Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Árni Sæberg skrifar 28. maí 2023 19:06 Kevin McCarthy vill hækka skuldaþakið. J. Scott Applewhite/AP Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að Bandaríkin muni hætta að geta staðið við fjárhagslega skuldbindingar sínar þann 5. júní næstkomandi, verði skuldaþak landsins ekki hækkað. Bandaríkjaforseti hefur undafarið staðið í miklu stappi við Repúblikana, sem hafa nýtt skuldaþaksvandann til þess að ná fram stefnumálum sínum með viðræðum við Hvíta húsið. Repúblikanar fara með nauman meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Í mjög einföldu máli snýst deilan um það að skuldaþakið, eða það hvað Bandaríkin mega skulda samkvæmt lögum, er að verða of lágt. Skuldaþakið stendur nú í 31,4 billjónum dala (31.400.000.000.000) en áætlað er að Bandaríkin reki höfuðið í þakið, ef svo má að orði komast, snemma í júní. Biden og McCarthy tilkynntu í dag að þeir hefðu loksins komist að samkomulagi um hækkun skuldaþaksins. Forsetinn sagði að samið hafi verið með því að miðla málum en McCarthy virðist stoltari af samningum og sagði samninginn „verðugan bandarísku þjóðinni.“ Í frétt AP um málið segir að innihald samkomulags þeirra Bidens og McCarthy liggi ekki fyrir að svo stöddu. Þó sé vitað að samningurinn kveði á um að ríkisútgjöld, fyrir utan rekstur hersins, verði ekki aukin út árið 2024 og aðeins aukin um eitt prósent árið 2025. Þá hafi Biden náð áformum sínum um heilbrigðisþjónustu fyrir uppgjafarhermenn í gegn og McCarthy hafi fengið Biden til þess að samþykkja aukna vinnuskyldu fyrir fólk sem þiggur félagslega þjónustu. Repúblikanar hafa um nokkurt skeið barist fyrir því að fólk fái ekki þjónustu á borð við matarmiða, nema það sé í vinnu. Það telja þeir að myndi örva vinnumarkað og hækka skatttekjur Bandaríkjanna. Gætu enn farið á hausinn Þrátt fyrir að forsetarnir tveir hafi náð samkomulagi sín á milli er hættan á greiðslufalli ekki enn liðin hjá. Skuldaþakið verður ekki hækkað án samþykkis beggja deilda Bandaríkjaþings. Stjórnmálamenn lengst til hægri og vinstri hafa lýst yfir óánægju sinni með samninginn. Repúblikanar á hægri vængnum telja ekki nóg skorið niður og Demókratar lengst til vinstri telja of mikið skorið niður. Þar sem mjótt er á munum í báðum deildum Bandaríkjaþings er ljóst að hófsamari þingmenn í báðum flokkum þurfa að vera samstíga til þess að koma í veg fyrir það að Bandaríkin fari á hausinn. Bandaríkin Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Sjá meira
Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að Bandaríkin muni hætta að geta staðið við fjárhagslega skuldbindingar sínar þann 5. júní næstkomandi, verði skuldaþak landsins ekki hækkað. Bandaríkjaforseti hefur undafarið staðið í miklu stappi við Repúblikana, sem hafa nýtt skuldaþaksvandann til þess að ná fram stefnumálum sínum með viðræðum við Hvíta húsið. Repúblikanar fara með nauman meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Í mjög einföldu máli snýst deilan um það að skuldaþakið, eða það hvað Bandaríkin mega skulda samkvæmt lögum, er að verða of lágt. Skuldaþakið stendur nú í 31,4 billjónum dala (31.400.000.000.000) en áætlað er að Bandaríkin reki höfuðið í þakið, ef svo má að orði komast, snemma í júní. Biden og McCarthy tilkynntu í dag að þeir hefðu loksins komist að samkomulagi um hækkun skuldaþaksins. Forsetinn sagði að samið hafi verið með því að miðla málum en McCarthy virðist stoltari af samningum og sagði samninginn „verðugan bandarísku þjóðinni.“ Í frétt AP um málið segir að innihald samkomulags þeirra Bidens og McCarthy liggi ekki fyrir að svo stöddu. Þó sé vitað að samningurinn kveði á um að ríkisútgjöld, fyrir utan rekstur hersins, verði ekki aukin út árið 2024 og aðeins aukin um eitt prósent árið 2025. Þá hafi Biden náð áformum sínum um heilbrigðisþjónustu fyrir uppgjafarhermenn í gegn og McCarthy hafi fengið Biden til þess að samþykkja aukna vinnuskyldu fyrir fólk sem þiggur félagslega þjónustu. Repúblikanar hafa um nokkurt skeið barist fyrir því að fólk fái ekki þjónustu á borð við matarmiða, nema það sé í vinnu. Það telja þeir að myndi örva vinnumarkað og hækka skatttekjur Bandaríkjanna. Gætu enn farið á hausinn Þrátt fyrir að forsetarnir tveir hafi náð samkomulagi sín á milli er hættan á greiðslufalli ekki enn liðin hjá. Skuldaþakið verður ekki hækkað án samþykkis beggja deilda Bandaríkjaþings. Stjórnmálamenn lengst til hægri og vinstri hafa lýst yfir óánægju sinni með samninginn. Repúblikanar á hægri vængnum telja ekki nóg skorið niður og Demókratar lengst til vinstri telja of mikið skorið niður. Þar sem mjótt er á munum í báðum deildum Bandaríkjaþings er ljóst að hófsamari þingmenn í báðum flokkum þurfa að vera samstíga til þess að koma í veg fyrir það að Bandaríkin fari á hausinn.
Bandaríkin Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Sjá meira