Skynsamlegt fyrir stuðningsmenn hvalveiða að sýna meiri auðmýkt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2023 12:06 Andrés Jónsson almannatengill. Vísir/Vilhelm Almannatengill telur að hvalveiðar séu að verða pólitískara mál en áður og segir að fyrir nokkrum áratugum hefði þótt óhugsandi að meirihluti þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum. Ný könnun Maskínu bendir þó einmitt til þess að sú sé raunin. Hann telur að þeir sem stundi og styðji veiðarnar ættu að sýna andstæðingum veiðanna meiri auðmýkt. Samkvæmt könnun Maskínu um afstöðu þjóðarinnar til hvalveiða eru 51 prósent andvíg veiðunum, en könnunin var gerð í síðasta mánuði. Í mars 2019 var hlutfall andvígra nokkuð lægra, eða 42 prósent. Svarendur voru þúsund talsins. Andrés Jónsson almannatengill segir ljóst að andstaða við hvalveiðar fari vaxandi, óháð vísindalegum rökum að baki veiðunum. „Ef við horfum aftar en fjögur ár, kannski 20 til 40 ár, þá var það hugmynd sem hefði þótt nánast óhugsandi,“ segir Andrés. Sjá megi á neyslumynstri fólks að viðhorf til landbúnaðar og veiða sé að breytast. Sterkar skoðanir sé þó að finna beggja megin borðsins. „Þetta eru harðir andstæðingar og harðir stuðningsmenn, og svo hefur þetta aðeins verið fólk sem skiptist á milli þess að vera sammála síðasta ræðumanni. En ég held að massinn sé að færast og þessi könnun staðfestir það.“ Stuðningsmenn hvalveiða sýni auðmýkt Hvalveiðar séu að verða pólitískara mál en þær hafi verið hingað til. „Þannig að það megi alveg búast við því að þetta komi til tals í kosningum og einhverjir flokkar muni lofa því að veiða ekki hvali.“ Andrés bendir á að engin auðlindagjöld séu tekin af hvalveiðum, en sjá megi fyrir sér að sú spurning muni vakna hjá andstæðingum hvers vegna svo sé. Slíkt fyrirkomulag myndi þó ekki endilega mýkja hörðustu andstæðingana. „Ég held að það sé allavega skynsamlegt fyrir þá sem styðja eða stunda hvalveiðar að vera örlítið auðmjúkari og reyna að mæta þessum sjónarmiðum. Ég er ekki að segja að harðir andstæðingar hvalveiða séu komnir í algjöran meirihluta, en sympatía þjóðarinnar er að færast,“ segir Andrés. Yngra fólk í Reykjavík líklegast til að vera á móti Mestu andstöðuna við hvalveiðar er að finna í Reykjavík, eða rúm fimmtíu prósent, en minnst á Austurlandi, eða þrjátíu og átta prósent. Þá er yngra fólk almennt andvígara hvalveiðum en það eldra. Niðurstöður könnunarinnar leiða einnig í ljós að 54 prósent telja nú að hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu hér á landi, en það hlutfall stóð í 51 prósenti 2019. Hlutfall þeirra sem telja að hvalveiðar hafi jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna stendur hins vegar í stað á tímabilinu, í átta prósentum. Í tengdum skjölum hér að neðan má nálgast niðurstöður könnunarinnar í heild sinni. Tengd skjöl Könnun_MaskínuPDF813KBSækja skjal Hvalveiðar Skoðanakannanir Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Sjá meira
Samkvæmt könnun Maskínu um afstöðu þjóðarinnar til hvalveiða eru 51 prósent andvíg veiðunum, en könnunin var gerð í síðasta mánuði. Í mars 2019 var hlutfall andvígra nokkuð lægra, eða 42 prósent. Svarendur voru þúsund talsins. Andrés Jónsson almannatengill segir ljóst að andstaða við hvalveiðar fari vaxandi, óháð vísindalegum rökum að baki veiðunum. „Ef við horfum aftar en fjögur ár, kannski 20 til 40 ár, þá var það hugmynd sem hefði þótt nánast óhugsandi,“ segir Andrés. Sjá megi á neyslumynstri fólks að viðhorf til landbúnaðar og veiða sé að breytast. Sterkar skoðanir sé þó að finna beggja megin borðsins. „Þetta eru harðir andstæðingar og harðir stuðningsmenn, og svo hefur þetta aðeins verið fólk sem skiptist á milli þess að vera sammála síðasta ræðumanni. En ég held að massinn sé að færast og þessi könnun staðfestir það.“ Stuðningsmenn hvalveiða sýni auðmýkt Hvalveiðar séu að verða pólitískara mál en þær hafi verið hingað til. „Þannig að það megi alveg búast við því að þetta komi til tals í kosningum og einhverjir flokkar muni lofa því að veiða ekki hvali.“ Andrés bendir á að engin auðlindagjöld séu tekin af hvalveiðum, en sjá megi fyrir sér að sú spurning muni vakna hjá andstæðingum hvers vegna svo sé. Slíkt fyrirkomulag myndi þó ekki endilega mýkja hörðustu andstæðingana. „Ég held að það sé allavega skynsamlegt fyrir þá sem styðja eða stunda hvalveiðar að vera örlítið auðmjúkari og reyna að mæta þessum sjónarmiðum. Ég er ekki að segja að harðir andstæðingar hvalveiða séu komnir í algjöran meirihluta, en sympatía þjóðarinnar er að færast,“ segir Andrés. Yngra fólk í Reykjavík líklegast til að vera á móti Mestu andstöðuna við hvalveiðar er að finna í Reykjavík, eða rúm fimmtíu prósent, en minnst á Austurlandi, eða þrjátíu og átta prósent. Þá er yngra fólk almennt andvígara hvalveiðum en það eldra. Niðurstöður könnunarinnar leiða einnig í ljós að 54 prósent telja nú að hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu hér á landi, en það hlutfall stóð í 51 prósenti 2019. Hlutfall þeirra sem telja að hvalveiðar hafi jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna stendur hins vegar í stað á tímabilinu, í átta prósentum. Í tengdum skjölum hér að neðan má nálgast niðurstöður könnunarinnar í heild sinni. Tengd skjöl Könnun_MaskínuPDF813KBSækja skjal
Hvalveiðar Skoðanakannanir Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Sjá meira