Hart barist um flugvöllinn í Kartúm Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2023 14:59 Reykur yfir Kartúm fyrr í mánuðinum. Getty/Ahmed Satti Harðir bardagar geisa í Kartúm, höfuðborg Súdans, þar sem sveitir valdamikils vopnahóps sem kallast RSF reyna að sækja að helsta flugvelli hersins í borginni. Flugvöllurinn hefur verið notaður til loftárása á sveitir RSF, sem hafa engan flugher. Herinn má því ekki við því að missa flugvöllinn, þar sem flugherinn er hans helsta vopn gegn sveitum RSF. Í frétt BBC segir að bardaginn um flugvöllinn hafi staðið yfir í nokkra daga en umfang hans hafi aukist mjög. RSF-sveitirnar voru stofnaðar árið 2013 og tóku þátt í bardögum gegn uppreisnarmönnum í Darfur. Þar voru meðlimir RSF sakaðir um ýmis ódæði og þjóðernishreinsanir. Dagalo hefur síðan þá byggt sveitirnar upp frekar og hafa þær meðal annars komið að átökunum í Jemen og Líbíu. Sveitirnar eru skipaðar af um hundrað þúsund mönnum. Átök brutust út í síðasta mánuði á milli súdanska hersins og RSF, eða Rapid Support Forces. Í aðdraganda átakanna hafði mikil spenna myndast milli hersins, sem leiddur er af herforingjanum Abdel Fattah al-Burhan, og RSF, sem leiddur er af Mohamed Hamdan Dagalo. Herforingjarnir tveir tóku höndum saman í október 2021 og tóku völdin í Súdan. Síðan þá hafa þeir deilt völdum en þegar kom að því að innleiða RSF inn í súdanska herinn deildu þeir mikið. Það hefur að hluta til verið rakið til þess að Dagalo var mótfallinn því að sveitir hans yrðu færðar undir stjórn al-Burhan, það sem það gerði þann fyrrnefnda svo gott sem valdalausan. Síðan átökin hófust hafa fylkingarnar margsinnis samið um vopnahlé en þau hafa fallið nánast um leið og þau hafa tekið gildi. Nýtt sjö daga vopnahlé á að taka gildi á morgun en yfirvöld í Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu miðluðu milli fylkinga í viðræðum um þetta nýjasta vopnahlé. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja óljóst hvort herforingjarnir hafi yfir höfuð vilja og/eða tök á því að koma á friði. Báðir hafa sagst ætla að berjast til sigurs. Frá því átökin hófust hafa minnst 1,1 milljón manna þurft að flýja heimili sín. Þeir sem eftir eru í Kartúm þurfa að kljást við skort á nauðsynjum og umfangsmiklar gripdeildir. Súdan Tengdar fréttir Jemenar og Sýrlendingar sitja eftir með sárt ennið Sádi-Arabar hafa unnið hörðum höndum við að koma fólki frá Súdan vegna átaka sem geisa yfir þar í landi. Einungis eru það ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem þeir taka á móti en þúsundir manna hafa beðið í höfninni svo dögum skiptir með von um að komast úr landi. 1. maí 2023 11:33 Samið um vopnahlé sem er þó frekar í orði en á borði Alþjóðadeild Rauða krossins tókst að senda hjálpargögn til Súdan í dag en áframhaldandi átök gera mannúðarstarfi erfitt fyrir. Samið hefur verið um vopnahlé en loftárásir á Kartúm, höfuðborg landsins, hafa samt sem áður haldið áfram linnulaust. Þörf sé á tafarlausu vopnahléi sem báðar fylkingar þurfi að virða 30. apríl 2023 23:41 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Herinn má því ekki við því að missa flugvöllinn, þar sem flugherinn er hans helsta vopn gegn sveitum RSF. Í frétt BBC segir að bardaginn um flugvöllinn hafi staðið yfir í nokkra daga en umfang hans hafi aukist mjög. RSF-sveitirnar voru stofnaðar árið 2013 og tóku þátt í bardögum gegn uppreisnarmönnum í Darfur. Þar voru meðlimir RSF sakaðir um ýmis ódæði og þjóðernishreinsanir. Dagalo hefur síðan þá byggt sveitirnar upp frekar og hafa þær meðal annars komið að átökunum í Jemen og Líbíu. Sveitirnar eru skipaðar af um hundrað þúsund mönnum. Átök brutust út í síðasta mánuði á milli súdanska hersins og RSF, eða Rapid Support Forces. Í aðdraganda átakanna hafði mikil spenna myndast milli hersins, sem leiddur er af herforingjanum Abdel Fattah al-Burhan, og RSF, sem leiddur er af Mohamed Hamdan Dagalo. Herforingjarnir tveir tóku höndum saman í október 2021 og tóku völdin í Súdan. Síðan þá hafa þeir deilt völdum en þegar kom að því að innleiða RSF inn í súdanska herinn deildu þeir mikið. Það hefur að hluta til verið rakið til þess að Dagalo var mótfallinn því að sveitir hans yrðu færðar undir stjórn al-Burhan, það sem það gerði þann fyrrnefnda svo gott sem valdalausan. Síðan átökin hófust hafa fylkingarnar margsinnis samið um vopnahlé en þau hafa fallið nánast um leið og þau hafa tekið gildi. Nýtt sjö daga vopnahlé á að taka gildi á morgun en yfirvöld í Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu miðluðu milli fylkinga í viðræðum um þetta nýjasta vopnahlé. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja óljóst hvort herforingjarnir hafi yfir höfuð vilja og/eða tök á því að koma á friði. Báðir hafa sagst ætla að berjast til sigurs. Frá því átökin hófust hafa minnst 1,1 milljón manna þurft að flýja heimili sín. Þeir sem eftir eru í Kartúm þurfa að kljást við skort á nauðsynjum og umfangsmiklar gripdeildir.
Súdan Tengdar fréttir Jemenar og Sýrlendingar sitja eftir með sárt ennið Sádi-Arabar hafa unnið hörðum höndum við að koma fólki frá Súdan vegna átaka sem geisa yfir þar í landi. Einungis eru það ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem þeir taka á móti en þúsundir manna hafa beðið í höfninni svo dögum skiptir með von um að komast úr landi. 1. maí 2023 11:33 Samið um vopnahlé sem er þó frekar í orði en á borði Alþjóðadeild Rauða krossins tókst að senda hjálpargögn til Súdan í dag en áframhaldandi átök gera mannúðarstarfi erfitt fyrir. Samið hefur verið um vopnahlé en loftárásir á Kartúm, höfuðborg landsins, hafa samt sem áður haldið áfram linnulaust. Þörf sé á tafarlausu vopnahléi sem báðar fylkingar þurfi að virða 30. apríl 2023 23:41 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Jemenar og Sýrlendingar sitja eftir með sárt ennið Sádi-Arabar hafa unnið hörðum höndum við að koma fólki frá Súdan vegna átaka sem geisa yfir þar í landi. Einungis eru það ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem þeir taka á móti en þúsundir manna hafa beðið í höfninni svo dögum skiptir með von um að komast úr landi. 1. maí 2023 11:33
Samið um vopnahlé sem er þó frekar í orði en á borði Alþjóðadeild Rauða krossins tókst að senda hjálpargögn til Súdan í dag en áframhaldandi átök gera mannúðarstarfi erfitt fyrir. Samið hefur verið um vopnahlé en loftárásir á Kartúm, höfuðborg landsins, hafa samt sem áður haldið áfram linnulaust. Þörf sé á tafarlausu vopnahléi sem báðar fylkingar þurfi að virða 30. apríl 2023 23:41