Logi Bergmann aftur á skjánum Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2023 08:01 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson hefur ekkert verið í fjölmiðlum frá því að mál Vítalíu Lazarevu kom upp í upphafi síðasta árs. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sneri aftur á sjónvarpsskjáinn í gærkvöldi þegar hann stýrði upphitunarþætti fyrir leik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Símanum Sport í gærkvöldi. Logi hefur ekkert verið í fjölmiðlum frá því að mál Vítalíu Lazarevu kom upp í ársbyrjun 2022, en hann fór þá í leyfi frá störfum á útvarpsstöðinni K100 þar sem hann stýrði síðdegisþætti ásamt Sigurði Gunnarssyni. Vítalía greindi frá því í hlaðvarpsþættinum Eigin konur að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í sumarbústaðarferð auk þess sem Arnar Grant, sem hún átti þá í ástarsambandi við, hefði veitt manni aðgang að líkama hennar fyrir þögn mannsins um samband þeirra. Seinna kom í ljós að umræddur maður var Logi Bergmann. Logi sagðist á sínum tíma saklaus af ásökununum en viðurkenndi að hafa farið yfir mörk þegar hann fór inn á herbergi sem hann hefði ekki átt að gera. Þá sagðist hann þegar hafa tjáð viðkomandi eftirsjá sína. Greint var frá því í vor að Logi hefði að undanförnu starfað hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi þar sem hann vann að undirbúningi ársfundar samtakanna, auk annarra tilfallandi verkefna. Logi stýrði þættinum í gær ásamt Bjarna Þór Viðarssyni, en í umræddum leik tryggði Manchester United sér meistaradeildarsæti á næsta tímabili með 4-1 sigri á Old Trafford. Fjölmiðlar Vistaskipti Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. 21. apríl 2023 16:10 Logi starfar fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður hefur verið ráðinn til Samtaka fyrirtæka í sjávarútvegi, þar sem hann mun undirbúa ársfund samtakanna og sinna tilfallandi verkefnum. 9. febrúar 2023 06:43 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Logi hefur ekkert verið í fjölmiðlum frá því að mál Vítalíu Lazarevu kom upp í ársbyrjun 2022, en hann fór þá í leyfi frá störfum á útvarpsstöðinni K100 þar sem hann stýrði síðdegisþætti ásamt Sigurði Gunnarssyni. Vítalía greindi frá því í hlaðvarpsþættinum Eigin konur að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í sumarbústaðarferð auk þess sem Arnar Grant, sem hún átti þá í ástarsambandi við, hefði veitt manni aðgang að líkama hennar fyrir þögn mannsins um samband þeirra. Seinna kom í ljós að umræddur maður var Logi Bergmann. Logi sagðist á sínum tíma saklaus af ásökununum en viðurkenndi að hafa farið yfir mörk þegar hann fór inn á herbergi sem hann hefði ekki átt að gera. Þá sagðist hann þegar hafa tjáð viðkomandi eftirsjá sína. Greint var frá því í vor að Logi hefði að undanförnu starfað hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi þar sem hann vann að undirbúningi ársfundar samtakanna, auk annarra tilfallandi verkefna. Logi stýrði þættinum í gær ásamt Bjarna Þór Viðarssyni, en í umræddum leik tryggði Manchester United sér meistaradeildarsæti á næsta tímabili með 4-1 sigri á Old Trafford.
Fjölmiðlar Vistaskipti Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. 21. apríl 2023 16:10 Logi starfar fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður hefur verið ráðinn til Samtaka fyrirtæka í sjávarútvegi, þar sem hann mun undirbúa ársfund samtakanna og sinna tilfallandi verkefnum. 9. febrúar 2023 06:43 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. 21. apríl 2023 16:10
Logi starfar fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður hefur verið ráðinn til Samtaka fyrirtæka í sjávarútvegi, þar sem hann mun undirbúa ársfund samtakanna og sinna tilfallandi verkefnum. 9. febrúar 2023 06:43