Innfluttar trjátegundir nauðsynlegar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. maí 2023 21:02 Hlynur segir innfluttar trjátegundir nauðsynlegar og líffræðilegan fjölbreytileika skipta miklu við landgræðslu. Félag íslenskra landslagsarkitekta. Framkvæmdastjóri Landsamtaka skógareigenda segir að innfluttar tegundir nauðsynlegar til landgræðslu á Íslandi. Landnýting skipti meira máli en ferðamennska. „Ef ég væri staddur á eyðieyju myndi ég ekki treysta á ferðamenn heldur landið,“ segir Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landsamtaka skógareigenda. Í nýlegu viðtali sagði Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri og forsvarsmaður samtakanna VÍN, að áratuga mistök í skógrækt hefðu valdið því að tré væru byrjuð að byrgja fólki sýn að náttúruperlum. Þetta myndi meðal annars skaða ferðamannaiðnaðinn því að skógleysið og fjallasýnin væri það sem ferðamenn væru komnir til að sjá. Verst væri þegar innfluttum og hávöxnum tegundum á borð við alaskaösp, sitkagreni og stafafuru væri plantað hvar sem er. Ísland hreinn strigi fyrir skógrækt Hlynur er á öndverðum meiði við Svein en segist skilja að fólk hafi mismunandi skoðanir þegar um er að ræða breytingu á landslagi. Það sé mikil aðgerð að fá skóg inn í landið. Hvað útsýnið varðar segir hann það ekki vera verra að sjá skóg, bara öðruvísi. Þetta sé persónulegt mat. „Í stað fjallasýnar séðu glókoll fljúga á milli trjáa,“ segir Hlynur. Hlynur, sem er landslagsarkitekt að mennt, segist þó sammála því að skógur eigi ekki heima alls staðar. Til dæmis sums staðar þar sem honum hefur verið komið fyrir við náttúruperlur. Tegundirnar skipti líka máli. Nefnir hann Skógafoss sem dæmi. Skógræktin hefur lent í deilum við Skorradalshrepp undanfarið vegna skipulagsmála.Skorradalshreppur „Í kringum Skógafoss er ekkert nema birki sem var gróðursett fyrir tuttugu árum,“ segir hann. Skógræktin hefur varað við því að birkið verði skert því það hlífir fossinum fyrir vindi og sandfoki. Mælir hún með að stuðlað verði að útbreiðslu birkis við fossinn. Hlynur segir að skóg verði að hanna og horfa til langrar framtíðar í því samhengi. Ekki eigi að planta tré við tré við tré heldur úthugsa leguna og stýra ásýndinni eftir stíl. Til dæmis eigi ekki að planta í mýri af ástæðulausu. Ísland henti hins vegar afskaplega vel til þess að hanna skóg. Hér sé berangurinn mikill og „striginn hreinn“ fyrir hönnuði. Kolefnisjöfnunin bónus Auk Skógræktarinnar starfa um 600 skógarbændur á Íslandi. Skógrækt á 200 hektara svæði eða stærra er tilkynningarskyld til Umhverfisstofnunar sem ákveður hvort þörf sé á umhverfismati. Þá þurfa sveitarfélög einnig að veita framkvæmdaleyfi í vissum tilvikum. Til að mynda synjaði sveitarfélagið Múlaþing Skógræktinni um leyfi fyrir 176 hektara skógrækt í landi Hafursár við Hallormsstað nú í vikunni. VÍN hafa hvatt sveitarstjórnir til að beita skipulagsvaldi sínu og koma í veg fyrir skógrækt þar sem hún eigi ekki heima. Hlynur segir að erfiðleikar í með leyfisveitingar hafi þegar haft áhrif á skógrækt um áratuga skeið. Þetta sjáist víða á landinu þar sem ræktað hefur verið á litlum reitum, frímerkjum eins og hann kallar það. Oft gömul grenitré sem standa við bæi. „Það þarf að vera til staðar timbur. Skógarauðlind sem er ekki til staðar í dag,“ segir hann. „Við erum að reyna að gera framtíð Íslands byggilega og sjálfbæra.“ Timbur og landgæði hafa verið helsta ástæðan fyrir því að bændur fara út í skógrækt. Kolefnisjöfnunin kom sem bónus seinna og nú er hún orðin að peningalegum hvata að sögn Hlyns. Samlífi lúpínu og birkis Tegundir geta verið mikið þrætuepli á milli áhugafólks um skógrækt og landgræðslu. Einkum innfluttar tegundir á borð við stafafuru og sitkagreni. Hlynur segir að hið íslenska birki sé fínt. Það hafi lifað í gegnum aldirnar í erfiðri tíð. En birkið sé ekki skógarauðlind eins og þessar hávöxnu tegundir. Birkið sé kjarr. „Það hefur sýnt sig að innfluttar tegundir virka betur til landgræðslu en birkið,“ segir Hlynur. Frá ræktarsvæðum nálægt Húsavík.Skógræktin Nefnir hann þó að best sé að nýta tegundir saman, það er til að þær nýti styrkleika hvorrar annarrar. Þetta hafi sést best í landgræðslu í kringum Húsavík. Þar hafi verið gerðar tilraunir með lúpínu og birki. Þar sem lúpínan var ein kom ekki öflug jörð undan henni. En þar sem sem lúpína og birki voru sett saman í reiti döfnuðu báðar tegundir í sambýli við hvora aðra. „Líffræðileg fjölbreytni skiptir svo miklu máli,“ segir Hlynur. „Það er ekki hægt að útkljá allt með einni tegund.“ Þetta eigi líka við um innfluttu trjátegundirnar. Hlynur segir að besta leiðin til að sá birki á örfoka landi eða mel sé að sá lerki fyrst. Þá verður til set fyrir birkifræið að festa rætur í og skjól fyrir það til að dafna. Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Tengdar fréttir Skógrækt muni draga úr ferðamannastraumnum Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, segir að há tré séu byrjuð að byrgja fólki sýn að náttúruperlum. Sveitarstjórnir þurfi að standast þrýsting skógræktarfólks og skipuleggja svæði vel til að forðast frekari slys. 13. maí 2023 09:31 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Ef ég væri staddur á eyðieyju myndi ég ekki treysta á ferðamenn heldur landið,“ segir Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landsamtaka skógareigenda. Í nýlegu viðtali sagði Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri og forsvarsmaður samtakanna VÍN, að áratuga mistök í skógrækt hefðu valdið því að tré væru byrjuð að byrgja fólki sýn að náttúruperlum. Þetta myndi meðal annars skaða ferðamannaiðnaðinn því að skógleysið og fjallasýnin væri það sem ferðamenn væru komnir til að sjá. Verst væri þegar innfluttum og hávöxnum tegundum á borð við alaskaösp, sitkagreni og stafafuru væri plantað hvar sem er. Ísland hreinn strigi fyrir skógrækt Hlynur er á öndverðum meiði við Svein en segist skilja að fólk hafi mismunandi skoðanir þegar um er að ræða breytingu á landslagi. Það sé mikil aðgerð að fá skóg inn í landið. Hvað útsýnið varðar segir hann það ekki vera verra að sjá skóg, bara öðruvísi. Þetta sé persónulegt mat. „Í stað fjallasýnar séðu glókoll fljúga á milli trjáa,“ segir Hlynur. Hlynur, sem er landslagsarkitekt að mennt, segist þó sammála því að skógur eigi ekki heima alls staðar. Til dæmis sums staðar þar sem honum hefur verið komið fyrir við náttúruperlur. Tegundirnar skipti líka máli. Nefnir hann Skógafoss sem dæmi. Skógræktin hefur lent í deilum við Skorradalshrepp undanfarið vegna skipulagsmála.Skorradalshreppur „Í kringum Skógafoss er ekkert nema birki sem var gróðursett fyrir tuttugu árum,“ segir hann. Skógræktin hefur varað við því að birkið verði skert því það hlífir fossinum fyrir vindi og sandfoki. Mælir hún með að stuðlað verði að útbreiðslu birkis við fossinn. Hlynur segir að skóg verði að hanna og horfa til langrar framtíðar í því samhengi. Ekki eigi að planta tré við tré við tré heldur úthugsa leguna og stýra ásýndinni eftir stíl. Til dæmis eigi ekki að planta í mýri af ástæðulausu. Ísland henti hins vegar afskaplega vel til þess að hanna skóg. Hér sé berangurinn mikill og „striginn hreinn“ fyrir hönnuði. Kolefnisjöfnunin bónus Auk Skógræktarinnar starfa um 600 skógarbændur á Íslandi. Skógrækt á 200 hektara svæði eða stærra er tilkynningarskyld til Umhverfisstofnunar sem ákveður hvort þörf sé á umhverfismati. Þá þurfa sveitarfélög einnig að veita framkvæmdaleyfi í vissum tilvikum. Til að mynda synjaði sveitarfélagið Múlaþing Skógræktinni um leyfi fyrir 176 hektara skógrækt í landi Hafursár við Hallormsstað nú í vikunni. VÍN hafa hvatt sveitarstjórnir til að beita skipulagsvaldi sínu og koma í veg fyrir skógrækt þar sem hún eigi ekki heima. Hlynur segir að erfiðleikar í með leyfisveitingar hafi þegar haft áhrif á skógrækt um áratuga skeið. Þetta sjáist víða á landinu þar sem ræktað hefur verið á litlum reitum, frímerkjum eins og hann kallar það. Oft gömul grenitré sem standa við bæi. „Það þarf að vera til staðar timbur. Skógarauðlind sem er ekki til staðar í dag,“ segir hann. „Við erum að reyna að gera framtíð Íslands byggilega og sjálfbæra.“ Timbur og landgæði hafa verið helsta ástæðan fyrir því að bændur fara út í skógrækt. Kolefnisjöfnunin kom sem bónus seinna og nú er hún orðin að peningalegum hvata að sögn Hlyns. Samlífi lúpínu og birkis Tegundir geta verið mikið þrætuepli á milli áhugafólks um skógrækt og landgræðslu. Einkum innfluttar tegundir á borð við stafafuru og sitkagreni. Hlynur segir að hið íslenska birki sé fínt. Það hafi lifað í gegnum aldirnar í erfiðri tíð. En birkið sé ekki skógarauðlind eins og þessar hávöxnu tegundir. Birkið sé kjarr. „Það hefur sýnt sig að innfluttar tegundir virka betur til landgræðslu en birkið,“ segir Hlynur. Frá ræktarsvæðum nálægt Húsavík.Skógræktin Nefnir hann þó að best sé að nýta tegundir saman, það er til að þær nýti styrkleika hvorrar annarrar. Þetta hafi sést best í landgræðslu í kringum Húsavík. Þar hafi verið gerðar tilraunir með lúpínu og birki. Þar sem lúpínan var ein kom ekki öflug jörð undan henni. En þar sem sem lúpína og birki voru sett saman í reiti döfnuðu báðar tegundir í sambýli við hvora aðra. „Líffræðileg fjölbreytni skiptir svo miklu máli,“ segir Hlynur. „Það er ekki hægt að útkljá allt með einni tegund.“ Þetta eigi líka við um innfluttu trjátegundirnar. Hlynur segir að besta leiðin til að sá birki á örfoka landi eða mel sé að sá lerki fyrst. Þá verður til set fyrir birkifræið að festa rætur í og skjól fyrir það til að dafna.
Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Tengdar fréttir Skógrækt muni draga úr ferðamannastraumnum Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, segir að há tré séu byrjuð að byrgja fólki sýn að náttúruperlum. Sveitarstjórnir þurfi að standast þrýsting skógræktarfólks og skipuleggja svæði vel til að forðast frekari slys. 13. maí 2023 09:31 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Skógrækt muni draga úr ferðamannastraumnum Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, segir að há tré séu byrjuð að byrgja fólki sýn að náttúruperlum. Sveitarstjórnir þurfi að standast þrýsting skógræktarfólks og skipuleggja svæði vel til að forðast frekari slys. 13. maí 2023 09:31