Mesta hættan virðist liðin hjá og óvissustigi aflýst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. maí 2023 12:14 Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður CERT-IS. Vísir/Arnar Dregið hefur úr netárásum á íslensk fyrirtæki og stofnanir eftir að leiðtogafundi Evrópuráðsins lauk í gær. Forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS segir tölvuþrjóta hafa státað sig af góðum árangri, þrátt fyrir að hann hafi ekki verið mikill. Netþrjótar, hliðhollir málstað Rússa, beindu sjónum sínum að íslenskum netinnviðum í aðdraganda leiðtogafundarins og á meðan hann stóð yfir. Þeim tókst að taka nokkrar vefsíður niður um stundarsakir, en yfir það heila var lítill skaði unninn. Forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS segir álagið hafa minnkað til muna eftir að fundinum lauk. „Það hefur ekkert raunatvik gerst síðastliðinn sólarhring. Það hafa verið áframhaldandi tilraunir til álagsárása á vefinnviði, en varnirnar virðast hafa verið að taka þetta nokkuð létt síðasta sólarhring,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS. Viðbragð við árásunum hafi gengið vel og samhæfing við rekstraraðila sömuleiðis. Þrjótarnir ánægðir með sig Nokkrar árásir hafi borið einhvern árangur, þó skaðinn hafi ekki verið mikill. Á þriðjudag var ráðist á síður Alþingis og Hæstaréttar. Í gær var síða ISAVIA síðan gerð óvirk í stutta stund. Síðan á hádegi í gær hafi tölvuþrjótarnir hins vegar haft lítið upp úr krafsinu. „Þó þeir hafi nú státað sig af því að hafa staðið sig vel í innri spjallrásum hjá sjálfum sér í framhaldinu.“ Um þann árangur megi deila, þó vissulega hafi þeim tekist að ná nokkrum síðum niður í einhverja stund. Það sem mestu máli skipti sé að undirbúningur sveitarinnar og rekstraraðila hafi verið góður. Vel hafi tekist til við að spá fyrir um hvers eðlis árásirnar yrðu, og viðbrögðin góð eftir því. Verða áfram á varðbergi Útlit sé fyrir að mesta hættan sé liðin hjá, en skömmu fyrir fréttir var óvissustigi Almannavarna vegna netárásanna aflýst. CERT-IS verður þó áfram á varðbergi út vikuna. „Maður veit aldrei hversu lengi svona athygli getur ýtt undir árásir, en athyglinni á Íslandi vegna leiðtogafundarins er væntanlega lokið eða að fjara undan henni núna. Við reiknum með að það sama muni eiga við um áhuga netglæpamanna á að valda einhverjum usla hér í íslenska netumdæminu,“ segir Guðmundur Arnar. Netöryggi Netglæpir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Netþrjótar, hliðhollir málstað Rússa, beindu sjónum sínum að íslenskum netinnviðum í aðdraganda leiðtogafundarins og á meðan hann stóð yfir. Þeim tókst að taka nokkrar vefsíður niður um stundarsakir, en yfir það heila var lítill skaði unninn. Forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS segir álagið hafa minnkað til muna eftir að fundinum lauk. „Það hefur ekkert raunatvik gerst síðastliðinn sólarhring. Það hafa verið áframhaldandi tilraunir til álagsárása á vefinnviði, en varnirnar virðast hafa verið að taka þetta nokkuð létt síðasta sólarhring,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS. Viðbragð við árásunum hafi gengið vel og samhæfing við rekstraraðila sömuleiðis. Þrjótarnir ánægðir með sig Nokkrar árásir hafi borið einhvern árangur, þó skaðinn hafi ekki verið mikill. Á þriðjudag var ráðist á síður Alþingis og Hæstaréttar. Í gær var síða ISAVIA síðan gerð óvirk í stutta stund. Síðan á hádegi í gær hafi tölvuþrjótarnir hins vegar haft lítið upp úr krafsinu. „Þó þeir hafi nú státað sig af því að hafa staðið sig vel í innri spjallrásum hjá sjálfum sér í framhaldinu.“ Um þann árangur megi deila, þó vissulega hafi þeim tekist að ná nokkrum síðum niður í einhverja stund. Það sem mestu máli skipti sé að undirbúningur sveitarinnar og rekstraraðila hafi verið góður. Vel hafi tekist til við að spá fyrir um hvers eðlis árásirnar yrðu, og viðbrögðin góð eftir því. Verða áfram á varðbergi Útlit sé fyrir að mesta hættan sé liðin hjá, en skömmu fyrir fréttir var óvissustigi Almannavarna vegna netárásanna aflýst. CERT-IS verður þó áfram á varðbergi út vikuna. „Maður veit aldrei hversu lengi svona athygli getur ýtt undir árásir, en athyglinni á Íslandi vegna leiðtogafundarins er væntanlega lokið eða að fjara undan henni núna. Við reiknum með að það sama muni eiga við um áhuga netglæpamanna á að valda einhverjum usla hér í íslenska netumdæminu,“ segir Guðmundur Arnar.
Netöryggi Netglæpir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira