Hryllingssögur berast af lestarslysinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júní 2023 23:48 Björgunaraðgerðum er lokið en margir leita enn ásvina sinna. AP „Móðir mín var týnd og ég fékk aðeins mynd af líkinu,“ segir sonur eins þeirra sem létust í hryllilegu lestarslysi í Odisha-ríki í Indlandi í gær. Að minnsta kosti 288 manns létust og ríflega þúsund manns slösuðust. Farþegalest fór út af sporinu og klessti á aðra lest sem kom úr gagnstæðri átt á um 130 kílómetra hraða á klukkustund, um sjöleytið að staðartíma í gær. Í grein Guardian er því lýst hvernig líkum hefur verið raðað upp á hvít lök samhliða brakinu. Í dag og í gær var beðið eftir sjúkrabílum, bílum íbúa og jafnvel traktorum til að ferja líkin á sjúkrahús. Munir farþeganna liggja allt um kring. Um er að ræða mannskæðasta lestarslys á Indlandi í tvo áratugi. Ríflega tvö þúsund farþegar samtals voru staddir í lestunum. Forsætisráðherrann, Narendra Modi, lýsti yfir þjóðarsorg í kjölfar slyssins og heitir því að borga aðstandendum hvers sem lést því sem nemur tæplega tveimur milljónum króna. Í grein Guardian er að auki sagt frá því að aðstandendur hafi leitað í óðagoti að ástvinum sínum sem voru um borð. Þar á meðal hinn fimmtíu og þriggja ára gamli Rabindra Shau sem leitaði sonar síns. „Hjálpið mér að finna son minn. Hjálpið mér að minnsta kosti með lík hans,“ er haft eftir Shau. Annar, Sheikh Zakir Hussain, þrjátíu og fimm ára gamall frá Vestur-Bengal leitaði fregna af bróður sínum, frænda og tveimur nágrönnum sem höfðu allir verið á leið til vinnu með lestinni. „Frá því að ég heyrði fréttirnar af slysinu hringdi ég í bróður minn og frænda, en slökkt var á símanum þeirra,“ sagði hann. „Ég kom snemma morguns og hef farið frá einu sjúkrahúsi til annars, en hef engan þeirra fundið.“ „Ég fór á staðinn og sá hrúgu af líkum liggja þar. Ég sá andlit hundruða látinna, en fann hvorki bróður minn, frænda né nágranna mína.“ Í frétt BBC er einnig rætt við aðstandendur hinna látnu og einn, Mukesh Pandit, sem lifði slysið af. „Það heyrðist þrumuhljóð og lestin valt. Ég var fastur og var bjargað hálftíma síðar af heimamönnum. Allar eigur okkar voru á víð og dreif fyrir utan. Ég fann ekkert af því. Ég fór út og settist á jörðina. Fjórir farþegar sem voru á ferð frá þorpinu mínu hafa komist lífs af en margir eru slasaðir eða enn saknað,“ er haft eftir honum. Indland Samgönguslys Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Farþegalest fór út af sporinu og klessti á aðra lest sem kom úr gagnstæðri átt á um 130 kílómetra hraða á klukkustund, um sjöleytið að staðartíma í gær. Í grein Guardian er því lýst hvernig líkum hefur verið raðað upp á hvít lök samhliða brakinu. Í dag og í gær var beðið eftir sjúkrabílum, bílum íbúa og jafnvel traktorum til að ferja líkin á sjúkrahús. Munir farþeganna liggja allt um kring. Um er að ræða mannskæðasta lestarslys á Indlandi í tvo áratugi. Ríflega tvö þúsund farþegar samtals voru staddir í lestunum. Forsætisráðherrann, Narendra Modi, lýsti yfir þjóðarsorg í kjölfar slyssins og heitir því að borga aðstandendum hvers sem lést því sem nemur tæplega tveimur milljónum króna. Í grein Guardian er að auki sagt frá því að aðstandendur hafi leitað í óðagoti að ástvinum sínum sem voru um borð. Þar á meðal hinn fimmtíu og þriggja ára gamli Rabindra Shau sem leitaði sonar síns. „Hjálpið mér að finna son minn. Hjálpið mér að minnsta kosti með lík hans,“ er haft eftir Shau. Annar, Sheikh Zakir Hussain, þrjátíu og fimm ára gamall frá Vestur-Bengal leitaði fregna af bróður sínum, frænda og tveimur nágrönnum sem höfðu allir verið á leið til vinnu með lestinni. „Frá því að ég heyrði fréttirnar af slysinu hringdi ég í bróður minn og frænda, en slökkt var á símanum þeirra,“ sagði hann. „Ég kom snemma morguns og hef farið frá einu sjúkrahúsi til annars, en hef engan þeirra fundið.“ „Ég fór á staðinn og sá hrúgu af líkum liggja þar. Ég sá andlit hundruða látinna, en fann hvorki bróður minn, frænda né nágranna mína.“ Í frétt BBC er einnig rætt við aðstandendur hinna látnu og einn, Mukesh Pandit, sem lifði slysið af. „Það heyrðist þrumuhljóð og lestin valt. Ég var fastur og var bjargað hálftíma síðar af heimamönnum. Allar eigur okkar voru á víð og dreif fyrir utan. Ég fann ekkert af því. Ég fór út og settist á jörðina. Fjórir farþegar sem voru á ferð frá þorpinu mínu hafa komist lífs af en margir eru slasaðir eða enn saknað,“ er haft eftir honum.
Indland Samgönguslys Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira