Íhugar að flytja úr landi vegna hækkananna Bjarki Sigurðsson skrifar 25. maí 2023 23:39 Formaður VR segir galið að Seðlabankastjóri skuli skella skuldinni á verkalýðshreyfinguna þegar kemur að verðbólgu í landinu. Hann segir endalausar hótanir í garð verkalýðshreyfingarinnar vera óskiljanlegar. Öryrki íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkana. Í gær hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 1,25 prósentustig og standa þeir nú í 8,75 prósentum en verðbólgan á landinu mælist 9,9 prósent. Hafa stýrivextir ekki verið hærri í fjórtán ár og var þetta þrettánda hækkun vaxtanna í röð. Hafa einhverjir haldið því fram að verðbólgan sé í boði verkalýðshreyfingarinnar, þar á meðal fyrrverandi félagsmálaráðherra, en Seðlabankastjóri sagði sjálfur að launakröfur hreyfingarinnar séu óraunhæfar og að hann vonaðist eftir því að gerðir yrðu hófsamir kjarasamningar til langs tíma. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og 1. varaforseti Alþýðusambands Íslands, segir að þarna fari Seðlabankastjóri einfaldlega með rangt mál. „Við höfum gert það hingað til. Við gerðum það með gerð lífskjarasamninganna árið 2019 og töldum okkur vera að gera það með skammtímasamningnum sem við undirrituðum í desember. Það er alveg klárt mál að Seðlabankastjóri veður algjörlega villu vegar ef hann telur að vinnandi fólk, almenningur í þessu landi, ætli að fara að axla einhverja ábyrgð á hagstjórnarmistökum Seðlabankans og aðgerðarleysi stjórnvalda á þeim ógöngum sem efnahagsmálin eru komin í,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og 1. varaforseti ASÍ.Vísir/Arnar Hann segir að haldi aðgerðarleysi stjórnvalda áfram sjáum við fram á enn meiri verðbólgu á næstunni. „Stjórnvöld hafa algjörlega brugðist og það er ekkert í pípunum sem við sjáum að sé að fara að lagast frekar en hitt. Heldur erum við að fara í öfuga átt og það mun versna til mikilla muna,“ segir Ragnar Þór. Hann segir aðgerðir Seðlabankans hafa tvöfalt meiri áhrif á fyrirtæki og kostnað þeirra heldur en launahækkanir. „Ég bara verð að viðurkenna að ég skil ekki þennan málflutning og endalausu hótanir seðlabankans og Seðlabankastjóra í garð verkalýðshreyfingarinnar. Það sem er stórfurðulegt er að Seðlabankastjóri sjálfur virðist tala upp verðbólguvæntingar sem skila sér alltaf út í verðlagið, það er óskiljanlegt,“ segir Ragnar Þór. Fréttastofa ræddi við nokkra gangandi vegfarendur í dag um hvaða áhrif hækkanir stýrivaxta hafa á þá. Hafa stýrivaxtahækkanirnar áhrif á þig? „Sérstaklega því ég get ekki verið á vinnumarkaði. Þetta hefur mikil slæm áhrif á öryrkja. Nú er ég fullur öryrki og þetta hefur áhrif,“ segir Helga Nielsen. Hefur þú skoðað aðgerðir til að sporna við tapinu? „Flytja úr landi. Einfalt.“ Það stefnir allt í það? „Ef þetta heldur svona áfram þá verð ég að gera það. Svo er ég einstæður foreldri og ég get ekki haft efni á þessu. Þetta er aðeins of mikið af þessu góða og stjórnvöld ættu að skammast sín,“ segir Helga. Helga Nielsen íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkanna Seðlabanka Íslands.Vísir/Arnar Hvaða áhrif hafa hækkanirnar á þig? „Sem betur fer lítil áhrif. Ég er skuldlaus og sleppti því að kaupa íbúð í haust. Geymi sjóðinn í annað og leigi þangað til. Ég held að útborgunin sem ég hefði sett í íbúð í haust væri horfin að stórum hlutum núna ef maður hefði slegið til,“ segir Árni Tryggvason. Árni Tryggvason ætlar að bíða með að kaupa íbúð.Vísir/Arnar „Það var búið að búast við því að það myndi allt hækka út úr öllu valdi. En ég sé ekki í fljótu bragði eftir að hafa séð alla flóruna að það séu einhverjir kraftaverkamenn inni á Alþingi núna sem geta fiffað allt einn tveir og þrír. Við ætlum að gera þetta og þá reddast þetta. Það er ekki þannig,“ segir Þór Gunnlaugsson. Þór Gunnlaugsson segist ekki sjá neina kraftaverkamenn á þingi.Vísir/Arnar Efnahagsmál Húsnæðismál Fjármál heimilisins Verðlag Kjaramál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Í gær hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 1,25 prósentustig og standa þeir nú í 8,75 prósentum en verðbólgan á landinu mælist 9,9 prósent. Hafa stýrivextir ekki verið hærri í fjórtán ár og var þetta þrettánda hækkun vaxtanna í röð. Hafa einhverjir haldið því fram að verðbólgan sé í boði verkalýðshreyfingarinnar, þar á meðal fyrrverandi félagsmálaráðherra, en Seðlabankastjóri sagði sjálfur að launakröfur hreyfingarinnar séu óraunhæfar og að hann vonaðist eftir því að gerðir yrðu hófsamir kjarasamningar til langs tíma. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og 1. varaforseti Alþýðusambands Íslands, segir að þarna fari Seðlabankastjóri einfaldlega með rangt mál. „Við höfum gert það hingað til. Við gerðum það með gerð lífskjarasamninganna árið 2019 og töldum okkur vera að gera það með skammtímasamningnum sem við undirrituðum í desember. Það er alveg klárt mál að Seðlabankastjóri veður algjörlega villu vegar ef hann telur að vinnandi fólk, almenningur í þessu landi, ætli að fara að axla einhverja ábyrgð á hagstjórnarmistökum Seðlabankans og aðgerðarleysi stjórnvalda á þeim ógöngum sem efnahagsmálin eru komin í,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og 1. varaforseti ASÍ.Vísir/Arnar Hann segir að haldi aðgerðarleysi stjórnvalda áfram sjáum við fram á enn meiri verðbólgu á næstunni. „Stjórnvöld hafa algjörlega brugðist og það er ekkert í pípunum sem við sjáum að sé að fara að lagast frekar en hitt. Heldur erum við að fara í öfuga átt og það mun versna til mikilla muna,“ segir Ragnar Þór. Hann segir aðgerðir Seðlabankans hafa tvöfalt meiri áhrif á fyrirtæki og kostnað þeirra heldur en launahækkanir. „Ég bara verð að viðurkenna að ég skil ekki þennan málflutning og endalausu hótanir seðlabankans og Seðlabankastjóra í garð verkalýðshreyfingarinnar. Það sem er stórfurðulegt er að Seðlabankastjóri sjálfur virðist tala upp verðbólguvæntingar sem skila sér alltaf út í verðlagið, það er óskiljanlegt,“ segir Ragnar Þór. Fréttastofa ræddi við nokkra gangandi vegfarendur í dag um hvaða áhrif hækkanir stýrivaxta hafa á þá. Hafa stýrivaxtahækkanirnar áhrif á þig? „Sérstaklega því ég get ekki verið á vinnumarkaði. Þetta hefur mikil slæm áhrif á öryrkja. Nú er ég fullur öryrki og þetta hefur áhrif,“ segir Helga Nielsen. Hefur þú skoðað aðgerðir til að sporna við tapinu? „Flytja úr landi. Einfalt.“ Það stefnir allt í það? „Ef þetta heldur svona áfram þá verð ég að gera það. Svo er ég einstæður foreldri og ég get ekki haft efni á þessu. Þetta er aðeins of mikið af þessu góða og stjórnvöld ættu að skammast sín,“ segir Helga. Helga Nielsen íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkanna Seðlabanka Íslands.Vísir/Arnar Hvaða áhrif hafa hækkanirnar á þig? „Sem betur fer lítil áhrif. Ég er skuldlaus og sleppti því að kaupa íbúð í haust. Geymi sjóðinn í annað og leigi þangað til. Ég held að útborgunin sem ég hefði sett í íbúð í haust væri horfin að stórum hlutum núna ef maður hefði slegið til,“ segir Árni Tryggvason. Árni Tryggvason ætlar að bíða með að kaupa íbúð.Vísir/Arnar „Það var búið að búast við því að það myndi allt hækka út úr öllu valdi. En ég sé ekki í fljótu bragði eftir að hafa séð alla flóruna að það séu einhverjir kraftaverkamenn inni á Alþingi núna sem geta fiffað allt einn tveir og þrír. Við ætlum að gera þetta og þá reddast þetta. Það er ekki þannig,“ segir Þór Gunnlaugsson. Þór Gunnlaugsson segist ekki sjá neina kraftaverkamenn á þingi.Vísir/Arnar
Efnahagsmál Húsnæðismál Fjármál heimilisins Verðlag Kjaramál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent