Ala upp hrafnsunga sem elskar kattamat Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júní 2023 21:04 Sölvi Snær Jökulsson, sem er umsjónarmaður Storms á heimili sínu í Tjarnabyggðinni í Árborg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er mikil hamingja á heimili í Árborg eftir að fjölskyldan bjargaði hrafnsunga eftir að laupurinn, sem hann var í fauk úr tré í miklu roki. Unginn hefur það gott innan um hænurnar á heimilinu en stefnt er að því að sleppa honum um leið og hann verður fleygur. Unginn var í laup grenitré á Selfossi ásamt systkinum sínum þegar mikið hvassviðri gekk yfir í lok maí, sem varð til þess að hann fauk niður úr trénu og ungarnir, sem voru í honum drápust allir nema einn, sem hefur fengið nafnið Stormur og dvelur hann nú í góðu yfirlæti hjá fjölskyldu í Tjarnarbyggð í Árborg. „Við vorum bara í göngutúr og við ætluðum bara að kíkja á laupinn, sem við vorum búin að sjá í nokkra daga en svo fundum við laupinn allan í rúst á miðri götu og hann var einn eftir þar. Stormur var mjög veikur eftir það og vissi ekkert hvar mamma hans og pabbi voru eða neitt,“ segir Jón Heiðar Grétarsson, 10 ára bjargvættur Storms. En hvað varð um alla hina ungana? „Þeir duttu úr laupnum þegar hann datt fyrst og þeir dóu. Svo voru einhverjir, sem settu þá undir tré en þá kom köttur og át þá. Stormur er algjör lukkuungi að hafa lifað þetta af“, segir Jón Heiðar stoltur. Jón Heiðar Grétarsson, 10 ára Selfyssingur og bjargvættur Storms.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stormur fær ýmislegt gott að borða hjá nýju fjölskyldu sinni, meðal annars egg en uppáhaldið hans er kattamatur. Og er þetta ekki bara skemmtilegt? „Jú, jú, sérstaklega fyrir krakkana en við erum með hann í Laup á sama svæði og hænurnar okkar. Vonandi náum við að sleppa honum einhvern tímann um mitt sumar. Við þurfum fyrst að þjálfa hann í að finna sér eitthvað að éta og fljúga og svona,“ segir Sölvi Snær. Stormur er í laup á nýja heimilinu sínu í Árborg og unir sér þar vel innan um hænurnar, sem búa á sama svæði og hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Fuglar Dýr Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Unginn var í laup grenitré á Selfossi ásamt systkinum sínum þegar mikið hvassviðri gekk yfir í lok maí, sem varð til þess að hann fauk niður úr trénu og ungarnir, sem voru í honum drápust allir nema einn, sem hefur fengið nafnið Stormur og dvelur hann nú í góðu yfirlæti hjá fjölskyldu í Tjarnarbyggð í Árborg. „Við vorum bara í göngutúr og við ætluðum bara að kíkja á laupinn, sem við vorum búin að sjá í nokkra daga en svo fundum við laupinn allan í rúst á miðri götu og hann var einn eftir þar. Stormur var mjög veikur eftir það og vissi ekkert hvar mamma hans og pabbi voru eða neitt,“ segir Jón Heiðar Grétarsson, 10 ára bjargvættur Storms. En hvað varð um alla hina ungana? „Þeir duttu úr laupnum þegar hann datt fyrst og þeir dóu. Svo voru einhverjir, sem settu þá undir tré en þá kom köttur og át þá. Stormur er algjör lukkuungi að hafa lifað þetta af“, segir Jón Heiðar stoltur. Jón Heiðar Grétarsson, 10 ára Selfyssingur og bjargvættur Storms.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stormur fær ýmislegt gott að borða hjá nýju fjölskyldu sinni, meðal annars egg en uppáhaldið hans er kattamatur. Og er þetta ekki bara skemmtilegt? „Jú, jú, sérstaklega fyrir krakkana en við erum með hann í Laup á sama svæði og hænurnar okkar. Vonandi náum við að sleppa honum einhvern tímann um mitt sumar. Við þurfum fyrst að þjálfa hann í að finna sér eitthvað að éta og fljúga og svona,“ segir Sölvi Snær. Stormur er í laup á nýja heimilinu sínu í Árborg og unir sér þar vel innan um hænurnar, sem búa á sama svæði og hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Fuglar Dýr Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira