„Þær litu hvorki til hægri né vinstri“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. maí 2023 16:27 Gæsahjónin gengu um íbúðagötuna við Miklubraut hinumegin við Klambratún í morgun með ungunum sínum sjö. Arngrímur Ísberg „Nei, ég er bara alveg undrandi,“ segir eldri borgarinn og fyrrverandi héraðsdómarinn Arngrímur Ísberg hlæjandi í samtali við Vísi spurður að því hvort hann hafi búist við því að mynd hans af gæsafjölskyldu í Hlíðunum myndi vekja eins mikla athygli og raun ber vitni. „Ég held þetta sé að nálgast eitthvað á þriðja þúsundið þegar allt er talið,“ segir Arngrímur og vísar til fjölda þeirra sem brugðist hafa við mynd hans inni á Facebook hópi íbúa Hlíðahverfis. Þar birti hann mynd af fjölskyldunni í morgun. Komu spásserandi niður götuna „Ég var bara úti á götu að týna rusl og var litið upp og þá koma þær spásserandi á móti mér,“ segir Arngrímur. „Þær litu hvorki til hægri né vinstri og voru einbeittar og gengu bara yfir götuna. Svo kom bíll að neðan og hann þurfti bara að gjöra svo vel og stoppa á meðan þær fóru sína leið.“ Arngrímur segist ekki hafa séð fjölskylduna áður í götunni. Sjónarspilið hafi því komið vel á óvart. Arngrímur er dýravinur mikill og gladdist við að sjá gæsafjölskylduna í morgun, rétt eins og fleiri íbúar í Hlíðunum. „Þær birtust þarna bara eins og að himnum ofan. Maður var alltaf að sjá gæsir allan ársins hring en ég hef aldrei séð unga hérna áður, enda er ekkert vatn hérna nálægt, ekki einu sinni skurður,“ segir Arngrímur og bætir því við að hann hafi verið fljótur að taka upp símann til að mynda þær. Dvalarstaður við Kringluna „Ég náði frábærri mynd í þriðju tilraun. Núna er fjölskyldan horfin á braut, ég veit ekki hvert hún fór enda passaði ég mig á því að vera ekkert að trufla. Foreldrarnir þurfa frið til þess að koma ungunum á flot.“ Eins og áður segir vakti mynd Arngríms af fjölskyldunni gríðarlega athygli. Svo virðist vera sem fjölskyldan eigi sér samastað í beði við líkamsræktarstöðina World Fit við Kringluna. Það er útvarpsmaðurinn Atli Már Steinarsson sem opinberar þetta en hann tjáir sig við færslu Arngríms og segist hafa fylgst með gæsafjölskyldunni í nokkrar vikur. „Gleður mig mjög mikið þegar ég sá að ungarnir voru búnir að klekjast út og séu vonandi á leið á betri stað til að búa á.“ Dýr Reykjavík Fuglar Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
„Ég held þetta sé að nálgast eitthvað á þriðja þúsundið þegar allt er talið,“ segir Arngrímur og vísar til fjölda þeirra sem brugðist hafa við mynd hans inni á Facebook hópi íbúa Hlíðahverfis. Þar birti hann mynd af fjölskyldunni í morgun. Komu spásserandi niður götuna „Ég var bara úti á götu að týna rusl og var litið upp og þá koma þær spásserandi á móti mér,“ segir Arngrímur. „Þær litu hvorki til hægri né vinstri og voru einbeittar og gengu bara yfir götuna. Svo kom bíll að neðan og hann þurfti bara að gjöra svo vel og stoppa á meðan þær fóru sína leið.“ Arngrímur segist ekki hafa séð fjölskylduna áður í götunni. Sjónarspilið hafi því komið vel á óvart. Arngrímur er dýravinur mikill og gladdist við að sjá gæsafjölskylduna í morgun, rétt eins og fleiri íbúar í Hlíðunum. „Þær birtust þarna bara eins og að himnum ofan. Maður var alltaf að sjá gæsir allan ársins hring en ég hef aldrei séð unga hérna áður, enda er ekkert vatn hérna nálægt, ekki einu sinni skurður,“ segir Arngrímur og bætir því við að hann hafi verið fljótur að taka upp símann til að mynda þær. Dvalarstaður við Kringluna „Ég náði frábærri mynd í þriðju tilraun. Núna er fjölskyldan horfin á braut, ég veit ekki hvert hún fór enda passaði ég mig á því að vera ekkert að trufla. Foreldrarnir þurfa frið til þess að koma ungunum á flot.“ Eins og áður segir vakti mynd Arngríms af fjölskyldunni gríðarlega athygli. Svo virðist vera sem fjölskyldan eigi sér samastað í beði við líkamsræktarstöðina World Fit við Kringluna. Það er útvarpsmaðurinn Atli Már Steinarsson sem opinberar þetta en hann tjáir sig við færslu Arngríms og segist hafa fylgst með gæsafjölskyldunni í nokkrar vikur. „Gleður mig mjög mikið þegar ég sá að ungarnir voru búnir að klekjast út og séu vonandi á leið á betri stað til að búa á.“
Dýr Reykjavík Fuglar Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira