Einstaklingur eða Einstaklingur hf – Ofsköttun launamanna Haukur V. Alfreðsson skrifar 1. júní 2023 07:31 Barátta seðlabankastjóra við verðbólguna er nú í brennidepli. Karpað er um hverjar orsakir verðbólgunnar eru en gjarnan koma laun og hagnaður fyrirtækja við sögu í umræðunni. Önnur hliðstæð umræða sem á sér reglulega stað er svo hvernig skattkerfið skattleggur launatekjur og fjármagnstekjur[1] mismunandi. Í þessari umræðu er gjarnan skautað yfir hina eiginlegu grunn uppbyggingu tekjuskattgrunnsins og farið beint í að bera saman prósentur eða öðrum vangaveltum, svo sem hvort skatta eigi af nafn eða rauntekjum, bætt við. Ég ætla því að ræða hér grundvallar mismunun í skattkerfinu sem gjarnan er ekki nefnd í umræðunni en mér finnst rýma við þjóðfélagsumræðuna sem á sér stað þessa stundina, t.a.m. hverjir fara verst út úr hærri stýrivöxtum. Rekstrarkostnaður? Helsti munurinn á tekjuskattgrunni einstaklinga og lögaðila er sá að lögaðilar fá að draga ýmsan rekstrarkostnað frá og greiða þannig skatt af hagnaði en ekki af öllum tekjum líkt og launamaðurinn. Þessari fullyrðingu eru eflaust ekki allir sammála svo notum dæmi til skýringar: Fyrirtækið Einstaklingur hf á sjálfvirku vinnuvélina Líkami. Fyrirtækið tekur nú að sér verkefni og notar vinnuvélina sína til að vinna verkið. Vinnuvélin þarfnast eldsneytis, hýsingar og viðhalds. Tekjuskattgrunnur fyrirtækisins lítur ca svona út við lok skatttímabilsins: Tekjur vegna verkefnisins – eldsneytiskostnaður – húsaleiga – viðhaldskostnaður og afskriftir = Hagnaður sem greitt er skatt af. Ef við tökum nú „hf“ úr dæminu að ofan og segjum sem svo að hér sé einstaklingur sem tekur að sér verkefni og notar hand- eða hugarafl líkama síns til að vinna verkið þá skyndilega er flest allur frádrátturinn orðinn óheimill. Þannig fær almennur launamaður ekki að draga frá kostnað vegna fæðis, húsnæðis og þess tengt til lækkunar á tekjuskattgrunni sínum. Það er þó auðséð að fæði og húsaskjól eru forsendur þess að manneskja geti stundað vinnu og þar með í eðli sínu kostnaður við að afla tekna[2]. Hér mismunar skattkerfið því einstaklingum. Þannig er ljóst að ýmsir lágtekju launamenn eru að greiða skatta þrátt fyrir að tekjurnar sem þeir afla nái ekki að dekka rekstrarkostnað við að afla teknanna, en á sama tíma myndi fyrirtæki ekki greiða skatt í sambærilegri stöðu og raunar safna upp tapi til lækkunar skattgreiðslna í framtíðinni. Einfaldar lausnir Að telja til raun framfærslukostnað hvers einstaklings væri æði kostnaðarsamt en heppilega er til nokkuð einföld lausn á vandanum. Hægt er að stilla persónuafslátt einstaklinga þannig af að skattleysismörk séu til jafns við áætlaða grunnframfærslu einstaklings. Þannig myndi ríkið áætla grunnframfærslu viðmið og lækka tekjuskattgrunn hvers einstaklings til jafns við þá upphæð. Þannig fengju einstaklingar samskonar skattgrunn og lögaðilar, skattgrunn þar sem kostnaður við að afla tekna er dreginn frá skattskyldum tekjum við útreikning á skattbyrði. Þessi lausn er a.m.k. mun einfaldari heldur en að samræma skattgrunnana með því að fara banna ýmsan frádrátt hjá lögaðilum. Höfundur hefur spáð mikið í skattkerfum. [1] Þegar almennur tekjuskattur er borinn saman við fjármagnstekjuskatt er oftast horft á heildar samspil tekjuskatts lögaðila og svo fjármagnstekjuskatts einstaklinga, hugsunin verandi að skattað sé af hagnaði hjá fyrirtæki sem svo greiðir arð til eigenda sem eru þá fjármagnstekjur. Í mörgum tilfellum er þetta alfarið rangur samanburður, en fyrir tilgang þessarar greinar þurfum við ekki að horfa á önnur tilfelli. [2]Athugið að hér er ég ekki að ræða öll útgjöld einstaklings heldur eingöngu grunnframfærslu. Sem sagt ekki leigu á einbýlishúsi, kaup á merkjavörum og utanlandsferðum eða annan munað heldur eðlilegar grunnþarfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skattar og tollar Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Barátta seðlabankastjóra við verðbólguna er nú í brennidepli. Karpað er um hverjar orsakir verðbólgunnar eru en gjarnan koma laun og hagnaður fyrirtækja við sögu í umræðunni. Önnur hliðstæð umræða sem á sér reglulega stað er svo hvernig skattkerfið skattleggur launatekjur og fjármagnstekjur[1] mismunandi. Í þessari umræðu er gjarnan skautað yfir hina eiginlegu grunn uppbyggingu tekjuskattgrunnsins og farið beint í að bera saman prósentur eða öðrum vangaveltum, svo sem hvort skatta eigi af nafn eða rauntekjum, bætt við. Ég ætla því að ræða hér grundvallar mismunun í skattkerfinu sem gjarnan er ekki nefnd í umræðunni en mér finnst rýma við þjóðfélagsumræðuna sem á sér stað þessa stundina, t.a.m. hverjir fara verst út úr hærri stýrivöxtum. Rekstrarkostnaður? Helsti munurinn á tekjuskattgrunni einstaklinga og lögaðila er sá að lögaðilar fá að draga ýmsan rekstrarkostnað frá og greiða þannig skatt af hagnaði en ekki af öllum tekjum líkt og launamaðurinn. Þessari fullyrðingu eru eflaust ekki allir sammála svo notum dæmi til skýringar: Fyrirtækið Einstaklingur hf á sjálfvirku vinnuvélina Líkami. Fyrirtækið tekur nú að sér verkefni og notar vinnuvélina sína til að vinna verkið. Vinnuvélin þarfnast eldsneytis, hýsingar og viðhalds. Tekjuskattgrunnur fyrirtækisins lítur ca svona út við lok skatttímabilsins: Tekjur vegna verkefnisins – eldsneytiskostnaður – húsaleiga – viðhaldskostnaður og afskriftir = Hagnaður sem greitt er skatt af. Ef við tökum nú „hf“ úr dæminu að ofan og segjum sem svo að hér sé einstaklingur sem tekur að sér verkefni og notar hand- eða hugarafl líkama síns til að vinna verkið þá skyndilega er flest allur frádrátturinn orðinn óheimill. Þannig fær almennur launamaður ekki að draga frá kostnað vegna fæðis, húsnæðis og þess tengt til lækkunar á tekjuskattgrunni sínum. Það er þó auðséð að fæði og húsaskjól eru forsendur þess að manneskja geti stundað vinnu og þar með í eðli sínu kostnaður við að afla tekna[2]. Hér mismunar skattkerfið því einstaklingum. Þannig er ljóst að ýmsir lágtekju launamenn eru að greiða skatta þrátt fyrir að tekjurnar sem þeir afla nái ekki að dekka rekstrarkostnað við að afla teknanna, en á sama tíma myndi fyrirtæki ekki greiða skatt í sambærilegri stöðu og raunar safna upp tapi til lækkunar skattgreiðslna í framtíðinni. Einfaldar lausnir Að telja til raun framfærslukostnað hvers einstaklings væri æði kostnaðarsamt en heppilega er til nokkuð einföld lausn á vandanum. Hægt er að stilla persónuafslátt einstaklinga þannig af að skattleysismörk séu til jafns við áætlaða grunnframfærslu einstaklings. Þannig myndi ríkið áætla grunnframfærslu viðmið og lækka tekjuskattgrunn hvers einstaklings til jafns við þá upphæð. Þannig fengju einstaklingar samskonar skattgrunn og lögaðilar, skattgrunn þar sem kostnaður við að afla tekna er dreginn frá skattskyldum tekjum við útreikning á skattbyrði. Þessi lausn er a.m.k. mun einfaldari heldur en að samræma skattgrunnana með því að fara banna ýmsan frádrátt hjá lögaðilum. Höfundur hefur spáð mikið í skattkerfum. [1] Þegar almennur tekjuskattur er borinn saman við fjármagnstekjuskatt er oftast horft á heildar samspil tekjuskatts lögaðila og svo fjármagnstekjuskatts einstaklinga, hugsunin verandi að skattað sé af hagnaði hjá fyrirtæki sem svo greiðir arð til eigenda sem eru þá fjármagnstekjur. Í mörgum tilfellum er þetta alfarið rangur samanburður, en fyrir tilgang þessarar greinar þurfum við ekki að horfa á önnur tilfelli. [2]Athugið að hér er ég ekki að ræða öll útgjöld einstaklings heldur eingöngu grunnframfærslu. Sem sagt ekki leigu á einbýlishúsi, kaup á merkjavörum og utanlandsferðum eða annan munað heldur eðlilegar grunnþarfir.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun