Bandaríkjamenn segjast hvorki hafa hvatt til né stutt árásir í Rússlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. maí 2023 06:47 Yfirvöld í Rússlandi hafa dreift myndum af búnaði sem þau segja hafa verið yfirgefinn eða skemmst í árásunum. AP Stjórnvöld í Bandaríkjunum segjast hvorki hafa hvatt til né greitt fyrir árásum á skotmörk í Rússlandi, eftir að sögusagnir fóru á flug á samfélagsmiðlum og víðar að vopn frá Vesturlöndum hefðu verið notuð í árásunum. Ráðist var á skotmörk í Belgorod á mánudag en Rússar sögðu árásirnar hafa endað með sigri hersveita þeirra á vopnuðum skæruliðum frá Úkraínu. Þá dreifðu Rússar myndum af yfirgefnum og skemmdum brynvörðum farartækjum frá Vesturlöndum, meðal annars bandarískum Humvee-bifreiðum. Matthew Miller, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði á blaðamannafundi í gær að Bandaríkjamenn efuðust um sannleiksgildi sögusagna um að vopn frá Vesturlöndum hefðu verið notuð í árásunum. Það væri hins vegar undir Úkraínumönnum komið hvernig þeir höguðu sínum stríðsrekstri. Nokkur þorp í Belgorod, við landamærin að Úkraínu, voru rýmd vegna árása. Rússar sögðu 70 bardagamenn hafa verið fellda og fullyrtu að þeir væru úkraínskir. Stjórnvöld í Kænugarði hafa hins vegar neitað því að standa að árásunum og tveir rússneskir uppreisnarhópar hafa lýst ábyrgðinni á hendur sér. Samkvæmt yfirvöldum í Belgorod lést einn almennur borgari í árásunum og nokkrir særðust. Umfjöllun BBC. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Ráðist var á skotmörk í Belgorod á mánudag en Rússar sögðu árásirnar hafa endað með sigri hersveita þeirra á vopnuðum skæruliðum frá Úkraínu. Þá dreifðu Rússar myndum af yfirgefnum og skemmdum brynvörðum farartækjum frá Vesturlöndum, meðal annars bandarískum Humvee-bifreiðum. Matthew Miller, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði á blaðamannafundi í gær að Bandaríkjamenn efuðust um sannleiksgildi sögusagna um að vopn frá Vesturlöndum hefðu verið notuð í árásunum. Það væri hins vegar undir Úkraínumönnum komið hvernig þeir höguðu sínum stríðsrekstri. Nokkur þorp í Belgorod, við landamærin að Úkraínu, voru rýmd vegna árása. Rússar sögðu 70 bardagamenn hafa verið fellda og fullyrtu að þeir væru úkraínskir. Stjórnvöld í Kænugarði hafa hins vegar neitað því að standa að árásunum og tveir rússneskir uppreisnarhópar hafa lýst ábyrgðinni á hendur sér. Samkvæmt yfirvöldum í Belgorod lést einn almennur borgari í árásunum og nokkrir særðust. Umfjöllun BBC.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira