Að drepa bandamenn sína Ágústa Þóra Jónsdóttir skrifar 15. maí 2023 07:30 Hvalveiðar hafa verið harðlega gagnrýndar vegna ómannúðlegra veiða og áhrifa á ímynd landsins og ferðaþjónustu á sama tíma og bent hefur verið á að þær hafa enga þjóðhagslega þýðingu. Nýlega hafa komið fram rannsóknir sem benda til jákvæðra áhrifa hvala á andrúmsloftið, sem geta gjörbreytt hugmyndum okkar um áhrif hvalveiða bæði á náttúru og efnahag. Sjávarlíffræðingar hafa uppgötvað að hvalir – sérstaklega stórhveli – hafa mikil áhrif á föngun kolefnis úr andrúmsloftinu. Hvalir fanga að jafnaði 33 tonn af kolefni í skrokknum yfir æviskeiðið, á meðan tré á Íslandi fangar um 100 kíló á líftíma sínum. Meira máli skiptir þó sú uppgötvun að hvalir hafa jákvæð áhrif á viðgang plöntusvifs í sjónum. Plöntusvif framleiða ekki aðeins a.m.k. helming alls súrefnis í andrúmsloftinu heldur fangar svif um 37 milljarða tonna af kolefni, sem er stórt hlutfall allrar kolefnisframleiðslu heimsins. Nýjar rannsóknir benda til að hvalir eru öflugir í að færa járn og köfnunarefni – þau efni sem svif þarfnast – frá djúpum hafsins og að yfirborðinu þar sem svifið nýtir þau til að vaxa og dafna1. Hvalir eru því nátttúrulegir „áburðardreifarar“ fyrir plöntusvif í sjónum og fjölgun hvala mundi því hafa bein áhrif á að fanga meira kolefni. Enn vantar ítarlegri rannsóknir á áhrifum hvala en einungis 1% aukning á plöntusvifsframleiðslu mundi auka kolefnabindingu um hundruði milljón tonna2. Við verjum miljörðum í tilraunir bæði til að draga úr framleiðslu á kolefni og til snúa þróuninni við og fanga kolefni, til dæmis með fyrirtækjum eins og Carbfix. Önnur leið til að ná árangri er að nýta og ýta undir nátttúruleg ferli. Við þekkjum áhrif þess að planta trjám og nýta nátttúruleg efni í byggingar. Nú sýnir sig að sú „aðgerð“ að hætta hvalveiðum hefði gríðarlega jákvæð áhrif á föngun kolefnis. Nýleg grein leiðir að því líkum að jákvæð áhrif hvers steypireiðs á efnhag, vegna kolefnisföngunar, geti verið um 1.4 milljón dala eða tæplega 200 milljónir króna, en það er eðlilega ýmsum erfiðleikum bundið að setja fingur á nákvæma tölu3. Efnahagslegur ávinningur af hvalveiðum er í besta falli hverfandi og þær hafa enga þjóðhagslega þýðingu. Samkvæmt fréttum af ársreikningum Hvals hf var tap(!) félagsins af hvalveiðum um þrír milljarðar króna á árunum 2012 til 2020. Því vaknar eðlilega sú spurning, sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti fram í grein á síðasta ári; „Því ætti Ísland að taka þá áhættu að viðhalda veiðum sem hafa ekki skilað efnhagslegum ábata til að selja vöru sem lítil eftirspurn er eftir?“ Í ljósi nýrra uppgötvana á jákvæðum áhrifum hvala á andrúmsloftið má einnig spyrja: Hvers vegna drepum við hvali – og töpum á því peningum - og verjum síðan gríðarlegu fjármagni í að fanga kolefni, sem hvalirnir myndu fanga fyrir okkur á nátttúrulegan hátt? Af hverju að drepa bandamenn okkar? Fyrir hvern er hvaladrápið? Svo ég vitni í algenga setningu í unglingamenningu: Þetta meikar engan sens! Höfundur er varaformaður Landverndar. (1) Lavery, T., B. Roudnew, P. Gill, J. Seymour, L. Seuront, G. Johnson, J. Mitchell, and V. Smetacek. 2010. “Iron Defecation by Sperm Whales Stimulates Carbon Export in the Southern Ocean.” Proceedings of the Royal Academy 127:3527–31. (2) Chami útskýrir þetta betur á vef TED https://www.ted.com/talks/ralph_chami_what_a_living_whale_is_worth_and_why_the_economy_should_protect_nature (2) Chami, R. et al. (2019) Nature’s solution to climate change: a strategy to protect whales can limit greenhouse gases and global warming. Fin. Develop. 56, 34–38 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Hvalveiðar Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Sjá meira
Hvalveiðar hafa verið harðlega gagnrýndar vegna ómannúðlegra veiða og áhrifa á ímynd landsins og ferðaþjónustu á sama tíma og bent hefur verið á að þær hafa enga þjóðhagslega þýðingu. Nýlega hafa komið fram rannsóknir sem benda til jákvæðra áhrifa hvala á andrúmsloftið, sem geta gjörbreytt hugmyndum okkar um áhrif hvalveiða bæði á náttúru og efnahag. Sjávarlíffræðingar hafa uppgötvað að hvalir – sérstaklega stórhveli – hafa mikil áhrif á föngun kolefnis úr andrúmsloftinu. Hvalir fanga að jafnaði 33 tonn af kolefni í skrokknum yfir æviskeiðið, á meðan tré á Íslandi fangar um 100 kíló á líftíma sínum. Meira máli skiptir þó sú uppgötvun að hvalir hafa jákvæð áhrif á viðgang plöntusvifs í sjónum. Plöntusvif framleiða ekki aðeins a.m.k. helming alls súrefnis í andrúmsloftinu heldur fangar svif um 37 milljarða tonna af kolefni, sem er stórt hlutfall allrar kolefnisframleiðslu heimsins. Nýjar rannsóknir benda til að hvalir eru öflugir í að færa járn og köfnunarefni – þau efni sem svif þarfnast – frá djúpum hafsins og að yfirborðinu þar sem svifið nýtir þau til að vaxa og dafna1. Hvalir eru því nátttúrulegir „áburðardreifarar“ fyrir plöntusvif í sjónum og fjölgun hvala mundi því hafa bein áhrif á að fanga meira kolefni. Enn vantar ítarlegri rannsóknir á áhrifum hvala en einungis 1% aukning á plöntusvifsframleiðslu mundi auka kolefnabindingu um hundruði milljón tonna2. Við verjum miljörðum í tilraunir bæði til að draga úr framleiðslu á kolefni og til snúa þróuninni við og fanga kolefni, til dæmis með fyrirtækjum eins og Carbfix. Önnur leið til að ná árangri er að nýta og ýta undir nátttúruleg ferli. Við þekkjum áhrif þess að planta trjám og nýta nátttúruleg efni í byggingar. Nú sýnir sig að sú „aðgerð“ að hætta hvalveiðum hefði gríðarlega jákvæð áhrif á föngun kolefnis. Nýleg grein leiðir að því líkum að jákvæð áhrif hvers steypireiðs á efnhag, vegna kolefnisföngunar, geti verið um 1.4 milljón dala eða tæplega 200 milljónir króna, en það er eðlilega ýmsum erfiðleikum bundið að setja fingur á nákvæma tölu3. Efnahagslegur ávinningur af hvalveiðum er í besta falli hverfandi og þær hafa enga þjóðhagslega þýðingu. Samkvæmt fréttum af ársreikningum Hvals hf var tap(!) félagsins af hvalveiðum um þrír milljarðar króna á árunum 2012 til 2020. Því vaknar eðlilega sú spurning, sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti fram í grein á síðasta ári; „Því ætti Ísland að taka þá áhættu að viðhalda veiðum sem hafa ekki skilað efnhagslegum ábata til að selja vöru sem lítil eftirspurn er eftir?“ Í ljósi nýrra uppgötvana á jákvæðum áhrifum hvala á andrúmsloftið má einnig spyrja: Hvers vegna drepum við hvali – og töpum á því peningum - og verjum síðan gríðarlegu fjármagni í að fanga kolefni, sem hvalirnir myndu fanga fyrir okkur á nátttúrulegan hátt? Af hverju að drepa bandamenn okkar? Fyrir hvern er hvaladrápið? Svo ég vitni í algenga setningu í unglingamenningu: Þetta meikar engan sens! Höfundur er varaformaður Landverndar. (1) Lavery, T., B. Roudnew, P. Gill, J. Seymour, L. Seuront, G. Johnson, J. Mitchell, and V. Smetacek. 2010. “Iron Defecation by Sperm Whales Stimulates Carbon Export in the Southern Ocean.” Proceedings of the Royal Academy 127:3527–31. (2) Chami útskýrir þetta betur á vef TED https://www.ted.com/talks/ralph_chami_what_a_living_whale_is_worth_and_why_the_economy_should_protect_nature (2) Chami, R. et al. (2019) Nature’s solution to climate change: a strategy to protect whales can limit greenhouse gases and global warming. Fin. Develop. 56, 34–38
(1) Lavery, T., B. Roudnew, P. Gill, J. Seymour, L. Seuront, G. Johnson, J. Mitchell, and V. Smetacek. 2010. “Iron Defecation by Sperm Whales Stimulates Carbon Export in the Southern Ocean.” Proceedings of the Royal Academy 127:3527–31. (2) Chami útskýrir þetta betur á vef TED https://www.ted.com/talks/ralph_chami_what_a_living_whale_is_worth_and_why_the_economy_should_protect_nature (2) Chami, R. et al. (2019) Nature’s solution to climate change: a strategy to protect whales can limit greenhouse gases and global warming. Fin. Develop. 56, 34–38
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar