vera?“ Karlarnir í Viðreisn létu sig ekki vanta í umræðuna um málið. Guðbrandur Einarsson sagði að stríðinu í Úkraínu væri ekki enn lokið og fólk væri þar enn að deyja og Sigmar Guðmundsson sagði þingið þurfa að standa í lappirnar gagnvart lobbíistum. „Við sögðum það einróma í þessum sal á sínum tíma að við ætluðum að standa með Úkraínu þar til yfir lyki. Öll sem eitt tókum við undir það,“ sagði Guðbrandur. Hann sagðist ekki hafa fengið nein svör um málið í efnahags- og viðskiptanefnd en að hann hygðist halda áfram að þrýsta á nefndina. „Hversu smá ætlum við að vera?“ spurði Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sem fór síðastur í pontu. Sigmar Guðmundsson sagði að Alþingi þyrfti að standa í lappirnar andspænis hagsmunaöflum landbúnaðarins.Vísir/Vilhelm Á meðan íslenskir ráðamenn tækju í höndina á Selenskí og böðuðu sig í faðmlögum hans þá væri verið að stöðva smátt en táknrænt framlag Íslands til Úkraínu, þjóð sem væri í stríði og stæði vörð um gildi Íslands. „Það sama er að gerast og gerðist þegar við vorum að beita Rússa refsiaðgerðum fyrir einhverjum árum síðan. Það kom þrýstingur frá útgerðinni, „Við erum að tapa pening á þessu, við verðum að hætta“. Þá stóð pólitíkin að mestu leyti í lappirnar og við hljótum að geta ætlast til þess að það sama gerist,“ sagði Sigmar. Íslenska ríkisstjórnin hlyti að halda áfram að styðja við úkraínsku þjóðina með þeim hætti sem hún gæti þar til yfir lyki og stríðið kláraðist. Forsætisráðherra hlynnt framlengingu Bráðabirgðaákvæðið um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara var samþykkt í júní á síðasta ári til að styðja við úkraínskt efnahags- og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla. Ákvæðið féll úr gildi 30. maí og var Katrín Jakobsdóttir, spurð út í ákvæðið á Alþingi í kjölfarið. Hún sagðist þá telja það skynsamlegt að framlengja tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara. „Samkvæmt mínum heimildum hefur verðmæti þessara vara numið 90 milljónum króna, samanborið við 25 milljónum króna árið 2021,“ sagði Katrín í svari sínu. „Ég hefði talið það skynsamlega leið að halda þessu áfram,“ sagði hún jafnframt en viðurkenndi að málið hefði ekki komið inn á borð ríkisstjórnar og það væri hægur vandi að framlengja frelsið. Samtök fyrirtækja í landbúnaði sendu fjármálaráðherra bréf fyrr í maí þar sem þau mæltust til þess að ákvæðið yrði ekki endurnýjað. Ákvæðið leiddi til tjóns fyrir bændur og kæmi niður á samkeppnislegri stöðu þeirra á alífuglamarkaði. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Skattar og tollar Viðreisn Tengdar fréttir Hastarleg þinglok koma þingmönnum í opna skjöldu Forseti Alþingis tilkynnti við upphaf þingfundar á mánudag að starfsáætlun þingsins verði felld úr gildi frá og með næsta miðvikudegi eins og samþykkt hefði verið á fundum með forsætisnefnd og formönnum þingflokka. Í gærkvöldi er hins vegar tilkynnt að samið hafi verið um þinglok Alþingis í gær. 7. júní 2023 10:19 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Vísir hefur greint frá því að hastarleg þinglok hafa komið ýmsum innan þings sem utan í opna skjöldu. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar hefur sagt að ýmis afar mikilvæg mál séu óafgreidd. Helst var á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að skilja, í viðtali á Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun, að það væri verðugt markmið í sjálfu sér að þinglok yrðu „Það sem er nú kannski merkilegast er að við séum að klára á áætluðum tíma,“ sagði Katrín og taldi ekki vert að keyra inn í erfiða umræðu um ýmis mál á þessum tímapunkti. Þrýstingur frá hagsmunaaðilum stjórnvöldum erfiður En það breytir ekki því, eða er kannski öllu heldur ástæðan fyrir því að fjölmargir eru ósáttir með vinnubrögðin. Einn þeirra er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sem barist hefur fyrir máli sem varðar tollfrelsi á úkraínskum vörum. Hann rak í rogastans og telur fyrir neðan allar hellur að málið brenni inni vegna þess að mikilvægt sé að þingmenn komist í sumarfrí á áætluðum tíma. Hann taldi málið stranda á þrýstingi lobbíista tengdum landbúnaðinum. Að sögn Ólafs metur matvælaráðuneytið það svo að innflutningur á úkraínskum kjúklingi án tolla nemi um tveimur til þremur prósentum af markaðnum. „Þannig að hér er verið að hverfa frá stuðningi við Úkraínu til að verja minniháttar hagsmuni nokkurra fyrirtækja í alifuglaframleiðslu. Þessi vinnubrögð eru íslenskum stjórnvöldum til fullkominnar skammar.“ Smáir Íslendingar í ókræsilegum flokki Þingmenn Viðreisnar tóku lobbíista-þátt málsins upp á þinginu í dag undir fundarstjóralið og voru þung orð látin falla. Þess ber að geta að þingmenn Viðreisnar tóku einir þátt í umræðum um málið. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir opnaði umræðuna. Hún sagði óásættanlegt að framlengingu á tollfrjálsum innflutningi úkraínskra vara væri hvergi að sjá á dagskrá þingsins þrátt fyrir eindreginn stuðning forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fleiri ráðherra. Þorgerður Katrín hefur, ásamt samflokksfólki sínu, gagnrýnt ákvörðun ríkisstjórnarinnar að framlengja ekki tollfrjálsan innflutning á vörum frá Úkraínu.Vísir/Vilhelm „Við vitum það alveg að það er einn flokkur fyrst og fremst og eitthvað brot úr Sjálfstæðisflokknum sem er að stoppa þetta. Framsóknarflokkurinn vill ekki að þetta mál njóti framgangs eða forgangs hér. Herkvaðning hagsmunaaflanna hefur náð hingað til þess að stoppa þetta mál, sem er mjög táknrænt.“ „Það er ekki margt sem við Íslendingar getum gert til að styðja Úkraínu, við höfum gert það vel fram að þessu. Við eigum að sjá sóma okkar í því að halda áfram, í þann tíma meðan stríðið í Úkraínu varir, að framlengja þessa undanþágu,“ sagði Þorgerður sem sagði þessa ákvörðun ofvaxna sínum skilningi. Hanna Katrín Friðriksson fór einnig í pontu og sagði Íslendinga setja sig í lítt eftirsóknarverðan sérflokk þegar kæmi að aðstoð við Úkraínu og sagðist ekki vilja trúa því fyrr en hún reyndi að þingið ætlaði að reynast svo smátt. Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði Íslendinga setja sig í sérflokk sem eina vestræna ríkið sem ætlaði ekki að halda áfram stuðningi við Úkraínu.Vísir/Vilhelm „Það virðist sem íslensk stjórnvöld ætli að setja sig í sérflokk þegar kemur að aðstoð við Úkraínu. Og það ekkert sérlega eftirsóknarverðan sérflokk. Eina vestræna ríkið sem ekki virðist ætla að framlengja táknræna en þó mikilvæga aðstoð við Úkraínu. Sem, svo ég vitni í vinsælt orðalag flestra í ríkisstjórninni, berst fyrir okkar gildum við afturhaldsöfl Putíns,“ sagði Hanna Katrín í ræðupúlti þingsins. Hún sagði þetta mikilvægt mál, sem hefði verið að velkjast um í stjórnkerfinu í nokkrar vikur og undanþágan sé nú runnin út. „Undanþága til að flytja inn tollfrjálsa alifugla! En það truflar. Við getum ekki veitt þá aðstoð. Og ég neita að trúa því að Alþingi Íslendinga ætli að vera svona smátt.“ Hanna Katrín segist í samtali við Vísi, líkt og Ólafur, vonast til að umræðan verði til að hreyfa við málinu. „Þetta er til háborinnar skammar ef fram fer sem horfir.“ „Hversu smá ætlum við að vera?“ Karlarnir í Viðreisn létu sig ekki vanta í umræðuna um málið. Guðbrandur Einarsson sagði að stríðinu í Úkraínu væri ekki enn lokið og fólk væri þar enn að deyja og Sigmar Guðmundsson sagði þingið þurfa að standa í lappirnar gagnvart lobbíistum. „Við sögðum það einróma í þessum sal á sínum tíma að við ætluðum að standa með Úkraínu þar til yfir lyki. Öll sem eitt tókum við undir það,“ sagði Guðbrandur. Hann sagðist ekki hafa fengið nein svör um málið í efnahags- og viðskiptanefnd en að hann hygðist halda áfram að þrýsta á nefndina. „Hversu smá ætlum við að vera?“ spurði Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sem fór síðastur í pontu. Sigmar Guðmundsson sagði að Alþingi þyrfti að standa í lappirnar andspænis hagsmunaöflum landbúnaðarins.Vísir/Vilhelm Á meðan íslenskir ráðamenn tækju í höndina á Selenskí og böðuðu sig í faðmlögum hans þá væri verið að stöðva smátt en táknrænt framlag Íslands til Úkraínu, þjóð sem væri í stríði og stæði vörð um gildi Íslands. „Það sama er að gerast og gerðist þegar við vorum að beita Rússa refsiaðgerðum fyrir einhverjum árum síðan. Það kom þrýstingur frá útgerðinni, „Við erum að tapa pening á þessu, við verðum að hætta“. Þá stóð pólitíkin að mestu leyti í lappirnar og við hljótum að geta ætlast til þess að það sama gerist,“ sagði Sigmar. Íslenska ríkisstjórnin hlyti að halda áfram að styðja við úkraínsku þjóðina með þeim hætti sem hún gæti þar til yfir lyki og stríðið kláraðist. Forsætisráðherra hlynnt framlengingu Bráðabirgðaákvæðið um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara var samþykkt í júní á síðasta ári til að styðja við úkraínskt efnahags- og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla. Ákvæðið féll úr gildi 30. maí og var Katrín Jakobsdóttir, spurð út í ákvæðið á Alþingi í kjölfarið. Hún sagðist þá telja það skynsamlegt að framlengja tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara. „Samkvæmt mínum heimildum hefur verðmæti þessara vara numið 90 milljónum króna, samanborið við 25 milljónum króna árið 2021,“ sagði Katrín í svari sínu. „Ég hefði talið það skynsamlega leið að halda þessu áfram,“ sagði hún jafnframt en viðurkenndi að málið hefði ekki komið inn á borð ríkisstjórnar og það væri hægur vandi að framlengja frelsið. Samtök fyrirtækja í landbúnaði sendu fjármálaráðherra bréf fyrr í maí þar sem þau mæltust til þess að ákvæðið yrði ekki endurnýjað. Ákvæðið leiddi til tjóns fyrir bændur og kæmi niður á samkeppnislegri stöðu þeirra á alífuglamarkaði.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Skattar og tollar Viðreisn Tengdar fréttir Hastarleg þinglok koma þingmönnum í opna skjöldu Forseti Alþingis tilkynnti við upphaf þingfundar á mánudag að starfsáætlun þingsins verði felld úr gildi frá og með næsta miðvikudegi eins og samþykkt hefði verið á fundum með forsætisnefnd og formönnum þingflokka. Í gærkvöldi er hins vegar tilkynnt að samið hafi verið um þinglok Alþingis í gær. 7. júní 2023 10:19 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Hastarleg þinglok koma þingmönnum í opna skjöldu Forseti Alþingis tilkynnti við upphaf þingfundar á mánudag að starfsáætlun þingsins verði felld úr gildi frá og með næsta miðvikudegi eins og samþykkt hefði verið á fundum með forsætisnefnd og formönnum þingflokka. Í gærkvöldi er hins vegar tilkynnt að samið hafi verið um þinglok Alþingis í gær. 7. júní 2023 10:19
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent