Sjálfstæðisflokkurinn sé skíthræddur við Kristrúnu Máni Snær Þorláksson skrifar 22. maí 2023 22:52 Össur Skarphéðinsson segir Sjálfstæðisflokkinn skjálfa á beinunum af ótta við formann Samfylkingarinnar. Það sjáist í skrifum Brynjars Níelssonar um hana. Vísir/Aðsend/Vilhelm Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, segir að Sjálfstæðisflokkurinn óttist Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar. Að hans sögn endurspeglast það í skrifum aðstoðarmanns dómsmálaráðherra um viðtal við formanninn. „Þau eru skíthrædd við Kristrúnu,“ segir Össur í upphafi færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Tilefni færslunnar er önnur færsla sem Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, birti um helgina. Færsla Brynjars fjallar um viðtal Morgunblaðsins við formann Samfylkingarinnar. Brynjar segir í færslunni sinni að hann sé engu nær um stefnu eða áherslur Samfylkingarinnar eftir að hafa lesið viðtalið. „Nema að hækka á skatta og ganga í Evrópusambandið komist Samfylkingin til áhrifa í landsmálum. Á sem sagt að kæfa allt frumkvæði og athafnasemi og vona að ESB bjargi okkur með styrkjum. Frá því að þetta ESB reglubix varð til hefur Evrópa dregist aftur úr öðrum álfum í hagvexti og er vart samkeppnishæf að öllu óbreyttu.“ Þá segist Brynjar að mið-vinstri stjórnir séu „ekki bara gagnslausar heldur beinlínis skaðlegar.“ Hægt sé að horfa til borgarstjórnar til að sjá það. „Tekist hefur að auka útgjöldin án þess að standa við nokkurt loforð kjörtímabil eftir kjörtímabil. Að ná að gera rekstur höfuðborgarinnar ósjálfbæran er út af fyrir sig kraftaverk. Ef kjósendur trúa að það verði öðruvísi í landsmálunum er það sjálfsblekking aldarinnar.“ Sjálfstæðisflokkurinn skjálfi af ótta við Kristrúnu Össur segir í sinni færslu að Brynjar virðist vera þeirrar skoðunar að fólk sé fífl. „Eftir að hafa lesið helgarviðtal við Kristrúnu Frostadóttur í Mogganum segist hann efast um að hún njóti alþýðuhylli, sér ekkert nema froðu í viðtalinu og segir að hún hafi engin áherslumál.“ Hann spyr þá hvernig Brynjar, sem hann kallar „eitursnjallan stjórnmálaskýranda“, að útskýra að fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um ríflega átján prósent síðan Kristrún tók við formennsku. „Gæti það stafað af því að fólki líki einfaldlega við þær áherslur sem hún hefur lagt fram? Kann að vera að Íslendingum þyki hún skeleggur leiðtogi sem sé líklegur til að ná betri árangri fyrir þjóðina en núverandi leiðtogar hennar? Vitaskuld.“ Össur segir að fólk sé nefnilega ekki fífl. Það sjáist best á því að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur farið minnkandi á síðustu árum. Það sé vegna þess að fólk dæmi flokkinn út frá verkum sínum. „Staðreyndin er sú, að Sjálfstæðisflokkurinn skelfur á beinunum af ótta við Kristrúnu. Úr dómsmálaráðuneytinu er Brynjar Níelsson helsta gjallarhorn og hundablístra skrímsladeildarinnar og greinilegt að andspænis sterkum og óvanalega efnilegum stjórnmálamanni er eina ráð þessa myrkasta afkima flokksins að tala Kristrúnu niður. Línan í umtali og hvíslherferðum á að vera að hún hafi ekkert að segja, enga stefnu og tali tóma froðu. Við, sem höfum glímt við Sjálfstæðisflokkinn, þekkjum þessar aðferðir. En við vitum líka að fólk er ekki fífl.“ Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þau eru skíthrædd við Kristrúnu,“ segir Össur í upphafi færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Tilefni færslunnar er önnur færsla sem Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, birti um helgina. Færsla Brynjars fjallar um viðtal Morgunblaðsins við formann Samfylkingarinnar. Brynjar segir í færslunni sinni að hann sé engu nær um stefnu eða áherslur Samfylkingarinnar eftir að hafa lesið viðtalið. „Nema að hækka á skatta og ganga í Evrópusambandið komist Samfylkingin til áhrifa í landsmálum. Á sem sagt að kæfa allt frumkvæði og athafnasemi og vona að ESB bjargi okkur með styrkjum. Frá því að þetta ESB reglubix varð til hefur Evrópa dregist aftur úr öðrum álfum í hagvexti og er vart samkeppnishæf að öllu óbreyttu.“ Þá segist Brynjar að mið-vinstri stjórnir séu „ekki bara gagnslausar heldur beinlínis skaðlegar.“ Hægt sé að horfa til borgarstjórnar til að sjá það. „Tekist hefur að auka útgjöldin án þess að standa við nokkurt loforð kjörtímabil eftir kjörtímabil. Að ná að gera rekstur höfuðborgarinnar ósjálfbæran er út af fyrir sig kraftaverk. Ef kjósendur trúa að það verði öðruvísi í landsmálunum er það sjálfsblekking aldarinnar.“ Sjálfstæðisflokkurinn skjálfi af ótta við Kristrúnu Össur segir í sinni færslu að Brynjar virðist vera þeirrar skoðunar að fólk sé fífl. „Eftir að hafa lesið helgarviðtal við Kristrúnu Frostadóttur í Mogganum segist hann efast um að hún njóti alþýðuhylli, sér ekkert nema froðu í viðtalinu og segir að hún hafi engin áherslumál.“ Hann spyr þá hvernig Brynjar, sem hann kallar „eitursnjallan stjórnmálaskýranda“, að útskýra að fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um ríflega átján prósent síðan Kristrún tók við formennsku. „Gæti það stafað af því að fólki líki einfaldlega við þær áherslur sem hún hefur lagt fram? Kann að vera að Íslendingum þyki hún skeleggur leiðtogi sem sé líklegur til að ná betri árangri fyrir þjóðina en núverandi leiðtogar hennar? Vitaskuld.“ Össur segir að fólk sé nefnilega ekki fífl. Það sjáist best á því að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur farið minnkandi á síðustu árum. Það sé vegna þess að fólk dæmi flokkinn út frá verkum sínum. „Staðreyndin er sú, að Sjálfstæðisflokkurinn skelfur á beinunum af ótta við Kristrúnu. Úr dómsmálaráðuneytinu er Brynjar Níelsson helsta gjallarhorn og hundablístra skrímsladeildarinnar og greinilegt að andspænis sterkum og óvanalega efnilegum stjórnmálamanni er eina ráð þessa myrkasta afkima flokksins að tala Kristrúnu niður. Línan í umtali og hvíslherferðum á að vera að hún hafi ekkert að segja, enga stefnu og tali tóma froðu. Við, sem höfum glímt við Sjálfstæðisflokkinn, þekkjum þessar aðferðir. En við vitum líka að fólk er ekki fífl.“
Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði