Ísak Harðarson er látinn Árni Sæberg skrifar 13. maí 2023 20:21 Ísak Harðarson er látinn. Forlagið Ísak Harðarson, ljóðskáld og þýðandi, er látinn aðeins 66 ára að aldri. Ísak lést á Landspítalanum í gær eftir skammvinn veikindi. Fjölmargir hafa minnst hans á samfélagsmiðlum í dag enda markaði hann djúp spor í menningarlífi þjóðarinnar. Meðal þeirra eru Illugi Jökulsson rithöfundur, Sigríður Hagalín Björnsdóttir rithöfundur og fréttamaður og Soffía Auður Birgisdóttir vísindamaður og bókmenntarýnir. Sú síðastnefnda segir fregnir af andláti Ísak harmafregnir enda sé þar gengið eitt albesta samtímaskáld okkar Íslendinga. Ísak var fæddur í Reykjavík árið 1956. Hann lauk stúdentsprófi 1977 og stundaði síðan nám við Kennaraháskóla Íslands auk íslenskunáms við Háskóla Íslands. Fyrsta bók Ísaks, ljóðabókin Þriggja orða nafn, kom út árið 1982. Í kjölfarið fylgdu margar fleiri ljóðabækur, smásagnasöfn, skáldsaga og endurminningabók. Ljóð hans komu einnig út í safnritinu Ský fyrir ský árið 2000. Ísak hefur einnig samið söngtexta og ljóð hans verið flutt með tónlist. Þá hafa ljóð eftir hann einnig birst í erlendum tímaritum og sýnisbókum. Ísak var um árabil verið ötull þýðandi og þýddi fjölda bóka úr ensku og Norðurlandamálum á íslensku. Ljóð og sögur Ísaks hafa frá fyrstu tíð vakið athygli og fengið mikið lof. Hann hefur hlotið verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins og árið 2011 var tíunda ljóðabók hans, Rennur upp um nótt, sem kom út 2009, tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Andlát Bókmenntir Ljóðlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ísak lést á Landspítalanum í gær eftir skammvinn veikindi. Fjölmargir hafa minnst hans á samfélagsmiðlum í dag enda markaði hann djúp spor í menningarlífi þjóðarinnar. Meðal þeirra eru Illugi Jökulsson rithöfundur, Sigríður Hagalín Björnsdóttir rithöfundur og fréttamaður og Soffía Auður Birgisdóttir vísindamaður og bókmenntarýnir. Sú síðastnefnda segir fregnir af andláti Ísak harmafregnir enda sé þar gengið eitt albesta samtímaskáld okkar Íslendinga. Ísak var fæddur í Reykjavík árið 1956. Hann lauk stúdentsprófi 1977 og stundaði síðan nám við Kennaraháskóla Íslands auk íslenskunáms við Háskóla Íslands. Fyrsta bók Ísaks, ljóðabókin Þriggja orða nafn, kom út árið 1982. Í kjölfarið fylgdu margar fleiri ljóðabækur, smásagnasöfn, skáldsaga og endurminningabók. Ljóð hans komu einnig út í safnritinu Ský fyrir ský árið 2000. Ísak hefur einnig samið söngtexta og ljóð hans verið flutt með tónlist. Þá hafa ljóð eftir hann einnig birst í erlendum tímaritum og sýnisbókum. Ísak var um árabil verið ötull þýðandi og þýddi fjölda bóka úr ensku og Norðurlandamálum á íslensku. Ljóð og sögur Ísaks hafa frá fyrstu tíð vakið athygli og fengið mikið lof. Hann hefur hlotið verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins og árið 2011 var tíunda ljóðabók hans, Rennur upp um nótt, sem kom út 2009, tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Andlát Bókmenntir Ljóðlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira