Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Árni Sæberg skrifar 29. maí 2023 21:33 Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Vilhelm Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. Greint var frá því í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að laun æðstu ráðamanna ríkisins, sem eru meðal annarra Alþingismenn, ráðherrar, dómarar og Seðlabankastjóri, hækki töluvert þann 1. júlí. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, birti í kvöld samantekt á krónutöluhækkunum Alþingismanna. Þær eru eftirfarandi: 85.000 - Óbreyttir þingmenn 141.000 - Forseti þingsins 141.000 - Ráðherrar 156.000 - Forsætisráðherra 127.000 - Formenn flokka án ráðherrastóls „Þetta er svo mikil hræsni sem er í gangi. SGS samdi bara um krónutölur, við sömdum ekkert um prósentur. Iðnaðarmenn sömdu hins vegar um krónutöluhækkanir á kauptaxtana og svo voru þeir með 6,75 prósent handa þeim sem ekki tóku laun eftir kauptöxtum, en að hámarki 66 þúsund,“ segir hann í samtali við Vísi. Hann segir því undarlegt að sjá háar krónutöluhækkanir á launum ráðamanna þrátt fyrir að hækkunin sé ekki mikil í prósentum talið. Ráðamenn hafi gagnrýnt verkalýðsforystuna fyrir þá kjarasamninga sem voru gerðir í vetur og sagt þá óábyrga og stuðla að hækkandi verðbólgu. „Það fer bara á engan hátt saman hljóð og mynd hjá þessu fólki.“ Forsætisráðherra segir kerfið gott Í kvöldfréttum RÚV var rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um komandi launahækkanir ráðamanna. Hún segir hækkanirnar vera í samræmi við lög sem sett voru árið 2019, þegar kjararáð var lagt niður. Í lögunum segir að laun ráðamanna skuli taka breytingum 1. júlí ár hvert í samræmi við útreikninga Hagstofunnar á hlutfallslegri breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins. Katrín bendir á til upprifjunar að kjararáð hefi verið mjög umdeilt á sínum tíma og segir að núgildandi lög séu góð og þau tryggi gagnsæi. „Það að við erum ekki leiðandi í launaþróun heldur fylgjum launaþróun ríkisstarfsmanna. Og það er algjörlega fyrirsjáanlegt líka sem var ekki með gamla kerfið með gamla kjararáðinu,“ segir Katrín í samtali við RÚV. Katrín segir núverandi fyrirkomulag betra en það sem var við lýði þegar kjararáð var og hét.Stöð 2/Ívar Fannar Skilaboð um að hækkun á almennum markaði hafi ekki verið næg „Það er grátbroslegt að sjá ráðamenn sem hafa gagnrýnt verkalýðshreyfinguna fyrir afar óábyrga kjarasamninga taka 113% hærri launahækkun en samið var um á hinum almenna vinnumarkaði. En þetta sýnir líka hvernig prósentuhækkanir eru tryllitæki blekkingar og aflgjafi misskiptingar og óréttlætis,“ segir Vilhjálmur í færslu sem hann birti á Facebook í kvöld. Í samtali við Vísi segir hann að komandi hækkanir launa ráðamanna séu ekkert annað en skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar um að launahækkanir, sem samið var um í vetur, hafi ekki verið nægilega miklar. „Þeir komast allavega ekki með tærnar þar sem krónutölurnar þeirra hafa hælana,“ segir hann. Ráðamenn skuli sjá sóma sinn í því að þegja Vilhjálmur segir að það minnsta sem ráðamenn geti gert nú sé að sjá sóma sinn í því að þegja. „Það er það minnsta, standa ekki hér á öllum þökum og kenna íslenskum verkalýð um, segja að það þurfi að taka upp nýtt vinnumarkaðsmódel, hér sé vinnumarkaður gjörsamlega óbeislaður. Og horfa svo á þessar tölur samanborið við það sem samið var um á almennum markaði. Þá verður þetta ágæta fólk bara að spyrja sig að því hver er óábyrgur.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að laun æðstu ráðamanna ríkisins, sem eru meðal annarra Alþingismenn, ráðherrar, dómarar og Seðlabankastjóri, hækki töluvert þann 1. júlí. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, birti í kvöld samantekt á krónutöluhækkunum Alþingismanna. Þær eru eftirfarandi: 85.000 - Óbreyttir þingmenn 141.000 - Forseti þingsins 141.000 - Ráðherrar 156.000 - Forsætisráðherra 127.000 - Formenn flokka án ráðherrastóls „Þetta er svo mikil hræsni sem er í gangi. SGS samdi bara um krónutölur, við sömdum ekkert um prósentur. Iðnaðarmenn sömdu hins vegar um krónutöluhækkanir á kauptaxtana og svo voru þeir með 6,75 prósent handa þeim sem ekki tóku laun eftir kauptöxtum, en að hámarki 66 þúsund,“ segir hann í samtali við Vísi. Hann segir því undarlegt að sjá háar krónutöluhækkanir á launum ráðamanna þrátt fyrir að hækkunin sé ekki mikil í prósentum talið. Ráðamenn hafi gagnrýnt verkalýðsforystuna fyrir þá kjarasamninga sem voru gerðir í vetur og sagt þá óábyrga og stuðla að hækkandi verðbólgu. „Það fer bara á engan hátt saman hljóð og mynd hjá þessu fólki.“ Forsætisráðherra segir kerfið gott Í kvöldfréttum RÚV var rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um komandi launahækkanir ráðamanna. Hún segir hækkanirnar vera í samræmi við lög sem sett voru árið 2019, þegar kjararáð var lagt niður. Í lögunum segir að laun ráðamanna skuli taka breytingum 1. júlí ár hvert í samræmi við útreikninga Hagstofunnar á hlutfallslegri breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins. Katrín bendir á til upprifjunar að kjararáð hefi verið mjög umdeilt á sínum tíma og segir að núgildandi lög séu góð og þau tryggi gagnsæi. „Það að við erum ekki leiðandi í launaþróun heldur fylgjum launaþróun ríkisstarfsmanna. Og það er algjörlega fyrirsjáanlegt líka sem var ekki með gamla kerfið með gamla kjararáðinu,“ segir Katrín í samtali við RÚV. Katrín segir núverandi fyrirkomulag betra en það sem var við lýði þegar kjararáð var og hét.Stöð 2/Ívar Fannar Skilaboð um að hækkun á almennum markaði hafi ekki verið næg „Það er grátbroslegt að sjá ráðamenn sem hafa gagnrýnt verkalýðshreyfinguna fyrir afar óábyrga kjarasamninga taka 113% hærri launahækkun en samið var um á hinum almenna vinnumarkaði. En þetta sýnir líka hvernig prósentuhækkanir eru tryllitæki blekkingar og aflgjafi misskiptingar og óréttlætis,“ segir Vilhjálmur í færslu sem hann birti á Facebook í kvöld. Í samtali við Vísi segir hann að komandi hækkanir launa ráðamanna séu ekkert annað en skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar um að launahækkanir, sem samið var um í vetur, hafi ekki verið nægilega miklar. „Þeir komast allavega ekki með tærnar þar sem krónutölurnar þeirra hafa hælana,“ segir hann. Ráðamenn skuli sjá sóma sinn í því að þegja Vilhjálmur segir að það minnsta sem ráðamenn geti gert nú sé að sjá sóma sinn í því að þegja. „Það er það minnsta, standa ekki hér á öllum þökum og kenna íslenskum verkalýð um, segja að það þurfi að taka upp nýtt vinnumarkaðsmódel, hér sé vinnumarkaður gjörsamlega óbeislaður. Og horfa svo á þessar tölur samanborið við það sem samið var um á almennum markaði. Þá verður þetta ágæta fólk bara að spyrja sig að því hver er óábyrgur.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira