Ásakandi Bidens leitar skjóls í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2023 11:33 Tara Reade segir rússneskum miðli að hún upplifi sig ekki örugga í Bandaríkjunum undir stjórn Joes Biden sem hún sakaði um kynferðisofbeldi fyrir þremur árum. Sputnik/Tara Reade Kona á sextugsaldri sem sakaði Joe Biden Bandaríkjaforseta um kynferðisofbeldi í aðdraganda forsetakosninganna 2020 segist flutt til Rússlands og ætla að sækja um ríkisborgararétt þar. Hún segist upplifa sig öruggari í Rússlandi en heimalandinu. Tara Reade starfaði stuttlega á skrifstofu Biden þegar hann var öldungadeildarþingmaður árið 1993. Hún var í hópi nokkurra kvenna sem lýsti því að Biden hefði látið henni líða óþægilega með óviðeigandi snertingu árið 2019. Biden lofaði bót og betrun. Rétt áður en Biden tryggði sér tilnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi árið 2020 sakaði Reade hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Reade var stuðningsmaður Bernie Sanders, mótframbjóðanda Biden. Biden harðneitaði ásökuninni og bandarískum fjölmiðlum tókst ekki að staðfesta nokkrar af þeim lýsingum sem Reade gaf á atburðinum og eftirmálum hans. Trúverðugleiki Reade varð einnig fyrir hnaski þegar háskóli í Seattle kannaðist ekki við að hún hefði lokið námi þar. Lögmaður hennar sagði skilið við hana í kjölfarið. Stjórnvöld í Kreml „greiðvikin“ Stuðningsmenn Biden hermdu lof Reade um Vladímír Pútín Rússlandsforseta upp á Reade þegar hún setti ásakanir sínar fram fyrir þremur árum. Þá sagði hún að lofsyrði sín um Pútín hefði verið misráðin. Reade virðist hafa snúist hugur því hún sagði rússneska fjölmiðlinum Sputnik í dag að hún væri flutt til Rússlands og vildi gerast rússneskur ríkisborgari, að sögn New York Times. Draumur hennar væri að búa bæði í Bandaríkjunum og Rússlandi en hún gæti endað á að búa aðeins í Rússlandi vegna þess að það fyndist henni hún „varin og örugg“. Sagði hún að fleiri Bandaríkjamenn hefðu leitað skjóls í Rússlandi og líkti því við þegar sovéskir andófsmenn flúðu til Bandaríkjunum á tímum kalda stríðsins. Sem betur fer væru stjórnvöld í Kreml greiðvikin. „Þannig að við erum heppin,“ segir Reade. Maria Butina, sem náði kjöri á rússneska þingið eftir að hún var dæmd fyrir njósnir í Bandaríkjunum árið 2019, er sögð hafa lofað að ganga á eftir því að Reade fengi rússneskan ríkisborgararétt með flýtimeðferð. Bandaríkin Rússland MeToo Joe Biden Tengdar fréttir Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50 Butina sleppt úr haldi og á leið til Rússlands Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, er á leið til Rússlands. 25. október 2019 14:14 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Tara Reade starfaði stuttlega á skrifstofu Biden þegar hann var öldungadeildarþingmaður árið 1993. Hún var í hópi nokkurra kvenna sem lýsti því að Biden hefði látið henni líða óþægilega með óviðeigandi snertingu árið 2019. Biden lofaði bót og betrun. Rétt áður en Biden tryggði sér tilnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi árið 2020 sakaði Reade hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Reade var stuðningsmaður Bernie Sanders, mótframbjóðanda Biden. Biden harðneitaði ásökuninni og bandarískum fjölmiðlum tókst ekki að staðfesta nokkrar af þeim lýsingum sem Reade gaf á atburðinum og eftirmálum hans. Trúverðugleiki Reade varð einnig fyrir hnaski þegar háskóli í Seattle kannaðist ekki við að hún hefði lokið námi þar. Lögmaður hennar sagði skilið við hana í kjölfarið. Stjórnvöld í Kreml „greiðvikin“ Stuðningsmenn Biden hermdu lof Reade um Vladímír Pútín Rússlandsforseta upp á Reade þegar hún setti ásakanir sínar fram fyrir þremur árum. Þá sagði hún að lofsyrði sín um Pútín hefði verið misráðin. Reade virðist hafa snúist hugur því hún sagði rússneska fjölmiðlinum Sputnik í dag að hún væri flutt til Rússlands og vildi gerast rússneskur ríkisborgari, að sögn New York Times. Draumur hennar væri að búa bæði í Bandaríkjunum og Rússlandi en hún gæti endað á að búa aðeins í Rússlandi vegna þess að það fyndist henni hún „varin og örugg“. Sagði hún að fleiri Bandaríkjamenn hefðu leitað skjóls í Rússlandi og líkti því við þegar sovéskir andófsmenn flúðu til Bandaríkjunum á tímum kalda stríðsins. Sem betur fer væru stjórnvöld í Kreml greiðvikin. „Þannig að við erum heppin,“ segir Reade. Maria Butina, sem náði kjöri á rússneska þingið eftir að hún var dæmd fyrir njósnir í Bandaríkjunum árið 2019, er sögð hafa lofað að ganga á eftir því að Reade fengi rússneskan ríkisborgararétt með flýtimeðferð.
Bandaríkin Rússland MeToo Joe Biden Tengdar fréttir Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50 Butina sleppt úr haldi og á leið til Rússlands Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, er á leið til Rússlands. 25. október 2019 14:14 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50
Butina sleppt úr haldi og á leið til Rússlands Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, er á leið til Rússlands. 25. október 2019 14:14
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent