Tekur við vegna ástríðu fremur en nauðsynjar: „Fann ég þyrfti á þessu að halda“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2023 09:01 Óskar Bjarni Óskarsson, nýráðinn þjálfari Vals. Vísir/Einar Óskar Bjarni Óskarsson var í dag ráðinn þjálfari karlaliðs Vals í handbolta í þriðja sinn á sínum ferli. Hann kveðst fremur vera viljugur en tilneyddur til verkefnisins. Þrátt fyrir að síðasta leiktíð hafi illa fyrir Val þar sem liðið tapaði þónokkrum leikjum í röð undir lok leiktíðar og féll út fyrir Haukum í 8-liða úrslitum segir Óskar Bjarni það hafa verið stórskemmtilegt. „Þetta var skrýtinn endir á eiginlega frábæru tímabili. Auðvitað viltu alltaf fara alla leið og spila til úrslita, en ef ég ætti að skipta þessu tímabili fyrir eitthvað annað þá myndi ég líklega ekki gera það. Mér fannst félagið standa sig alveg frábærlega, sjálfboðaliðar og allir í kringum þetta Evrópuævintýri þar sem við spilum eiginlega tólf úrslitaleiki,“ „Þetta var frábært fyrir strákana og okkur öll.“ segir Óskar Bjarni. Verið í pípunum um hríð Óskar var aðstoðarþjálfari Snorra Steins Guðjónssonar og tekur við keflinu af honum eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari karla. Hann ráðninguna því hafa legið fyrir um hríð og hann hafi nýtt þann tíma vel til að hugsa sig um hvort hann vildi taka verkefnið að sér. „Við getum sagt að þetta hafi legið aðeins fyrir. Við erum búin að vera að undirbúa jarðveginn frá því að nafn Snorra var á lista og HSÍ í sinni vinnu með það,“ „Í sjálfu sér var ég líka ánægður með það að ég vildi raunverulega taka við þessu. Ekki bara af því að ég væri Óskar Bjarni og hefði verið lengi í Val, heldur fór félagið og stjórnin í gegnum góða vinnu,“ segir Óskar Bjarni. Forréttindi að vinna hjá Val sama hvert verkefnið er Óskar vildi því vera þess viss að hann hefði drifkraftinn og ástríðuna fyrir því að sinna þessu starfi - og hann er þess fullviss. „Ég vildi ganga í gegnum þetta sjálfur, hvort þetta væri löngunin. Ef þú ætlar að taka við einu af toppliðunum sem unnið marga titla þarftu að vera mjög hungraður og alltaf að vera á tánum í þessari íþrótt. Þetta breytist bara frá ári til árs og þú getur sofnað,“ „Ég vildi sjálfur fara í gegnum það og fann að ég var mjög spenntur. Þetta er áhugavert og ég fann ég þyrfti á þessu að halda. Það að vera aðalþjálfari og aðstoðarþjálfari er mikill munur en mér er í sjálfu sér alveg sama hvað ég geri í Val. Það eru alveg jafn mikil forréttindi fyrir mig að vera þjálfari sjötta flokk karla eða kvenna eða meistaraflokkinn,“ „En þetta er auðvitað ansi stórt. Þetta er hópur er góður og mér finnst félagið vera á mjög góðum stað svo það kitlaði mig verulega og það var góð tilfinning,“ segir Óskar Bjarni. Viðtalið má sjá að ofan en lengri útgáfu af því má sjá í spilaranumn að neðan. Klippa: Viðtal við Óskar Bjarna Olís-deild karla Valur Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Þrátt fyrir að síðasta leiktíð hafi illa fyrir Val þar sem liðið tapaði þónokkrum leikjum í röð undir lok leiktíðar og féll út fyrir Haukum í 8-liða úrslitum segir Óskar Bjarni það hafa verið stórskemmtilegt. „Þetta var skrýtinn endir á eiginlega frábæru tímabili. Auðvitað viltu alltaf fara alla leið og spila til úrslita, en ef ég ætti að skipta þessu tímabili fyrir eitthvað annað þá myndi ég líklega ekki gera það. Mér fannst félagið standa sig alveg frábærlega, sjálfboðaliðar og allir í kringum þetta Evrópuævintýri þar sem við spilum eiginlega tólf úrslitaleiki,“ „Þetta var frábært fyrir strákana og okkur öll.“ segir Óskar Bjarni. Verið í pípunum um hríð Óskar var aðstoðarþjálfari Snorra Steins Guðjónssonar og tekur við keflinu af honum eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari karla. Hann ráðninguna því hafa legið fyrir um hríð og hann hafi nýtt þann tíma vel til að hugsa sig um hvort hann vildi taka verkefnið að sér. „Við getum sagt að þetta hafi legið aðeins fyrir. Við erum búin að vera að undirbúa jarðveginn frá því að nafn Snorra var á lista og HSÍ í sinni vinnu með það,“ „Í sjálfu sér var ég líka ánægður með það að ég vildi raunverulega taka við þessu. Ekki bara af því að ég væri Óskar Bjarni og hefði verið lengi í Val, heldur fór félagið og stjórnin í gegnum góða vinnu,“ segir Óskar Bjarni. Forréttindi að vinna hjá Val sama hvert verkefnið er Óskar vildi því vera þess viss að hann hefði drifkraftinn og ástríðuna fyrir því að sinna þessu starfi - og hann er þess fullviss. „Ég vildi ganga í gegnum þetta sjálfur, hvort þetta væri löngunin. Ef þú ætlar að taka við einu af toppliðunum sem unnið marga titla þarftu að vera mjög hungraður og alltaf að vera á tánum í þessari íþrótt. Þetta breytist bara frá ári til árs og þú getur sofnað,“ „Ég vildi sjálfur fara í gegnum það og fann að ég var mjög spenntur. Þetta er áhugavert og ég fann ég þyrfti á þessu að halda. Það að vera aðalþjálfari og aðstoðarþjálfari er mikill munur en mér er í sjálfu sér alveg sama hvað ég geri í Val. Það eru alveg jafn mikil forréttindi fyrir mig að vera þjálfari sjötta flokk karla eða kvenna eða meistaraflokkinn,“ „En þetta er auðvitað ansi stórt. Þetta er hópur er góður og mér finnst félagið vera á mjög góðum stað svo það kitlaði mig verulega og það var góð tilfinning,“ segir Óskar Bjarni. Viðtalið má sjá að ofan en lengri útgáfu af því má sjá í spilaranumn að neðan. Klippa: Viðtal við Óskar Bjarna
Olís-deild karla Valur Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira