Eru lögfræðingar sérfræðingar í sársaukaskyni dýra? Ólafur Valsson skrifar 25. maí 2023 07:31 Matvælaráðherra og MAST hafa að undanförnu átt bágt með að réttlæta hvaladráp fyrir almenningi sem stendur agndofa yfir þeirri grimmd sem skín í gegn við dráp á langreyðum sem stundað er af einu fyrirtæki. Hvalir eru drepnir á vægðarlausan hátt og virðist sem ekkert geti stöðvað tilgangslaust dýraníðið. Matvælaráðherra og MAST vísa til ákvæða laga og bera fyrir sig lögfræðinga sem telja sig ekki þess búna að kveða á um hvenær dauðastríð langreyða sé innan marka laga sem segja að veiðar skuli valda villltum dýrum sem minnstum sársauka og aflífun þeirra taka sem skemmstan tíma. Ljóst er að dýrin sem um ræðir eru með jafn þróað sársaukaskyn og við mannfólkið. Þetta vita flestir. Það liggur alveg ljóst fyrir að dýrin kveljast svona álíka einsog ef spjóti væri skutlað í okkur og svo togað í af afli. Vel kann að vera að lögfræðingarnir sem vitnað er til hafi einmitt áttað sig á að það er ekki þeirra að setja tímamörk á hvenær „sem skemmstur tími“ er nógu stuttur og hafi þessvegna ekki viljað eða getað sett fram ákveðin tímamörk sem eigi að gilda um langreyði. Það er nefnilega þeirra sem fagþekkinguna hafa að meta, að setja mörkin. Margra klukkutíma dauðastríð, og reyndar þó ekki væri nema nokkurra mínútna dauðastríð, er algjörlega óásættanlegt og það vitum við öll sem eitthvað þekkjum til sársaukaskyns dýra. Dýrið á að drepast samstundis og aðferðin verður að ná því í nánast öllum tilfellum, ella er hún ekki tæk. Ef aðferðir sem notaðar eru drepa ekki öll dýr sem skotin eru því sem næst samstundis þá uppfylla þær einfaldlega ekki skilyrði laga um dýravelferð og af því einu leiðir að drápin ætti að banna tafarlaust. Það er kominn tími til að sérfræðingar í dýrum setji mörkin um hve lengi og mikið veiddur hvalur má þjást. Við sem sérfræðingar verðum að slá í borðið. Ég geri það hér með. Margra klukkutíma dauðastríð rúmast vitaskuld alls ekki innan þess sem kallað er „sem skemmstur tími“. Drápsaðferðin uppfyllir á engan hátt ákvæði um að valda sem minnstum sársauka og er með öllu óásættanleg. Ég skora á ráðherra Svandísi Svavarsdóttur að banna veiðar strax. Það er ósómi af því dýraníði sem hér viðgengst. Hræðsla virðist við skaðabótamál. Kanski, en það má ekki verða til þess að murkað sé lífið úr tugum ef ekki hundruðum hvala á villimannslegan hátt. Tapist slíkt skaðabótamál er það fórnarkostnaður sem ráðherra mætti vera stolt af að hafa stofnað til. Hvernig væri að láta hvalina njóta vafans! Höfundur er dýralæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Matvælaráðherra og MAST hafa að undanförnu átt bágt með að réttlæta hvaladráp fyrir almenningi sem stendur agndofa yfir þeirri grimmd sem skín í gegn við dráp á langreyðum sem stundað er af einu fyrirtæki. Hvalir eru drepnir á vægðarlausan hátt og virðist sem ekkert geti stöðvað tilgangslaust dýraníðið. Matvælaráðherra og MAST vísa til ákvæða laga og bera fyrir sig lögfræðinga sem telja sig ekki þess búna að kveða á um hvenær dauðastríð langreyða sé innan marka laga sem segja að veiðar skuli valda villltum dýrum sem minnstum sársauka og aflífun þeirra taka sem skemmstan tíma. Ljóst er að dýrin sem um ræðir eru með jafn þróað sársaukaskyn og við mannfólkið. Þetta vita flestir. Það liggur alveg ljóst fyrir að dýrin kveljast svona álíka einsog ef spjóti væri skutlað í okkur og svo togað í af afli. Vel kann að vera að lögfræðingarnir sem vitnað er til hafi einmitt áttað sig á að það er ekki þeirra að setja tímamörk á hvenær „sem skemmstur tími“ er nógu stuttur og hafi þessvegna ekki viljað eða getað sett fram ákveðin tímamörk sem eigi að gilda um langreyði. Það er nefnilega þeirra sem fagþekkinguna hafa að meta, að setja mörkin. Margra klukkutíma dauðastríð, og reyndar þó ekki væri nema nokkurra mínútna dauðastríð, er algjörlega óásættanlegt og það vitum við öll sem eitthvað þekkjum til sársaukaskyns dýra. Dýrið á að drepast samstundis og aðferðin verður að ná því í nánast öllum tilfellum, ella er hún ekki tæk. Ef aðferðir sem notaðar eru drepa ekki öll dýr sem skotin eru því sem næst samstundis þá uppfylla þær einfaldlega ekki skilyrði laga um dýravelferð og af því einu leiðir að drápin ætti að banna tafarlaust. Það er kominn tími til að sérfræðingar í dýrum setji mörkin um hve lengi og mikið veiddur hvalur má þjást. Við sem sérfræðingar verðum að slá í borðið. Ég geri það hér með. Margra klukkutíma dauðastríð rúmast vitaskuld alls ekki innan þess sem kallað er „sem skemmstur tími“. Drápsaðferðin uppfyllir á engan hátt ákvæði um að valda sem minnstum sársauka og er með öllu óásættanleg. Ég skora á ráðherra Svandísi Svavarsdóttur að banna veiðar strax. Það er ósómi af því dýraníði sem hér viðgengst. Hræðsla virðist við skaðabótamál. Kanski, en það má ekki verða til þess að murkað sé lífið úr tugum ef ekki hundruðum hvala á villimannslegan hátt. Tapist slíkt skaðabótamál er það fórnarkostnaður sem ráðherra mætti vera stolt af að hafa stofnað til. Hvernig væri að láta hvalina njóta vafans! Höfundur er dýralæknir.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar