Úrslitaeinvígið blasir við Denver Nuggets Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2023 09:30 LeBron James verst gegn Nikola Jokic í leiknum í Los Angeles í nótt. Vísir/Getty Denver Nuggets er komið í afar góða stöðu gegn Los Angeles Lakers í úrslitaeinvígi Vesturdeildar NBA eftir sigur í þriðja leik liðanna í Los Angeles í nótt. Denver leiðir 3-0 í einvíginu. Denver hafði unnið sigur á heimavelli í fyrstu tveimur leikjum einvígisins en í nótt var leikið á heimavelli Lakers sem þurfti nauðsynlega að sækja sigur. Gestirnir byrjuðu betur og náðu fljótlega ágætri forystu. Lakers var í vandræðum að koma stigum á töfluna á meðan Jamal Murray fór mikinn í liði Nuggets. Murray skoraði 17 stig í fyrsta leikhluta og lið Denver var með 32-20 forystu að honum loknum. Adele and Rich Paul, Eddie Murphy, Quavo, and Jennifer Hudson in LA for Game 3!#NBACelebRow pic.twitter.com/XLHRC6U0SX— NBA (@NBA) May 21, 2023 Lakers vann sig þó inn í leikinn fyrir lok fyrri hálfleiks. Austin Reaves jafnaði í 55-55 úr tveimur vítaskotum undir lok annars leikhluta en Kentavious Caldwell-Pope sá til þess að Nuggets fór með forystu inn í hálfleikinn með því að skora þriggja stiga körfu undir lok annars leikhluta. Lið Nuggets var áfram skrefinu á undan eftir hlé. Þeir náðu níu stiga forystu í upphafi þriðja leikhluta en Lakers kom til baka og jafnaði á ný. Staðan fyrir lokafjórðunginn var 84-82 og allt í járnum. LEBRON JAMES.BACK-TO-BACK THREES.4Q next on ABC DEN: 84LAL: 82 pic.twitter.com/KfzfGKsBfc— NBA (@NBA) May 21, 2023 Þar var það Nikola Jokic sem tók yfir. Hann skoraði 15 stig í fjórða leikhluta og eftir að Denver komst í 106-94 forystu þegar tæpar fimm mínútur voru eftir náði Lakers aldrei að minnka forystuna nema niður í átta stig. Denver vann að lokum 119-108 sigur og nú komið 3-0 yfir í einvíginu og þarf aðeins einn sigur til að tryggja sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar í fyrsta sinn í sögunni en liðið er eitt af sex liðum í deildinni sem aldrei hefur leikið til úrslita. Jamal Murray explodes for 30 points in the 1st half, finishing with 37 for the 2nd straight game!The @nuggets now hold a 3-0 lead in the Western Conference Finals. pic.twitter.com/eLmpj3keXq— NBA (@NBA) May 21, 2023 Jamal Murray var frábær hjá Denver í nótt, hann skoraði 37 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Nikola Jokic skoraði 24 stig en Caldwell-Pope, Bruce Brown og Michael Porter Jr. komu einnig með mjög gott framlag að borðinu. Anthony Davis var stigahæstur hjá Lakers með 28 stig auk þess að taka 18 fráköst og þeir LeBron James og Austin Reaves skoruðu 23 stig hvor. NBA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Denver hafði unnið sigur á heimavelli í fyrstu tveimur leikjum einvígisins en í nótt var leikið á heimavelli Lakers sem þurfti nauðsynlega að sækja sigur. Gestirnir byrjuðu betur og náðu fljótlega ágætri forystu. Lakers var í vandræðum að koma stigum á töfluna á meðan Jamal Murray fór mikinn í liði Nuggets. Murray skoraði 17 stig í fyrsta leikhluta og lið Denver var með 32-20 forystu að honum loknum. Adele and Rich Paul, Eddie Murphy, Quavo, and Jennifer Hudson in LA for Game 3!#NBACelebRow pic.twitter.com/XLHRC6U0SX— NBA (@NBA) May 21, 2023 Lakers vann sig þó inn í leikinn fyrir lok fyrri hálfleiks. Austin Reaves jafnaði í 55-55 úr tveimur vítaskotum undir lok annars leikhluta en Kentavious Caldwell-Pope sá til þess að Nuggets fór með forystu inn í hálfleikinn með því að skora þriggja stiga körfu undir lok annars leikhluta. Lið Nuggets var áfram skrefinu á undan eftir hlé. Þeir náðu níu stiga forystu í upphafi þriðja leikhluta en Lakers kom til baka og jafnaði á ný. Staðan fyrir lokafjórðunginn var 84-82 og allt í járnum. LEBRON JAMES.BACK-TO-BACK THREES.4Q next on ABC DEN: 84LAL: 82 pic.twitter.com/KfzfGKsBfc— NBA (@NBA) May 21, 2023 Þar var það Nikola Jokic sem tók yfir. Hann skoraði 15 stig í fjórða leikhluta og eftir að Denver komst í 106-94 forystu þegar tæpar fimm mínútur voru eftir náði Lakers aldrei að minnka forystuna nema niður í átta stig. Denver vann að lokum 119-108 sigur og nú komið 3-0 yfir í einvíginu og þarf aðeins einn sigur til að tryggja sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar í fyrsta sinn í sögunni en liðið er eitt af sex liðum í deildinni sem aldrei hefur leikið til úrslita. Jamal Murray explodes for 30 points in the 1st half, finishing with 37 for the 2nd straight game!The @nuggets now hold a 3-0 lead in the Western Conference Finals. pic.twitter.com/eLmpj3keXq— NBA (@NBA) May 21, 2023 Jamal Murray var frábær hjá Denver í nótt, hann skoraði 37 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Nikola Jokic skoraði 24 stig en Caldwell-Pope, Bruce Brown og Michael Porter Jr. komu einnig með mjög gott framlag að borðinu. Anthony Davis var stigahæstur hjá Lakers með 28 stig auk þess að taka 18 fráköst og þeir LeBron James og Austin Reaves skoruðu 23 stig hvor.
NBA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira