Björguðu 250 kg manni út af heimili sínu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 28. maí 2023 15:00 Maðurinn var nokkuð illa haldinn eftir að hafa legið í tæpa viku á gólfinu heima hjá sér. Twitter Slökkviliðið í Barcelona þurfti að hjálpa 250 kílóa manni að komast út úr íbúð sinni í vikunni. Maðurinn hafði ekki farið út úr íbúðinni sinni síðan fyrir Covid-faraldurinn. Þegar slökkviliðið kom að heimili Alejandros í vikunni mætti þeim stoppfull íbúð af drasli. Sorpi hreinlega. Mitt í sorpinu lá Alejandro, 48 ára og 250 kíló. Hann hafði hrasað, gat ekki staðið upp og fann sig á endanum knúinn til að hringja í lögregluna. Þá hafði hann reyndar legið matar- og vatnslaus á gólfinu í tæpa viku, en óbærilegur þorsti og hungur knúðu hann á endanum til að kalla eftir hjálp. Brjóta þurfti gat á húsvegginn svo hægt væri að moka út ruslinu áður en hægt var að ná manninum út úr íbúðinni.Twitter Skurðgrafa mokaði ruslinu út Björgunaraðgerðirnar tóku sjö klukkustundir. Ekki var hægt að opna dyrnar fyrir drasli og því þurfti að brjóta gat á vegg íbúðarinnar. Skurðgrafa var svo notuð til að moka út öllu ruslinu áður en hægt var að koma manninum út með því að nota krana. Hér er myndband þar sem hægt er að fylgjast með björgunaraðgerðunum. Slökkviliðsmennirnir íklæddust hlífðarfatnaði og grímum áður en þeir fóru inn í íbúðina og lögreglan segir að þeir hafi aldrei upplifað annað eins á ferli sínum. Reyndar furðaði talsmaður félagsyfirvalda sig á því að enginn nágranni skyldi hafa kvartað yfir megnri fýlu sem barst frá íbúð mannsins. Hefur ekki farið út úr húsi í þrjú ár Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar fór maðurinn að vinna í fjarvinnu þegar útgöngubann var sett á á Spáni vorið 2020, vegna Covid-faraldursins. Borgaryfirvöld höfðu síðast afskipti af manninum í október síðastliðnum vegna kvartana nágranna hans sem höfðu áhyggjur af heilsufari hans. Maðurinn hleypti fulltrúa borgarinnar ekki inn í íbúðina og þar við sat, enginn aðhafðist neitt frekar. Maðurinn dvelur nú á sjúkrahúsi en ekki hefur verið ákveðið hvað verður um hann að dvöl lokinni. Hann er sagður þjást af Díógenesarheilkenni, sem felst í því að fólk hættir að hirða sig og viðar að sér ómældu magni af rusli. Það er kennt við gríska heimspekinginn Díógenes sem uppi var á 4. öld fyrir Krist, en þversögnin í nafninu er merkileg að því að leyti að Díógenes safnaði alls ekki rusli, þvert á móti, hann var meinlætamaður sem var þekktur fyrir að hafa búið í tunnu. Spánn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Þegar slökkviliðið kom að heimili Alejandros í vikunni mætti þeim stoppfull íbúð af drasli. Sorpi hreinlega. Mitt í sorpinu lá Alejandro, 48 ára og 250 kíló. Hann hafði hrasað, gat ekki staðið upp og fann sig á endanum knúinn til að hringja í lögregluna. Þá hafði hann reyndar legið matar- og vatnslaus á gólfinu í tæpa viku, en óbærilegur þorsti og hungur knúðu hann á endanum til að kalla eftir hjálp. Brjóta þurfti gat á húsvegginn svo hægt væri að moka út ruslinu áður en hægt var að ná manninum út úr íbúðinni.Twitter Skurðgrafa mokaði ruslinu út Björgunaraðgerðirnar tóku sjö klukkustundir. Ekki var hægt að opna dyrnar fyrir drasli og því þurfti að brjóta gat á vegg íbúðarinnar. Skurðgrafa var svo notuð til að moka út öllu ruslinu áður en hægt var að koma manninum út með því að nota krana. Hér er myndband þar sem hægt er að fylgjast með björgunaraðgerðunum. Slökkviliðsmennirnir íklæddust hlífðarfatnaði og grímum áður en þeir fóru inn í íbúðina og lögreglan segir að þeir hafi aldrei upplifað annað eins á ferli sínum. Reyndar furðaði talsmaður félagsyfirvalda sig á því að enginn nágranni skyldi hafa kvartað yfir megnri fýlu sem barst frá íbúð mannsins. Hefur ekki farið út úr húsi í þrjú ár Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar fór maðurinn að vinna í fjarvinnu þegar útgöngubann var sett á á Spáni vorið 2020, vegna Covid-faraldursins. Borgaryfirvöld höfðu síðast afskipti af manninum í október síðastliðnum vegna kvartana nágranna hans sem höfðu áhyggjur af heilsufari hans. Maðurinn hleypti fulltrúa borgarinnar ekki inn í íbúðina og þar við sat, enginn aðhafðist neitt frekar. Maðurinn dvelur nú á sjúkrahúsi en ekki hefur verið ákveðið hvað verður um hann að dvöl lokinni. Hann er sagður þjást af Díógenesarheilkenni, sem felst í því að fólk hættir að hirða sig og viðar að sér ómældu magni af rusli. Það er kennt við gríska heimspekinginn Díógenes sem uppi var á 4. öld fyrir Krist, en þversögnin í nafninu er merkileg að því að leyti að Díógenes safnaði alls ekki rusli, þvert á móti, hann var meinlætamaður sem var þekktur fyrir að hafa búið í tunnu.
Spánn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira